Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 2021, Qupperneq 31

Hugur og hönd - 2021, Qupperneq 31
31HUGUR OG HÖND 2021 VEFARI, TEBÓNDI OG KENNARI UM HÓLMFRÍÐI BJARTMARSDÓTTUR GUÐRÚN HADDA BJARNADÓTTIR Hólmfríður Bjartmarsdóttir er fædd á Sandi í Aðaldal árið 1947. Hún starfaði sem myndmenntakennari og tebóndi en er sem stendur „bara“ vefari. Þegar hún er spurð hvaða starf hafi verið skemmtilegast segir hún: „Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða bóndi, málari og söngvari. Ég varð þetta allt. Málarinn kenndi myndmennt í 30 ár og myndlýsti barnabækur fyrir skáld í sveitinni. Söng- varinn söng í kirkjukórnum álíka tíma og bóndinn bjó með refi, naut og jurtate.“ Ritnefnd bað Hólmfríði að segja frá lífi sínu og áhugamálum. „Að alast upp í sveit um miðja síðustu öld var skemmtilegt. Á vorin voru lömbin og varpið. Æðarvarp, kríuvarp, andavarp. Það var svo mikið varp að þó við skildum fimm egg eftir hjá önd, bárum við heilu föturnar heim. Við heyjuðum með orfi og ljá, hrífu og hestum. Það var gaman sem og að leggja net og taka upp á kyrrum morgnum og spennandi í roki. En það var ekki síður gaman á veturna að renna sér á skautum í tunglsljósi og horfa á stjörn- urnar, sem sáust betur þá, á undan sam- keppni rafljósanna. Sömuleiðis að gefa í gripahúsum í skammdeginu, við birtu frá einni lukt og ekkert hljóð nema jórtrið í skepnunum. Ég lærði að mjólka, hreinsa æðardún, kljúfa tað, og flest varðandi heyskap en netagerð var ég ekki búin að læra þegar við fluttum. Þessi vinnubrögð hafa áhrif alla ævi. Hannyrðir voru ekki fyrir mig. Dugði helst til að vinda og rekja upp og sú þolinmæði hefur reyndar gagnast mér í vef. Samt var skemmtilegt að dunda þegar ekki var hægt að vera úti. Ég bleytti umbúðapappír í olíu og dró upp myndir. Olían var til að gera hann Svandís. Ljósmynd: Hólmfríður Bjartmarsdóttir.

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.