Hugur og hönd - 2021, Síða 35
35HUGUR OG HÖND 2021
Elsti skautbúningur með lagi Sigurðar
Guðmundssonar málara sem enn er
til var saumaður af Sigurlaugu Gunnars-
dóttur í Ási í Hegranesi. Þessi búningur
er á fastasýningu Þjóðminjasafnsins og
um hann eru ágætar heimildir, bæði
í bókum og í bréfum Ólafs Sigurðssonar,
eiginmanns Sigurlaugar, til frænda síns
Sigurðar málara. Svona lýsir Ólafur konu
sinni í fyrsta sinn sem hún bar búninginn
í brúðkaupi Sigríðar Ólafsdóttur Briem og
sr. Davíðs Guðmundssonar 19. júní 1860:
… og byrtist hún nú í öllu þessu stássi
í brullaupi hans í fyrra dag, því hún var
þá búin með fötin, en fékk fallegt belti
að láni; svart slör hafði hún yfir fald-
inum, og halda allir það tilhliðilegra
einkum fyrir konur. (Bréf ÓS til SG,
21. júní 1860.)
Í bréfunum kemur fram að búningur
Sigurlaugar var unninn undir handleiðslu
Sigurðar málara sem sendi bæði fyrir-
sagnir og uppdrætti og var henni einnig
innan handar um aðdrætti til verksins.
Brúðguminn í ofannefndu brúðkaupi
virðist t.d. hafa fært Sigurlaugu faldinn
tilbúinn frá Sigurði (Æsa Sigurðardóttir
2008:44-47).
Búningur Sigurlaugar er einstaklega
fallegur, réttnefndur „einstakt stáss“.
Hér verður sagt frá nýrri endurgerð af
þessum búningi sem Ingibjörg Ágústs-
dóttir hefur lokið við, með dyggri
liðveislu klæðskerameistaranna Oddnýjar
Kristjánsdóttur og Jófríðar Benjamíns-
dóttur og Indu Dan Benjamínsdóttur
balderingarmeistara. Nokkrar breytingar
hafa orðið á útfærslu á skautbúningi
Sigurðar málara á ríflega einni og hálfri
öld síðan hann kom fyrst fram, en Ingi-
björg tók þann kostinn að fylgja uppruna-
lega búningnum eins vel og nokkur vegur
var. Smávægilegar breytingar voru samt
óhjákvæmilegar eins og hér verður rakið.
Samfella Sigurlaugar er saumuð úr svörtu
klæði, með blómstursaumuðum bekk
sem kenndur er við Býsans en mynstrið
er á „Gulu blöðunum“ svokölluðu (nr. 29).
Á Þjóðminjasafni er prufa af bekknum
sem Sigurlaug sendi Sigurði málara en
samvinna þeirra hefur verið náin. Ekki er
ljóst hvaða útsaumsgarn Sigurlaug notaði
í blómstursauminn á þessari samfellu
en fjórum árum síðar lauk hún við annan
skautbúning sem nú er á Byggðasafni
Skagfirðinga í Glaumbæ og þar notaði
hún svokallað siffrugarn (Zephyrgarn).
Þar er mynstur og litir líka mjög með öðru
móti en í fyrri búningnum, ekki blómstur-
saumað heldur skatterað og saumað
með mislöngum sporum. Áhugavert er
að bera þessa tvo búninga Sigurlaugar
saman til þess að skoða þróunina en
ágætar myndir af báðum búningunum
eru í Sarpi ásamt góðum lýsingum.
Samfella Ingibjargar er að öllu leyti
saumuð með sama lagi og upprunalegi
búningurinn og frávik eru smávægileg,
t.d. í skófóðri, auk þess sem ullarefnið
er dálítið léttara. Meira að segja stærðin
er býsna svipuð; síddin hjá Sigurlaugu
er 105,5 cm en 102 cm hjá Ingibjörgu.
Þá eru smávægilegar breytingar á lit
í útsaumnum, eins og liggur í hlutarins
eðli með jurtalitað band.
Sigurlaug saumaði einnig möttul með
lagi Sigurðar (sjá mynd af búningi
hennar) en á honum er líka blómstur-
saumaður bekkur með Býsansmynstri,
sjá „Gulu blöðin“ nr. 29. Möttlar með
þessu lagi urðu aldrei almennir en
fallegir eru þeir og Sigurlaug mun hafa
saumað annan möttul af þessu tagi við
búninginn í Glaumbæ. Munurinn á möttli
Ingibjargar og þeim upprunalega er að
blómstursaumsbekkurinn er saumaður
yfir saumfarið á bakinu hjá Ingibjörgu en
ekki á möttli Sigurlaugar og svo er fóður
Ingibjargar afskaplega fallegt grænt
ullarefni en í upprunalega möttlinum
er fóðrið heldur ljótt. Báðum möttlum
er lokað með fallegri svartri silkisnúru.
Á treyju Sigurlaugar er baldering með
mynstri frá Sigurði og eru borðarnir
balderaðir beint á ullina: „ónafngreindur
laufaviður … á ólögðum treyjubörmunum,
baldýraður með hvítum vírþræði“ (Elsa E.
Guðjónsson 1994:118). Eftir því sem best
er vitað finnst slíkt verklag í balderingu
ekki á öðrum búningum; þar er alltaf
balderað á flauel. Það er athyglisvert að
OG BYRTIST HÚN NÚ
Í ÖLLU ÞESSU STÁSSI
UM SKAUTBÚNINGA SIGURLAUGAR Í ÁSI
OG INGIBJARGAR ÁGÚSTSDÓTTUR
KRISTÍN BJARNADÓTTIR
„…
…“