Hugur og hönd - 2021, Page 23
23HUGUR OG HÖND 2021
vefnaðarkennara í Húsmæðraskólanum
á Hallormsstað, sem kom út árið 1948.
Einnig eru í gagnagrunninum vefnaðar-
munstur eftir Sigríði Jóhannsdóttur veflista-
konu, sem gaf Textílmiðstöðinni hluta af
sínum náms- og kennslugögnum í vefnaði,
og einnig hluti af náms- og kennslu-
gögnum í vefnaði í eigu greinarhöfundar.
Hugmyndin að verkefninu kviknaði strax
árið 2013 þegar Aðalbjörg Ingvadóttir,
síðasta skólastýra Kvennaskólans
á Blönduósi, sýndi greinarhöfundi hluta
gagnanna sem verkefnið byggir á. Það
var hins vegar ekki fyrr en þremur árum
síðar að farið var að skoða skrásetningu
og flokkun á þessum gögnum til að
sjá hvort eitthvað væri hægt að nýta
þau. Ljóst var að umfang gagnanna var
mikið og bæði flókið og seinlegt verk að
koma þeim á stafrænt form til þess að
þau gætu komið að notum, en fljótlega
kom upp sú hugmynd að koma þeim
fyrir í rafrænum gagnagrunni. Það var
einnig ljóst að Textílmiðstöðin hefði ekki
bolmagn til að sjá ein um að skrásetja
og koma upp gagnagrunni í vefnaði.
Til að svo mætti verða var ákveðið að
sækja um styrk úr Tækniþróunarsjóði
Rannís í byrjun árs 2017. Textílmiðstöðin
fékk rannsóknarstyrk til þriggja ára
úr sjóðnum og var greinarhöfundur,
Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllista-
maður og vefnaðarkennari, ráðin sem
verkefnisstjóri. Þekkingarsetrið tók á
sama tíma ákvörðun um að festa kaup
á stafrænum vefstól, svokölluðum TC2
eða Thread controller 2 vefstól sem er
hannaður og smíðaður af Tronrud Engi-
neering í Noregi. Fljótlega kom fram sú
hugmynd að tengja saman á einhvern
hátt vefnaðargögnin sem komin voru
yfir á stafrænt form og nýja stafræna
vefstólinn.
Skráningarferlið var bæði seinlegt og
krafðist mikillar nákvæmni en alls tókst
að koma um 1500 vefnaðarmunstrum
eða bindimunstrum á tölvutækt form.
Mun meira er til af gögnum sem enn
á eftir að greina, en ákveðið var að
leggja áherslu á að skrásetja elstu
og viðkvæmustu gögnin og koma
þeim síðan í forvörslu í þar til gerðum
sýrufríum öskjum. Þetta voru öll gögn
Guðrúnar og Sólveigar.
Aðstoðarmenn verkefnisstjóra voru tveir,
Cornelia Theimer Gardella veflistakona
og ljósmyndari og Guðbjörg Þóra
Stefánsdóttir hönnunarnemi í Central
Saint Martins í London. Cornelia starf-
aði við verkefnið öll árin en Guðbjörg
Þóra starfaði eingöngu allt síðasta
styrkárið, 2019-2020. Strax var ákveðið
að ljósmynda öll frumgögnin og sá
Cornelia um þá vinnu og í dag eru til yfir
4000 ljósmyndir af frumgögnunum hjá
Textílmiðstöð Íslands. Þetta eru allar vefn-
aðarprufur, handunnin vefnaðarmunstur
og uppskriftir fyrir vefnað, en einnig
allir textar sem gögnunum fylgja. Hún
sá einnig um að þýða allar uppskriftir
sem í gagnagrunninum eru yfir á ensku.
Verkefnisstjóri og Guðbjörg Þóra sáu að
mestu leyti um að vefa nýjar frumgerðir
í TC2 vefstólnum, þar sem notuð voru
munstur úr gagnagrunninum til að
vinna nýjar útgáfur af þeim í stafrænum
vefnaði. Einnig sáu þær um að koma
öllu efni inn á sjálfan gagnagrunninn og
sömdu íslenska skýringartextann.
Á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands
má finna allar upplýsingar um þá starf-
semi sem þar fer fram og hvernig nýta
megi gagnagrunn í vefnaði en vefslóðin
er: https://www.textilmidstod.is/ og/eða
https://gagnagrunnur.textilmidstod.is/is/
vefnadur
Vefnaðarprufa sem unnin var í nýja stafræna
vefstól Þekkingarsetursins, byggð á gömlu munstri
úr rafrænum gagnagrunni Textílmiðstöðvarinnar.
Ljósmynd: Katrín Lilja Ólafsdóttir.