Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Síða 4
VÍKINGUR S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð 4. tbl. 2008 70. árgangur. Verð í lausasölu kr. 890 Gleðileg jól! Snæfellið í sprengjuregni Þar missti Nelson handlegginn Kvótinn, aflaheimildir og Hafró Að vera refur Íslensku skipin í Afríku Flóðbylgjan Efnis-yfirlit Á forsíðunni er verðlaunamyndin, Landfastur, sem Guðmundur Birkir Agnarsson tók. 6 8 16 38 27 Í leiðara mínum í 2. tölublaði Víkingsins í maí sl. sem ég nefndi „Mótbyr“ varaði ég mjög eindregið við þeirri hættulegu stöðu sem mér fannst á þeim tíma blasa við m.a. með eftirfarandi setningum: „Þetta vorið bregður svo við í fyrsta skipti í langan tíma að ansi hreint dökkar og drungalegar blikur eru á lofti í lífi okkar og tilveru. Fjölfatlaður gjaldmiðill, vaxandi verðbólga, verðtrygging lána, hæstu vextir í veröld- inni og ört vaxandi fjöldi þeirra sem ekki ná að standa í skilum með sínar skuldbindingar, allt eru þetta skilaboð um að íslenska þjóðin og ekki síður þeir sem hún hefur kosið til að stýra þjóðarskútunni, verði að setja sig í nýjar stellingar til að takast á við vandann. Nú þurfum við öll sem eitt að pakka í vörn og læra að spila öflugan varnarleik, því rétt eins og í boltanum þá er góður varnarleikur grunn forsendan fyrir því að hægt sé að ná árangri í sókn á ný. Ekkert annað kemur til greina, þótt móti blási hressilega um stundarsakir.“ Fyrst ég, óuppdreginn sjómaðurinn, taldi mig í maí sjá mikla vá fyrir dyrum, þá er það fullkomlega óásættanlegt, að þær opinberu stofnanir sem gagngert eru reknar í þeim tilgangi að þreifa á púlsinum í gangverki atvinnu og efnahagslífsins, skuli hafa sofnað svona hrikalega á vaktinni. Það væri synd að segja að tíðindalítið hafi verið í þjóðfélaginu á því ári er senn mun kveðja. Reyndar má segja að haustmánuðir ársins 2007 og fyrri hluti þessa árs hafi verið sannkallað svikalogn á undan fellibylnum sem brast á með sannkölluðu stóráhlaupi nú í lok septembermánaðar. Sú atburðarás sem átt hefur sér stað er með þeim hætti að illmögulegt er fyrir venjulegt fólk að trúa því að það sé raunverulega að upplifa þessar hamfarir sem á þjóðinni hafa dunið síðustu vikurnar. Enn erf- iðara er fyrir menn að reyna að skilja hvernig á því stendur að landslög og reglur ásamt reglugerðarverki hins vestræna heims sé svo hörmulega illa úr garði gert, svo hrikalega meingallað, að mögulegt hafi yfir höfuð verið að koma heilli þjóð í þá úlfakreppu sem nú blasir við okkur. Við erum þessa dagana í raun staddir á ögurstundu í sögu þjóðarinnar. Eftir langan og strangan aðdraganda þar sem við vorum að lokum svínbeygðir af „vinaþjóðum okkar“ höfum við náðarsamlegast fengið fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og í framhaldi af því gríðarlega fjármuni úr ýmsum áttum. Það er alls óvíst á þessari stundu hvernig mál skipast í framhaldi af þeirri ráðstöfun sem framundan er og felst í því að setja krónuna á flot íklædda flotbúningi í líki gjaldeyrishafta og gera síðan tilraun, með fulltingi nýfengins lánsfjármagns til þess að krónan okkar öðlist einhverja tiltrú í alþjóðlegu fjármálaumhverfi á ný. Tiltrú eða traust sem um þessar mundir er í algjöru lágmarki um víða veröld. Nýjasta áfallið er síðan sú sýking sem komið hefur í ljós í síldarstofninum, en þann fiskistofn hafa verið bundnar meiri vonir við en flesta aðra í ljósi góðs vaxtar og viðgangs. Það má því segja eins og yngismærin sem fékk blóðnasirnar: Ef það er ekki þetta, þá er það hitt. Við getum að sjálf- sögðu lítið gert í öllu þessu fári annað en vonað að þær björgunaraðgerðir sem fram undan eru, reynist fullnægjandi til að koma okkur á sporið á ný og að í framhaldinu takist okkur með tíð og tíma að byggja upp þjóðfélag sem uppfyllir þær vonir og væntingar sem venjulegir Íslendingar hljóta að bera í brjósti um framtíðina. Í öllu falli er ljóst að lífið heldur áfram rétt eins og FFSÍ mun halda áfram að standa vörð um hagsmuni umbjóð- enda sinna eftir bestu getu, með hliðsjón af þeirri þróun sem framundan er, hver sem hún kann að verða. Óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, árs og friðar. Árni Bjarnason. Sjó­menn og aðr­ir­ les­end­ur­ Vík­ings­ Send­ið okkur línu um efni blaðs­ins­, gagnrýni eða hrós­, tillögur um efnis­­ þætti og hugmynd­ir um viðtöl við áhuga­ verða s­jómenn, jafnt farmenn s­em hina er d­raga fis­k úr s­jó. Hjálp­ið okkur að hald­a úti þættinum; Rad­d­ir af s­jónum. Netjið á, jonhjalta@hotmail.com 18 20 30 48 41 50 40 36 44 Útgefandi: Völuspá, útgáfa, í sam­vinnu við Far­m­anna og fiskim­annasam­band Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 462-2515/ netfang, jonhjalta@hotm­ail.com­ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sím­i 462-2515, netfang; jonhjalta@hotm­ail.com­ Byggðavegi 101B, 600 Akur­eyr­i. Auglýsingastjóri: Sigr­ún Gissur­ar­dóttir­, sím­i 587-4647. Ritnefnd: Ár­ni Bjar­nason, Hilm­ar­ Snor­r­ason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Ár­ni Bjar­nason. Prentvinnsla: Gutenber­g. Aðildarfélög FFSÍ: Fé­lag skipstjór­nar­m­anna, Fé­lag íslenskr­a loftskeytam­anna, Fé­lag br­yta, Skipstjór­a- og stýr­im­annafé­lögin Ver­ðandi, Vestm­annaeyjum­ og Vísir­, Suður­nesjum­. Sjóm­annablaðið Víkingur­ kem­ur­ út fjór­um­ sinnum­ á ár­i og er­ dr­eift til allr­a fé­lagsm­anna FFSÍ. Blaðið kem­ur­ út fjór­um­ sinnum­ á ár­i. ISSN 1021-7231 51 24 Snæfellið í s­p­rengjuregni. Guðjón Guðbjörns­s­on s­egir frá. Kynd­aras­tarfið var þrælap­uð. Stefán Ols­en held­ur áfram að s­egja frá lífs­hlaup­i s­ínu. Ljós­mynd­akep­p­ni s­jómanna. Guðmund­ur Birkir vann. Ís­lens­ku s­kip­in í Afríku. Hilmar Snorras­on fjallar um gamla kunningja. Kvótinn, aflaheimild­ir og Hafró. Frá formannaráðs­tefnu FFSÍ. Róður á s­exæringi. Björn Ingólfs­s­on lýkur s­koðun s­inni á p­löggum Bald­vins­ Bárðd­al. Guðni Ölvers­s­on rifjar up­p­ að fyrs­tu ís­lens­ku útrás­­ arvíkingarnir voru raunverulegir víkingar s­em fóru um með ránum og ófriði. Að þes­s­u s­inni er Hrútur Herjólfs­s­on viðfangs­efni Guðna. Þar mis­s­ti Nels­on hand­legginn. Jón Hjaltas­on s­krifar um viðs­kip­ti Nels­ons­ flotaforingja og íbúa Tenerife. Ís­fis­kur á s­tríðs­árunum. Úr nýrri bók, STEBBI RUN – annas­amir d­agar og ögurs­tund­ir. MATÍS í Verinu á Sauðárkróki. Lis­tin að hafa rangt fyrir s­ér. Að vera refur. Helgi Laxd­al veltir fyrir s­ér d­ýrheimum og mannheimum. Er þar bitamunur á en ekki fjár? Utan úr heimi. Hilmar Snorras­on s­ér um þáttinn s­em end­ranær. Hilmar Snorras­on s­iglir um netið. Kros­s­gátan. Jólagetraunin.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.