Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Page 18
18 - Sjómannablaðið Víkingur
Í síðasta tölublaði fjallaði ég um skip þau sem
ég rakst á í Namibíu og SuðurAfríku. Reyndar
lenti ég í þeirri einföldu gildru að taka rangan pól í
hæðina þegar ég skrifaði fullum hálsi að eitt þeirra
skipa sem ég fann þar og bar nafnið JCS I hafi
verið Klakkur SH. Einhverra hluta vegna sat nafnið
Klakkur svo fast í huga mér en mín betri vitund
átti þó að vita að hér var á ferðinni Hringur SH og
leiðréttist þetta hér með. Það var búið að prenta
blaðið þegar ég áttaði mig á þessum mistökum
mínum. En hvað um það allt er hægt að leiðrétta
þegar það birtist á prenti og er það gert hér með.
Reyndar má geta þess hér að nafnið Hringur var
ekki eina nafnið sem þessi togari bar hér á landi.
Skipið var smíðað í Póllandi árið 1977 og var gefið
nafnið Bjarni Herjólfsson ÁR með Stokkseyri sem
heimahöfn. Árið 1985 keypti Útgerðarfélag Akureyrar
skipið og bar það nafnið Hrímbakur EA næstu 11
árin. Það var 1996 sem Guðmundur Runólfsson í
Grundarfirði eignaðist skipið og þá fékk það nafnið
Hringur SH. Það var snemma árs 2006 sem skipið var
selt fyrirtækinu Investing í Reykjavík og samkvæmt
skipaskrá mun skipið hafa verið nefnt Hólmberg
þann 27. mars en ef marka má ljósmynd sem ég tók
af skipinu þremur dögum síðar var ekki að sjá að
nein nafnabreyting hefði farið fram á skipinu. Skipið
var strikað út úr íslenskri skipaskrá í maí sama ár.
Núverandi nafn mun skipið hafa fengið á þessu ári
samkvæmt mínum bestu heimildum. Systurskipin
voru tvö, þau Klakkur og Ólafur Jónsson.
En þar sem ég á ekki möguleika á því að elta uppi
gömul íslensk skip um allan heim þá eru alltaf ein-
hverjir sjómenn sem rekast á skipin okkar á framandi
slóðum. Einn slíkur, Ragnar Árnason yfirvélstjóri á
nótaskipinu Carpe Diem, sendi mér myndir af skipum
sem hann hafði séð í Dakhla í Marokkó og kann ég
Ragnari miklar þakkir fyrir. Fyrsta myndin er af nóta-
skipinu Orion sem er í eigu Agadir í Marokkó. Hér á
landi bar skipið nafnið Jóna Eðvalds SF.
Allotf 2 hét í eina tíð Antares VE og Prowess var
Svanur RE og er ekki annað að sjá en að skipin séu
mjög vel útlítandi. Tvö skip sem tengjast Íslandi urðu
einnig á vegi Ragnars en það er Aldo sem reyndar var
allatíð dönsk og bar nafnið Ísafold. Árni Gíslason
skipstjóri var eigandi þess en hann gerði skipið út frá
Hirtsals. Hitt skipið var Erika en Íslendingar komu
eitthvað að rekstri skipsins og lá hún oft á tíðum
í Hafnarfirði. Er hún enn skráð í Grænlandi en er
hér komin nokkuð langt frá heimaslóðum. Ragnar
sendi mér einnig mynd af nótaskipinu Que Sera Sera
frá Hafnarfirði en mér vitanlega hefur hún ekki enn
komið til heimahafnar sinnar enda ætíð verið við
veiðar í Marokkó síðan hún komst í íslenska eigu.
Til gamans þá hét það skip áður Prowess en var end-
urnýjað með Svaninum RE sem, eins og sjá má hér að
ofan, viðhélt nafninu.
Að lokum minni ég lesendur Víkingsins á að munda
myndavélarnar ef þið sjáið gömlu skipin okkar ein-
hversstaðar á ferð ykkar.
Hilmar Snorrason
Áfram með Afríkuskipin
Hér er Hringur sem Hrímbakur. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Hringur SH í lok mars 2006 rétt áður en skipið hélt til Namibíu.
Ljósmynd: Hilmar Snorrason
Jóna Eðvalds sem Orion. Ljósmynd: Ragnar Árnason