Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Page 39

Hugur og hönd - 2021, Page 39
39HUGUR OG HÖND 2021 KARÓLÍNA NO. 9 LÁRA MAGNEA JÓNSDÓTTIR Lára Magnea Jónsdóttir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1989. Að námi loknu hóf hún störf í versluninni Íslenskur heimilis- iðnaður í Fálkahúsinu í Hafnarstræti þar sem hún vann á árunum 1990-1995. Þar var hún deildarstjóri garndeildar sem seldi m.a. gömul íslensk munstur, gamla góða kambgarnið og ullarjavann margfræga. Alla tíð síðan hefur Lára Magnea haft óslökkvandi áhuga á gömlum íslenskum munstrum og útsaumi og greip því tækifærið þegar henni bauðst að taka að sér að endurhanna munstur Karólínu Guðmundsdóttur í tilefni af sýningunni Karólína vefari. Þess má til gamans geta að þær Karólína og Lára Magnea eiga það sameiginlegt að hafa báðar gegnt embætti formanns Heimilisiðnaðarfélagsins, sú fyrrnefnda á árunum 1923-1927 en sú síðarnefnda árin 2007-2009. Munstur númer 9 frá vefstofu Karólínu. Ljósmynd: BSS/Margrét Björk Magnúsdóttir.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.