Hugur og hönd - 2021, Qupperneq 13
13HUGUR OG HÖND 2021
SKÍNANDI VAR SKRÚÐINN EINN,
SEM SKENKTI HANN HEIM TIL HÓLA,
MEÐ FLUGELI’ ALLUR FAGUR OG HREINN
FLÚRAÐUR Í ÞEIM SKÓLA,
SEM LANGT Í LÖNDIN ER;
ALDREI BORIÐ HEFIR ANNAÐ SLÍKT,
ENN FYRIR SJÓNIR MÉR,
VEIT EG FÁTT SVO FÓLKIÐ RÍKT,
AÐ FINNI’ HANS LÍKANN HÉR.1
Víða í kirkjum landsins er að finna
merkilegt handverk frá ýmsum tímum,
og margir hafa á ferðalögum gaman af
að gægjast inn í guðshús í þeim tilgangi
að skoða gripi þess. Ein er þó sú tegund
kirkjugripa sem yfirleitt kemur ekki fyrir
sjónir almennings nema við messugjörð
og er hér átt við skrúða kirkjunnar þjóna.
Þar fara oft listaverk sem meginhluta árs
eru geymd á vísum stað og yfirleitt hulin
sjónum. Oftast fer jafnframt lítið fyrir
upplýsingum um þá sem verkin unnu.
Hólastað í Hjaltadal, hinu forna biskups-
setri, tilheyrir sérstakur gripur af þessu
tagi sem með sanni á athygli skilið. Hann
er enda merkilegur bæði í sögulegu
tilliti sem og fyrir þá gríðarlegu vinnu
sem höfundurinn, Ólína Bragadóttir
Thoroddsen Weightman útsaumslista-
kona, lagði á sig við gerð hans (mynd 1).
Kirkjufatið sem hér um ræðir er nákvæm
endurgerð af svonefndri kantarakápu
sem kennd hefur verið við Jón Arason
biskup (1484-1550) og notuð var af kirkj-
unnar þjónum af hans stétt við þjónustu í
Hóladómkirkju allt fram til 1815. Þá var hún
flutt suður til Dómkirkjunnar í Reykjavík
og notuð þar uns Forngripasafnið,
síðar Þjóðminjasafn Íslands, fékk hana
í sína umsjá árið 1897.2 Á safninu hefur
hún um árabil átt fastan sess sem hluti
grunnsýningar, ásamt fleiri merkum
textílgripum sem tengjast íslenskri
kirkjusögu (mynd 2 og rammi A).
Endurgerð kantarakápunnar er að frum-
kvæði vígslubiskupshjóna Hólastaðar
árin 2003-2012, þeirra Margrétar
Sigtryggsdóttur og séra Jóns Aðalsteins
Baldvinssonar. Jafnframt er hún gjöf
þeirra til Hóladómkirkju, í minningu
Sigrúnar dóttur þeirra sem lést í blóma
lífsins árið 2004.
Nýja kantarakápan var afhent á
Hólahátíð árið 2008 og var í tengslum
við hana til sýnis á staðnum. Þar átti
greinarhöfundur leið um og stóð agndofa
frammi fyrir litríkri og ríkulega útsaumaðri
kápunni, sem augljóslega var unnin af
slíku listfengi og kunnáttu að sjaldgæft
verður að teljast nú á tímum. Því kom
hún reglulega upp í hugann næstu ár,
ásamt löngun til að forvitnast um lista-
konuna með nálina.
HANDVERKSKONA AÐ VESTAN
Ólína er fædd og uppalin á Patreksfirði
þar sem hún gekk í barna- og gagn-
fræðaskóla, og handverksáhuginn
kviknaði snemma. „Ég hafði alltaf gaman
af handavinnu og föndri og hef alltaf
haft áhuga á alls konar handverki – ég
var bara betri í útsaumi en nokkru öðru,“
segir Ólína. Þegar heimdraganum hafði
verið hleypt var lagst í ferðalög, „líkt og
margt ungt fólk gerir áður en ábyrgðir
lífsins taka yfir“ eins og hún segir, og svo
fór að Ólína festi ráð sitt í Bretlandi og
settist þar að. Þar í landi hefur hún um
langt skeið stundað útsaum við góðan
orðstír. Þó segist hún aldrei hafa hlotið
til þess formlega menntun, heldur sé
„algerlega sjálflærð á því sviði“. Hún hafi
hins vegar haft „nóg tækifæri til að fara
á sýningar og söfn“ og þannig aflað sér
kunnáttu þegar þess þurfti.
Um tíma tók Ólína að sér kennslu nem-
enda við handavinnuskóla í Lundúnum
sem voru sérlega áhugasamir um íslensk-
an útsaum. Í tengslum við það lagði
hún leið sína á Þjóðminjasafnið í einni
af ferðum sínum til Íslands. „Þar sá ég
kantarakápuna og féll í stafi. Það lýstist
1 Áttunda erindi úr kvæði eftir samtíðarmann Jóns Arasonar biskups, Ólaf Tómasson skáld
á Hallgrímsstöðum (d. 1595); kvæðið var prentað í Biskupasögum II. bindi, bls. 485-498.
Fullvíst þykir að ort sé um kantarakápuna sem hér er til umfjöllunar (Matthías Þórðarson, bls. 52).
2Kristján Eldjárn, 1962.