Hugur og hönd - 2021, Síða 32
32 HUGUR OG HÖND2021
gegnsæjan. Þegar hann þornaði lagði ég
pappírinn yfir myndina sem ég ætlaði að
kópera og dró upp með blýanti. Síðan
lagði ég pappírinn á hvítan pappa og fór
ofan í línurnar með bandprjóni. Þannig
þrykkti ég myndina aftur og aftur.
Stundum litaði ég bakhliðina með vaxlit
til að þrykkið sæist betur en oftast sást
línan bara vel í mjúkum pappa eins og t.d.
utan af sápu. Ég átti heilu kúahjarðirnar
úr pappa, fjárhópana og hrossastóðin
teiknuð upp úr Búnaðarritinu, dúkkulísur
eftir tískublöðum og ljósálfa. Einu sinni
fór ég út í garð með álfana og raðaði
þeim í rauða túlípana sem stóðu þar í
röð. Það er eftirminnilegasta verk sem
ég hef gert. Ég prjónaði þvottapoka
9 ára, saumaði púðaborð 12 ára, en
hvorugt þótti glæsilegt. Mamma prjónaði
mikið, líka á prjónavél og saumaði á
handsnúna saumavél á nóttunni. Af henni
lærði ég að nóttin er löng. Öll föt voru
heimaunnin á sjö börn. Hún sneið frí-
hendis og saumaði upp úr gömlu. Gamlar
peysur voru raktar upp því ekkert garn
var svo slakt að það dygði ekki í sokka.
Hún spann lopa og litaði. Ég fékk oft að
lita leggina mína í pottinum með garninu.
Ömmusystir mín Matthildur jurtalitaði.
Það fannst mér merkilegt.“
SKÓLAMENNTUN
„Farskólinn var í stofunni hér heima, þrjá
mánuði á vetri. Við byrjuðum 9 ára. Þá
gistu alltaf krakkar og það varð stundum
hamagangur. Einu sinni stal liðið lökum
af snúrunum að nota í draugaleik og
ataði þau út í drullu og maurildum. Þá var
húsfreyja reið. Hún þvoði á bretti. Oftar
vorum við samt þæg og fórum í Fallin
spýta eða Þyrnirós. Þar æfðum við hliðar
saman hliðar, sem er grunnurinn undir
gömlu dansana. Stundum kváðumst við á
og þurftum engan lampa. Þetta var góður
skóli. Við fluttum suður áður en ég fermd-
ist en þar var skólakerfi sem mér líkaði
ekki. Ég var of sveitó til að falla í hópinn
og fannst námið droll. Í bekknum voru 33
og allir með skólaleiða. Þau voru búin að
vera sex sinnum níu mánuði á skóla en
ég fjórum sinnum þrjá. Þau notuðu allt
sem þau gátu til að lífga upp tilveruna.
Móast, snúa út úr fyrir kennaranum og
stríða. Ég neitaði þátttöku í skipulögðum
mótþróa og var sett í bann. Það var ágæt-
is nám í úthaldi í þrjósku, en sem betur
fer fékk ég að fara í Laugaskóla þriðja
veturinn, svo ég varð ekki endanlega
mállaus. Þar var fínt að vera. Ég fékk
herbergisfélaga, þvoði af mér, sá um
herbergið okkar, skúraði kennslustofur
og hjálpaði í eldhúsinu. Eftir það fór ég
í Handíðaskólann [síðar Myndlista- og
handíðaskóli Íslands].
Mamma vildi að við stelpurnar færum
í starfsnám, ef við skyldum ekki giftast.
Elstu systur mínar fóru í Kennaraskólann.
Ég var ekki eins góður námsmaður og
þær en ég hafði farið á unglinganámskeið
í Handíðaskólanum og líkað vel.
Eftir forskólann þar var ætlunin að ég
tæki teiknikennaradeildina en var þá
komin með áhuga á öðru. Það kom til af
því að til skólans kom skoskur kennari,
James Langan minnir mig hann hafi
heitið. Hann kenndi bara eina önn,
myndvefnað og steingler. Ég féll fyrir
hvoru tveggja. Hefði helst viljað fara
til Skotlands að læra gler en foreldrum
mínum fannst það dýrt og ég var léleg
í ensku. Ég fór í vef ásamt Hildi Hákonar
og kláraði námið 1967 en tók kennslu-
réttindin seinna.“
KENNSLA OG SÝNINGAR
„Mér fannst kennslan skemmtileg.
Ég kenndi fyrst í Njarðvík og svo á
Hafralæk í Aðaldal. Ég hélt nokkur
námskeið í myndvef og kenndi hann í
skólanum í myndmenntinni. Vefur var
mitt tómstundagaman, en búskapur,
útivinna og börn taka tíma svo afköstin
urðu lítil. Ég var um tíma í Textílfélaginu1
og tók þátt í samsýningum. Eftir að ég
flutti norður sýndi ég í Safnahúsinu [á
Húsavík] með vinum, oftast Oddnýju
Magnúsdóttur. Einu sinni drifum við okkur
á Kópasker með sýningu. Svo tók ég
þátt í samsýningum á Akureyri og tvisvar
fór ég suður. Fyrst í kynningarhorni
[Gallerís] Foldar og seinna á Gallerí
Bar með Guðmundi bróður sem sýndi
ljósmyndir. Í fyrra sendi ég myndir á sam-
sýningu erlendis sem var skemmtilegt.
1Fagsamtök stofnuð árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar MHÍ ásamt starfandi textíllistamönnum.
Víknafjöllin. Ljósmynd: Hólmfríður Bjartmarsdóttir.