Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Síða 41

Hugur og hönd - 2021, Síða 41
41HUGUR OG HÖND 2021 TÖFRAR HÖNNUN: ÁSTÞRÚÐUR SIF SVEINSDÓTTIR Plötulopi A. Hvítur 0001 - 200 (200, 250, 300, 300) gr B. Ljósmóleitur 1038 – 100 gr (notaður í stroff og töfralopa) C. Töfralopi: (sjá aðferð) Hér er tilvalið að notast við afganga, en ég notaði eftir- farandi liti: 2023 létt blúsblár, 1423 ljósgræn samkemba, 1425 bleikur, 2028 himinroði, 0003 ljósljósmórauður, 1030 ljósmórauður, 1026 fölgrár og 1038 ljósmóleitur (B) - 100, (100, 100, 200, 250) gr í allt. Hringprjónar nr 5½ og 8 mm, 80 cm Sokkaprjónar nr 5½ og 8 mm Stoppunál fyrir lykkjuspor og frágang 10 x 10 cm = 12 L og 18 umf slétt prjón á prjóna nr 8 mm með tvöföldum plötulopa. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf. Peysan er prjónuð úr tvöföldum þræði af plötulopa, einum þræði af einlitum og einum þræði af litaskiptum. Peysan er prjónuð fram og til baka með sléttprjóni, en ermarnar eru pjónaðar í hring. Fyrst er bolur prjónaður upp að handvegi og ermar sömuleiðs. Þá eru lykkjur fyrir handveg settar upp á band eða nælu og lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón. Axlarstykki, ermar og V-hálsmál eru síðan mótuð með laskaúrtökum og úrtökum í hálsmáli. Við hálsmál eru tvær stuttar umferðir til að fá hækkun á baki. Listi að framan og við hálsmál er prjónaður í einu lagi og eru teknar upp lykkjur og prjónað stroff. Peysuna er hægt að nota bæði frá réttu og röngu og er endum nuddað saman við litaskiptin til að losna við að ganga frá endum. Í lokin er saumað lykkjuspor meðfram listanum bæði að innanverðu og utan til að fá fallegri frágang þar sem lykkjurnar voru teknar upp við listann. Töfralopi = litaskiptur lopi: Raðið öllum litum C fyrir framan ykkur og byrjið á að vefja upp í hnykil. Vefjið upp úr plötunum til skiptis frá einum lit yfir í næsta og slítið á milli. Flakkið á milli lita óreglulega og vefjið mismikið af hverjum lit, til að ná fram flæði í litasamsetningu. EFNI PRJÓNFESTA AÐFERÐ Yfirvídd: Lengd á bol að handvegi: Ermalengd: XS 95 42 42 S 105 44 42 M 115 46 42 L 125 48 41 XL 138 50 41 CM CM CM STÆRÐIR

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.