Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 2021, Qupperneq 17

Hugur og hönd - 2021, Qupperneq 17
17HUGUR OG HÖND 2021 Kápan var loks, sem fyrr segir, afhent á Hólahátíð, árlegri kirkju- og menningar- hátíð að Hólum, árið 2008. Var hún þá jafnframt vígð og helguð til notkunar við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju (mynd 6). Þar var Ólína að sjálfsögðu viðstödd, en hefur ekki haft tök á að líta verk sitt augum síðan. En hvernig skyldi notkun nýju kápunnar háttað? Að sögn sr. Solveigar Láru Guð- mundsdóttur, núverandi vígslubiskups á Hólum, er kápan notuð á stórhátíðum, þ.e. jólum, páskum og hvítasunnu. Þá skrýðist biskup henni á Hólahátíð um miðjan ágúst og loks við þær prestvígslur sem fram fara í Hóladómkirkju — en kantarakápan fer aldrei af staðnum. HUGLEIÐINGAR UM VERKIÐ Ljóst er að endurgerð Ólínu á kantara- kápu Jóns Arasonar biskups er merkileg í fleira en einu tilliti. Þegar hefur verið reynt að varpa ljósi á það handverks- afrek sem í henni felst, en líklegt verður að teljast að sé litið til vinnunnar sem í verkið er lagt sé um að ræða 6Solveig Lára Guðmundsdóttir, 2021 7Þetta telur Lilja Árnadóttir, fyrrverandi sviðsstjóri munadeildar Þjóðminjasafnsins, óhætt að fullyrða. Hér er um að ræða endurgerð Margrétar Lindu Gunnlaugsdóttur á blómstursaumuðu altarisklæði úr bláu vaðmáli frá árinu 1719. Það á uppruna sinn í gömlu kirkjunni í Reykholti og er nú í vörslu Þjóðminjasafnsins (sjá https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=318724 og umfjöllun í Hugur og hönd 2008, bls. 11-12). Myndir 5a og 5b: Útsaumsmyndir af boðungum í endurgerð Ólínu. Heilög Barbara (t.v.) og Tómas postuli (t.h.). Ljósmyndir: Simon Vaughan. C. Endurgerð kápurnnar - efni Ytra byrði er úr vínrauðu bómullar- flaueli (62% bómull, 38% Bemberg rayon), mynsturheiti: „Perpigon“. Fóður er úr hör (svonefnt „Holland cloth“). Um útsauminn: Í gullsaumnum eru notaðir gullþræðir og gullperlur gerðar hjá Benton og Johnson í London. Í þeim er 2% gull, kopar og hvítur málmur (að lágmarki 90% silfur). Í blómstursaumnum eru mismun- andi þræðir (m.a. Rajmahal silki frá Indlandi, Anchor og D.M.C.). Einnig eru notaðar litaðar gler- perlur og smávegis af gylltu leðri. Undir útsaumnum er tvöfalt og stundum fjórfalt efni („Aida“ hörjafi og „Belfast“ hör). Undir gullþráðum er misþykkt bómullarband, íslenskur lopi og filt. umfangsmesta útsaumsverk sem unnið hefur verið af íslenskum listamanni í seinni tíð. Til vitnis um gildi þess sem slíks undirstrikar enn fremur heimsókn hóps frá Konunglega útsaumsskólanum í Bretlandi (Royal School of Needlework) til Hóla fyrir nokkrum árum í þeim tilgangi að skoða verk Ólínu. Með í för var ljósmyndari sem mun hafa myndað kápuna í bak og fyrir, hverja mynd fyrir sig og nánast hvert spor.6 Þess er þó ekki síður vert að geta, að hérlendis er aðeins þekkt eitt annað dæmi um nákvæma endurgerð eldri kirkjutextíls.7 Þegar litið er um öxl og hugsað til vinn- unnar við gerð kápunnar er Ólínu ofarlega í huga þakklæti til þeirra mörgu sem studdu hana við hið vandasama verkefni. Nefnir hún þar sérstaklega eiginmann sinn, Paul, sem „ávallt var tilbúinn með tesopa og hvatningarorð“. Einnig studdu hana og hvöttu vinahjónin Sigríður Ella Magnúsdóttir söngkona og Simon Vaughan ljósmyndari, sem jafnframt tók að sér að mynda kápuna fullgerða.

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.