Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Page 15

Hugur og hönd - 2021, Page 15
15HUGUR OG HÖND 2021 35 ára gamla eftir erfið veikindi.3 Í kjölfar þess þungbæra atburðar fædd- ist hugmyndin um endurgerð hins forna dýrgrips staðarins í minningu hennar. Sjálf lýsir Ólína þessu svo: „Næsti þáttur í útsaums-samskiptum okkar séra Jóns var sá að hann spurði mig hvort ég treysti mér til að sauma eftirlíkingu af biskupskápu herra Jóns Arasonar bisk- ups á Hólum. Ég varð ákaflega ánægð og hreykin og þótti mikið koma til þess trausts sem Jón sýndi mér með þessari beiðni. Ég féllst á að taka verkið að mér. Mér varð það strax ljóst að með sam- þykki mínu var ég að taka að mér einstætt verk, verulega mikið og vandasamt og í því myndi reyna til hins ítrasta á hæfni mína og þekkingu í kirkjuútsaumi.“4 UNDIRBÚNINGUR OG EFNISÖFLUN Þegar Ólína hafði samþykkt að taka verkið að sér hófst viðamikill undir- búningur. Ekki voru til uppdrættir af myndum og mynstrum á kápunni sem hægt var að styðjast við, heldur þurfti að frumvinna allt slíkt. „Nákvæm skoðun á kantarakápunni fór fram í geymslu Þjóðminjasafns Íslands. Þar gat ég skoðað kápuna og var þar á hverjum degi í viku. Ég gerði uppdrátt af öllum dýrlingum, mældi stærðir á kápunni og valdi liti sem best ég gat.“ Við þessa iðju kom sér vel að hafa aðstoðarkonu og ritara, en því hlutverki gegndi vinkona Ólínu, Guðfinna Zdmidak. Víðfeðmt sjálfsnám Ólínu gegnum tíðina nýttist verkefninu vel. „Kirkjuútsaumur er víðtækt hugtak og felur marga þætti í sér og það er útilokað að gefa lýsingu á [honum] í stuttu máli. Þessi útsaumur býður upp á mikla sköpunarútrás og er verulega krefjandi. Ég hafði aflað mér upplýsinga um kirkjuútsaum í bókum, bæði fræðilega og verklega þáttinn [og] skoðað kirkjuútsaum í Englandi hvar sem ég kom því við. Jafnframt kynnti ég mér útsaum frá ýmsum þjóðflokkum og þjóðum á sýningum í Englandi og festi mér vel í minni hefðina sem byggt var á í hverju tilviki og bar saman við 3Sigrún Jónsdóttir (1968 - 2004) var tónlistarmenntuð og gegndi m.a. starfi kirkjuorganista, söngstjóra og tónlistarskólastjóra á Kópaskeri og í Stykkishólmi. 4Ólína Weightman, 2008 A. Upprunalega kantarakápan Kápa (capa, cappa) taldist í kaþólskum sið til hluta „messu- skrúða andlegrar stéttar manna“ (Matthías Þórðarson, bls. 36). Hérlendis mun slík kápa venjulega hafa verið nefnd kantarakápa (cappae cantorum, sbr. latnesku sögnina cantare: syngja, tóna, lofsyngja) eða kórkápa (cappae choralis). Slíkar kápur voru jafnan ermalausar, lagðar yfir herðar og opnar að framan. Mest var lagt í kápur æðri klerka og biskupa. Á síðmiðöldum var orðið algengt að myndir af helgum mönnum, saumaðar með silki- og gullþræði, skreyttu þess háttar messufat. Eftir að Jón Arason Hólabiskup var líflátinn í Skálholti árið 1550 tók séra Sigurður sonur hans saman skrá um eignir Hóladómkirkju (svonefnt „Sigurðarregistur“), samkvæmt venju við fráfall forráðamanns á kirkjustað. Þar er meðal upptalinna gripa „Cantara kápa með flugil“. Má eftir það fylgja þeirri kápu í heimildum af sama tagi öld fram af öld, allt þar til hún rataði i Þjóðminjasafnið (mynd 2). Þessi kápa er sú eina sem hérlendis hefur varðveist frá kaþólskum tíma, og telur Dr. Kristján Eldjárn hana „meðal merkustu og sögufrægustu dýrgripa safnsins“ (Kristján Eldjárn, 1962). Kápan er hálf hringlöguð með útsaumsborðum, svonefnd- um hlöðum, að framanverðu og útsaumuðum bakskildi á kraga. Talið er að henni hafi áður verið haldið saman með skrautskildi á brjósti sem nú er glataður. Efnið er vandað dökkrautt silkiflauel, sem þykir hafa haldist vel. Útsaumaðar myndir hafa hins vegar víða látið á sjá (myndir 3a og 3b). Fóður er úr óbleiktum, ólituðum hör. Kápan var lagfærð í Statens historiska museum í Stokkhólmi um 1970. Í lýsingu sinni segir Matthías Þórðarson, fyrrverandi þjóðminja- vörður, útsaumsverkin sem skreyta kápuna „[h]ið listamesta og dýrmætasta á [henni]“. Einnig segir: „Allur saumur og verk á bakskildinum og borðunum á kápu þessari hefur verið svo frábærlega gerður, að bersýnilegt er að hún er frá þeim tímum er þess konar listasaumur stóð á hæsta stigi, nefnilega frá miðri 15. öld og fram á miðja 16. öld“ (Matthías Þórðarson, bls. 45). Talið er að hún sé gerð í Arras í Flæmingja- landi (Flandern) sem talin hefur verið miðstöð slíkrar listar á umræddum tíma. Hver borði skiptist í þrjá jafnstóra hluta og og myndar hver þeirra sérstaka heild fyrir sig, mynd dýrlings og einkennistákna hans. Eru þrír kvendýrlingar á hægri barmi, og þrír karldýrlingar á þeim vinstri. Á kraga sést Kristur á dómsdegi. þekkingu mína og reynslu. Í því fólst mesti lærdómurinn.“ Við efnisöflun til verksins kom sér vel að búa í landi þar sem leita má til sérhæfðra aðila þegar flókin textílvinna er annars vegar. Hjá Watts & Co. í Tufton stræti, rótgrónu fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð kirkjuskrúða og efniviði fyrir hann, valdi Ólína kápuefnin — flauelið í ytra byrðið auk fóðurefna. Við val á borðum og bryddingum naut hún aðstoðar David Gazeley, sérfræðings á staðnum, og voru þeir litaðir hjá fyrirtækinu til að fá „gamlan“ blæ. Útsaumsgarn þurfti að velja af kostgæfni og hvað gyllta þræði varðaði þurfti að vanda valið sérstak- lega að sögn Ólínu: „… það er svo skrýtið en gullið er til í svo mörgum blæbrigðum, grænt gull var mest notað því það gefur gamalt útlit.“ (rammi C)

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.