Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Side 45

Hugur og hönd - 2021, Side 45
45HUGUR OG HÖND 2021 UM BÓKINA ÍSLENSKIR VETTLINGAR GUÐRÚN HANNELE HENTTINEN Bókin Íslenskir vettlingar kom út í lok nóvember árið 2020 eftir að hafa verið í vinnslu í nokkur ár. Bókina vann ég í hjáverkum ásamt því að reka garn- verslunina Storkinn og kenna prjón á námskeiðum þar og víðar. Mér fannst vettlingabókin vera orðið mitt hliðarsjálf því á tímabili fór allur minn frítími í vinnu við hana. Ýmislegt varð til að tefja ferlið, en eftir á að hyggja valdi ég heldur ekki einföldustu leiðina. Vettlingar hafa átt hug minn allan um árabil. Ég hef safnað vettlingum, bæði íslenskum og frá öðrum löndum, og kennt vettlingaprjón á námskeiðum. Hug- myndin kviknaði vegna eftirspurnar eftir vettlingauppskriftum á íslensku. Vettlinga- prjón er vinsæl iðja á Íslandi og þörfin því skiljanleg. Víða á minjasöfnum um land allt leynast vettlingar sem marga hefur langað til að prjóna. Þess vegna lá beint við að reyna að gera einhverjar af þessum gersemum aðgengilegar. HEIMILISIÐNAÐARSAFNIÐ Á BLÖNDUÓSI Það var ekki tilviljun að Heimilisiðnaðar- safnið á Blönduósi varð fyrir valinu. Ég hafði skoðað það safn oftar en önnur, því góð vinkona mín bjó þá á svæðinu, sem ég heimsótti reglulega. Safnstýran tók vel í hugmynd mína um að taka fyrir úrval af vettlingum safnsins og gefa út í vettlingabók. En málið vandaðist þegar kom að því að velja því vettlingaúrvalið var mikið og fallegt. Leiðarljósið mitt var að sýna fjölbreytileikann í íslenskum vettlingum; ólík mynstur, ólíkar útfærslur og ólíka nálgun í prjóni. Þetta vinnuferli er búið að vera mjög góður skóli og úrvalið í bókinni sýnir að hægt er að fara mismunandi leiðir í vettlingaprjóni. VETTLINGARNIR Valin voru 25 vettlingapör og hver vettlingur talinn út, teiknaður upp og, það sem skiptir miklu máli, aðlagaður að nýrri prjónfestu. Eins og gefur að skilja voru margir upprunalegu vettlinganna prjónaðir úr mjög fíngerðu ullarbandi, oft handspunnu. Viðmiðið í bókinni er að alla vettlingana megi prjóna með 2 mm og 2,5 mm prjónum. Ég gaf mér að fínband væri sá grófleiki sem passaði fyrir vettlingana og að flestir prjónarar myndu ekki hafa áhuga á að prjóna úr fínna bandi en það. Til að aðlaga mynstr- in að nýrri prjónfestu þurfti að breyta mynstrunum aðeins á nokkrum stöðum. Við hverja uppskrift er sýnd mynd af upprunalegu vettlingunum í bókinni. Þá er einnig sýnd hugmynd að nýju litavali. ÓLÍK PRJÓNTÆKNI Prjóntæknileg atriði geta verið ólík þegar vettlingarnir eru bornir saman. Sá hluti sem umlykur úlnliðinn er annað hvort stroff eða stofn. Stroff er prjónað með stuðlaprjóni sem dregst saman. Nokkrar útgáfur eru af því; mismunandi fjöldi sléttra og brugðinna lykkja, sléttu lykkjurnar prjónaðar snúnar (aftan í lykkjubogann), með mynsturbekk inn á milli eða með litaröndum. Stofninn getur verið með mynsturbekk í slétt- prjóni eða mismunandi útgáfum af rósastrengsprjóni. Þumlarnir eru flestir íprjónaðir, enda algengasta aðferðin í vettlingaprjóni. En margir eru með þumaltungu, lófamegin eða frá hlið og ýmist með eða án fleygs fyrir aftan þumal. Þá eru úrtökur á vett- linga- og þumaltotum ólíkar. Flestir vettlinganna eru með tvíbanda- prjóni, annað hvort bæði á stofni og belg eða eingöngu á belg. Það eru tvö einlit pör með útprjóni á handarbaki; skeljamynstri og páfuglamynstri. Þá eru tvennir fingravettlingar, aðrir með þumaltungu og hinir án. Einir vettlingar voru valdir vegna þess að á handarbaki er áttablaðarós sem er prjónuð með aðferð sem er blanda af myndprjóni og tvíbandaprjóni. Enn aðrir vettlingar voru valdir af því að þeir eru prjónaðir frá hlið. Þannig að vettlingarnir sem rötuðu í bókina voru valdir til að spanna, ekki bara fjölbreytileika í fegurð íslenskra vettlinga, heldur einnig í prjóntæknilegri áskorun. Ef einhver tekur sig til og prjónar sig í gegnum bókina þá yrði það ferli lærdómsríkt og langt í frá einsleitt. Prjóntæknikafli er fremst í bókinni þar sem farið er í garn, áhöld og aðferðir. Bókin Íslenskir vettlingar kom út í nóvember 2020 og hefur að geyma uppskriftir að íslenskum vettlingum frá 19. og 20. öld, sem varðveittir eru á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Ljósmynd: Magna Rún Rúnarsdóttir.

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.