Hugur og hönd - 2021, Page 24
24 HUGUR OG HÖND2021
FERSKAR VIÐARNYTJAR
Í HANDVERK
ÓLAFUR ODDSSON
Trjágróður í görðum, við sumarhús og
á skógræktarsvæðum er nærtækur
efniviður í handverk. Á Norðurlöndum er
sterk hefð fyrir slíkum nytjum en hér á
landi hefur hefðina skort. Á síðustu árum
hefur áhugi á tálgun og ferskum viðar-
nytjum aukist og þróast meðal hand-
verksfólks og í skólastarfi. Þá þróun
má m.a. rekja til námskeiðanna Lesið í
skóginn – tálgað í tré og Lesið í skóginn
með skólum sem hafa þann tilgang
að flétta saman skógarhirðunytjum og
sköpun í tréhandverki með aðferð þar
sem hnífar og axir eru helstu verkfærin.
TÁLGAÐ Í FERSKAN VIÐ
Takmörkuð þekking og fáar hefðir eru
til staðar hérlendis sem geta stutt við
handverksmenningu á sviði sjálfbærra
„grænna viðarnytja“. Að sækja ferskan
við sem efni í handverk út í skóg eða
garð, samhliða því sem umhirðu og grisjun
trjánna er sinnt, þótti lengi framandi hér
á landi. Um er að ræða skógaruppeldis-
lega nálgun sem byggir á að auka
þekkingu og skilning á skógarvistfræði-
legum þáttum sem enda með gerð
minjagripa til sölu, nytjahluta til notkunar
á heimilinu eða til gjafa.
Að vinna með ferskan við hefur ýmsa
kosti. Hann er mjúkur og léttur að tálga
og fer vel með bitið í áhöldunum og hentar
því ólíkum aldri og getustigi. Viðurinn
er rakur og lyktar vel og auðvelt er að
greina milli trjátegunda. Allt þetta gerir
það að verkum að auðvelt reynist að
„komast í samband“ við þennan efnivið.
LESIÐ Í SKÓGINN – TÁLGAÐ Í TRÉ
Við Guðmundur Magnússon, smiður
og kennari á Flúðum, settum saman
námskeiðin Lesið í skóginn fyrir tveimur
áratugum. Þau byggja á öruggu hnífs-
brögðunum sem Guðmundur tileinkaði
sér á námskeiði hjá sænska heimilis-
iðnaðarfélaginu í Sätergläntan laust fyrir
aldamótin 2000. Aðferðin er andstæð
almennum tálguhefðum á Íslandi að því
leyti, að með henni er aldrei beitt afli
með hendinni sem heldur á hnífnum
heldur er hin höndin látin gefa aflið
hvort sem tálgað er að eða frá. Þessi
tækni gerir tálgunina örugga, nákvæma,
afkastamikla og líkamlega létta. Á
námskeiðunum er lögð rík áhersla á að
verkfærin bíti vel og að þátttakendur
læri að brýna þau og viðhalda bitinu,
þ.e. „missi ekki bitið frá sér“. Brýningar-
fjöl úr viði, slípimassar og demantsbrýni
er allt sem þarf, auk þess að tileinka sér
réttu handtökin við brýninguna. Beitt
áhöld eru hættuminni en bitlítil, er sagt.
Við val á trjátegundum fyrir byrjendur
er oftar en ekki sóst eftir tegundum
sem auðvelt er að æfa sig á og vinna úr
frumgerðir gripa. Viðartegundin þarf að
vera létt að tálga, kvistalítil og hafa vaxið
við góðar aðstæður þannig að kjarninn
sé sem næstur miðjunni. Vinsælustu trjá-
tegundirnar í byrjendakennslu eru víðir,
ösp, birki, selja, fura og elri. Fyrsta grein-
in er eingöngu til að æfa tæknina en sú
næsta til að æfa sig í að búa til munstur
og skraut og má nýta hana til að skreyta
gripi síðar meir eða sem sýnishorn.
Að lesa í viðinn utan frá er mikilvægt.
Koma má auga á kvisti sem leynast í
viðnum og læra um leið að velja rétta
bútinn í einstaka gripi s.s. bolla, ausur og
krúsir. Þar eru kvistir óæskilegir og eyði-
leggja jafnvel notkunargildi gripanna.
Kvistirnir koma stundum ekki í ljós fyrr
en gripurinn er full tálgaður en kvisti
og viðargæði má rekja til fyrri umhirðu
trjánna og ólíkra einkenna þeirra.
Í sum verkefni hentar að kljúfa viðinn.
Þetta er gert til þess að nýta styrkinn
í viðnum, en hann byggist upp þegar tréð
sveiflast fram og til baka í vindi. Við það
verður til svonefndur þan/tog viður sem
hefur til að bera styrk og slitþol. Dæmi um
gripi sem eru þunnir en þurfa jafnframt
að vera sterkir eru t.d. smjörhnífar og
sleifar. Efni í þá er því gott að kljúfa eftir
viðaræðunum, sem liggja langsum í trénu.