Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Side 42

Hugur og hönd - 2021, Side 42
42 HUGUR OG HÖND2021 Það er ekkert rétt eða rangt í þessu og hver peysa verður einstök. Ég byrja á að útbúa einn hnykil fyrir bol og tvo eins hnykla fyrir ermar til að hafa litaskiptin svipuð á ermum. Ég mæli með að hafa hnyklana ekki of stóra, frekar að vefja upp fleiri þegar vantar, þá er auðvelt að bæta inn þræði ef manni sýnist svo. Ég nudda svo endunum saman jafn óðum og ég prjóna. Stuttar umferðir: Til eru margar aðferðir við að prjóna stuttar umferðir og um að gera að nota sína uppáhalds aðferð. Hér er notast við German short rows, sjá leiðbeiningar á YouTube. https://www.youtube.com/watch?v=Hi8oS2G50O8 Fitjið upp 108 (120,132, 144, 160) L með litum AB á hringprjón nr 5½. Prj stroff: 1. Umf (rangan) 1 L sl *2 L br, 2 L sl*, 2 L br, 1 L sl. 2. Umf (réttan) 1 L sl, *2 L sl, 2 L br*, 3 L sl, alls 6 cm. Skiptið yfir í sléttprjón og prjóna nr 8 og lit AC. Prjónið bolin áfram fram og til baka, slétt á réttunni og brugðið á röngunni (ath. munið að prjóna alltaf fyrstu og síðustu lykkjuna í hverri umferð slétt = kantlykkja). Prj sl þar til bolur mælist 32 (34, 36, 38, 40) cm, endið á brugðinni umferð. Nú hefst úrtaka fyrir V-hálsmáli Prjónið 1 L (kantlykkja), prj 1 L, prj 2 L sl saman til vinstri, prjónið slétt þangað til 4 L eru eftir af umferðinni, prjónið 2 L slétt saman til hægri, prjónið 1 L, prjónið síðustu lykkjuna (kantlykkja). Prjónið 3 umferðir án úrtöku. Endurtakið þessar 4 umferðir 3 sinnum í viðbót =>16 umf, endið á umferð frá röngu. Þá á bolurinn að mælast um 42 (44, 46, 48, 50) cm Leggið bolinn til hliðar og prjónið ermar (ath. haldið er áfram að prjóna úrtökur við V-hálsmál þegar búið er að sameina ermar og bol). Fitjið upp 32 (32, 32, 36, 36) L með lit AB á sokkaprjóna nr 5½. Tengið saman í hring og prj stroff *2 L sl, 2 L br*, alls 5 cm. Skiptið yfir á prj nr 8 og lit AC, prjónið slétt. Aukið út um 2 L í 5 hverri umferð á miðri undirermi (1 L eftir fyrstu lykkju og 1 L fyrir síðustu lykkju í umf ) alls 6 (7, 9, 8, 9) sinnum => 44 (46, 50, 52, 54) L. Prj án frekari útaukninga þar til ermi mælist 40 (42, 42, 41, 41) cm frá uppfitjun (ath. ermin er óvenju stutt vegna þess að laskinn er langur). Setjið 6 L undir miðri ermi á aukaband/nælu => 38 (40, 44, 46, 48) L. Sameinið bol og ermar frá réttuni þannig: Með lit AC og hringprjón nr 8 prj 1 L (kantlykkja), prj 1 L, 2 L saman (til vinstri), prj 16 (19, 22, 25, 29) L af bol, setjið 6 L á aukaband/nælu, setjið PM1, prj fyrri ermina 38 (40, 44, 46, 48) L, setjið PM2, prj 45 (54, 60, 66, 74) L af bol, setjið 6 L á aukaband/nælu, setjið PM3, prj seinni ermi 38 (40, 44, 46, 48) L, setjið PM4, prj 16 (19, 22, 25, 29) L, pr 2 L saman (til hægri), prj 2 L, (1+kantlykja) => 159 (178,198, 214, 228) L. Prj 3 umferðir án úrtöku. Laski Prjónið laskaúrtökur við prjónamerkin á eftirfarandi hátt: *Prjónið slétt þar til 3 L eru eftir að PM, prjónið 2 L sl saman (til hægri), prj 1 L, færið merkið, pr 1 L, prj 2 L sl saman (til vinstri)*. Endurtakið frá *-* út umferðina. (ath úrtakan fyrir V- hálsmáli er prjónuð áfram í 4. hverri umferð frá réttu eins og áður) Endurtakið laskaúrtökur frá réttunni með þessum hætti: BOLUR ERMAR AXLASTYKKI

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.