Hugur og hönd - 2021, Síða 21
fjölmarga fornmannahauga. Borró-
stíllinn er skyldur Ásubergsstílnum og
helstu einkenni hans eru „bönd, fléttur
og borðalykkjur sem ýmist er notað
í sambandi við dýramyndir eða algjör-
lega sjálfstætt, þ.e. alveg óhlutrænt
skrautverk sem þó kann að hafa vaxið af
dýrastílnum“.4 Borró-stíllinn var hámóðins
um það leyti sem Ísland byggðist,
á ofanverðri 9. öld, en hélt vinsældum
sínum langt fram eftir 10. öld. Af fundar-
samhenginu verður ekkert sagt til um
aldur kingunnar, en út frá stílgerð er
sennilegt að hún sé frá 10. öld.
Kristján Eldjárn fjallaði um kinguna í
grein sem hann birti í bókinni Gengið á
reka árið 1948. Þar kallar hann gripinn
kingu Þóris Austmanns, en frá honum
er sagt í Njálu og á hann að hafa verið
annar af tveimur Austmönnum, þ.e.
Norðmönnum, sem féllu í bardaganum
við Knafahóla. Kristján ályktaði því að
kingan væri frá Noregi, því um það leyti
sem hann ritaði greinina höfðu aðeins
tvær sambærilegar kingur fundist og
það báðar í Firðafylki þar í landi. Raunar
taldi Kristján miklar líkur á því að allar
þrjár kingurnar hefðu verið steyptar
í sama mótinu í Noregi.5
Síðan grein Kristjáns kom út hefur
sambærilegum gripum úr jörðu fjölgað
til muna og eru rúmlega tíu talsins í dag.
Flestar kingurnar hafa fundist í Suður-
Svíþjóð og í Danmörku og því verður að
teljast ólíklegt að þær séu norskar að
uppruna. Kingurnar eiga sér sennilega
suðlægari uppruna innan Skandinavíu.
Ekki eru allir gripirnir þó kingur, því í
Danmörku fannst gripur sem er náskyldur
Knafahólakingunni nema að sá hefur
þjónað þeim tilgangi að vera felddálkur,
þ.e. prjónn sem notaður hefur verið til að
taka saman yfirhöfn, svo sem skikkju.6
Séu kingurnar bornar saman kemur í
ljós að mótin hafa verið fleiri en eitt. Það
sem hefur hins vegar vafist fyrir mönn-
um er hver merking þeirra hefur verið,
ef þær hafa þá haft einhverja merkingu
yfirhöfuð. Settar hafa verið fram nokkrar
kenningar. Ein þeirra er að skreytið eigi
að tákna norræna guði, helst Óðin eða
Þór. Varla getur þó verið um Óðin að
ræða, þar sem veran á kingunni hefur
HEIMILDASKRÁ:
Hardt, Nils & Michaelsen, Karsten: „Maskespil“,
Skalk 1991.
Íslenzk fornrit I, ritstjóri Jakob Benediktsson,
Reykjavík, 1986.
Íslenzk fornrit XII, ritstjóri Einar Ól. Sveinsson,
Reykjavík, 1954.
Kristján Eldjárn: Gengið á reka,
12 fornleifaþættir, Akureyri, 1948.
Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé úr heiðnum
sið á Íslandi, 3. útgáfa, ritstjóri Adolf
Friðriksson, Reykjavík, 2016.
Lemm, Thorsten „Maskendarstellungen der
Wikingerzeit“, Offa LXI-LXII (2004/2005).
Petersen, Jan: Vikingatidens smykker,
Stavanger, 1928.
Schetlig, Håkon: „Fortegnesle over de til Bergens
museum i aarene 1898-1900 indkomne sager
ældre end reformationen", Bergens Museums
Aarbok 1904, 6. hefti.
Árósar víkingingurinn, einn af sex slíkum steinum
með myndum af vættum, sem fundist hafa
í Danmörku og varðveittir eru hjá Moesgård safninu
í Árósum. Ljósmynd: Mosegaard Museum.
Uppspuni er fjölskyldurekin
smáspunaverksmiðja sem framleiðir
fjölbreyttar tegundir af garni úr eigin ull.
Kynnið ykkur úrvalið á uppspuni.is
bæði augun ósködduð ólíkt því sem við
tengjum við Óðin, sem gaf annað augað
til að fá að súpa af Mímisbrunni. Engin
skýr vísbending er heldur um að þetta
eigi að vera Þór, eða annar guð sé út í
það farið. Önnur tilgáta er að veran eða
verurnar á kingunni séu fremur einhvers
konar vættir. Þær eiga sér nefnilega
skyldmenni á dönskum myndasteinum,
m.a. hinum kunna Árósarvíkingi frá Dan-
mörku.7 Telja menn þá sennilegt að menn
hafi borið kinguna sér til happs og vernd-
ar. Ekki er þó búið að bíta úr nálinni með
það enn hver tilgangur kingunnar hefur
verið. En víst er að þetta er snotur hlutur
sem lætur kannski ekki mikið yfir sér,
en hefur mögulega geymt mikla krafta
í huga þeirra sem báru hann um hálsinn.
4 Kristján Eldjárn; 2016, bls. 440.
5 Kristján Eldjárn; 1948, bls. 71-82; Petersen, Jan; 1928, bls. 141-142; Schetlig, Håkon; 1904, bls. 26 & Lemm,
Thorsten; 2005, bls. 320-321.
6 Lemm, Thorsten; 2005, bls. 320-321.
7 Hardt, Nils & Michaelsen, Karsten; 1991, bls. 5.