Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 45
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 45 Kristo Laptalo, skipstjóri á Coral Sea, leiddur burtu í handjárnum eftir að dómur féll í máli hans. Ótrúlegt mál Þrettándi júlí 2007 byrjaði ósköp venjulega hjá áhöfninni á kæliskipinu Coral Sea þar sem losa átti bananafarm í Egion í Grikklandi. Sá dagur átti reyndar eftir að breyta lífi þriggja skipverja svo um munaði. Við losun fundust 51 kg af kókaíni sem komið hafði verið fyrir inni í pallettu sem var plastpökkuð og því höfðu skipverjar ekki möguleika á að koma þessu efni fyrir en farmurinn hafði verið lestaður í Equador. Strax eftir að kókaínið fannst voru króatarnir Kristo Laptalo skipstjóri og Konstantin Metelev, fyrsti stýrimaður, ásamt Narciso Garcia, fil- lippínskum bátsmanni, handteknir fyrir smygl á kókaíninu. Var þeim haldið í fangelsi allt þar til dómur féll í um miðjan júlí s.l. Við réttarhöldin kom fram að ekki var nokkur möguleiki á því að skipverjarnir hefðu nokkuð með eiturefnin að gera en farm- ur skipsins var að hluta losaður á Ítalíu og átti síðan að losa skipið í Grikklandi. Hafnarstjórinn í Egion lýsti því meðal ann- ars yfir að engin möguleiki væri á því að skipverjar hefðu vitað um efnið, því hefði verið svo haganlega fyrir komið í einni pallettu. Þá kom og fram að það væri fulltrúi útgerðarinnar sem tæki ákvörðun um úr hvaða lest farmar væru losaðir hverju sinni og svo var einnig í þetta sinn. Það kom því eins og reið- arslag þegar dómarinn kvað upp 14 ára fangelsisdóm yfir skip- stjóranum og sektaði hann jafnframt um 200.000 €. Hefur þetta „réttarmorð“ dómstólsins í Patras í Grikklandi vakið upp mikla reiði í skipaheiminum. Þeir sem viðstaddir voru réttarhöldin sögðu þau hafa verið vægt til orða tekið undarleg og að dóm- urinn verið sniðinn fyrir saksóknarann. Að sögn formanns sjómannafélaga Króatíu, Pedrag Brazzoduro, var skipstjórinn sakfelldur fyrir nokkuð sem hann gat á engan hátt haft stjórn á. Einnig hefði saksóknarinn sagt að Kristo væri einfaldlega sekur þar sem hann væri skipstjóri skipsins. Til varnar skipstjóranum kom meðal annars borgarstjórinn í Dubrovnik, heimaborg skip- stjórans, sem sagðist þekkja hann persónulega og að hann væri ekki fær til að fremja afbrot, hvað þá eiturlyfjasmygl. Munu orð borgarstjórans hafa orðið til þess að dómarinn mildaði dóminn um tvö ár þ.e. úr 16 í 14 ár. Stýrimaðurinn og bátsmaðurinn voru sýknaðir en sá fyrrnefndi var þegar fluttur á sjúkrahús í taugaáfalli. Bátsmaðurinn var strax að dómsuppkvaðningu handtekinn fyrir að vera ólöglegur í landinu og var honum vísað úr landi og gerður brottrækur fyrir lífstíð frá Grikklandi. Þetta þýðir að hann mun aldrei aftur eiga afturkvæmt til Evrópubandalagsríkja. Margir aðilar vinna nú að því að reyna að fá réttlætinu framgengt, s.s. alþjóðasamtök skipstjóra, IFSMA, útgerð skipsins og forseti Króatíu. Manndráp af nauðsyn Skipverjum á 300 tonna dráttarbátnum ENA President sem urðu skipsfélaga sínum, Hermanto Tamedia, að bana voru ekki látnir svara til saka að boði dómstóla í Singapúr. Málavextir voru þeir að Hermanto réðst á yfirvélstjóra bátsins með þeim afleiðingum að hann varð honum að bana. Læsti hann sig síðan inn í stýrishúsinu og setti stefnuna beint á olíuskip sem var við bryggju í olíuhreinsunarstöð. Réðust skipverjarnir inn í stýr- ishúsið og yfirbuguðu Hermanto en við það notuðu þeir meðal annars rörbút. Féll hann í gólfið en skipverjarnir hófu þegar að hlúa að honum og veittu fyrstu hjálp. Hann lést á sjúkrahúsi daginn eftir. Skipverjarnir áttu ekki annarra kosta völ, sagði dómurinn, en að neyta aflsmunar til að ná valdi á dráttarbátnum en veittu Hemanto síðan alla þá aðstoð sem í þeirra valdi stóð. Matareitrun Senda varð áhöfn með hraði í flugi til Puerto Rico þegar skip- stjóri og 22 manna áhöfn á efnaflutningaskipinu Stolt Sapphire urðu fyrir alvarlegri matareitrun þegar skipið var á siglingu frá hollensku Antilla eyjum til Houston í Texas. Skipverjarnir veiktust svo alvarlega að senda varð þyrlu á móts við skipið til að sækja þá fimm skipverja sem verst voru haldnir. Skipinu var snúið til Puerto Rico þar sem þeim 18 sem eftir voru um borð var komið undir læknishendur en ný áhöfn tók við skipinu og hélt ferð þess áfram til Houston. Rannsókn var framkvæmd af bandarískum yfirvöldum og var það niðurstaða þeirra að líkleg- ast væri matareitrunin upprunnin úr fiski og þá líklegast barra- cuda en ekki voru lengur leyfar af fiskinum um borð. Ljóst er að matareitrun getur orðið gífurlega hættuleg, ekki síst um borð í skipi sem er langt frá læknishjálp. Betra er því gæta að hvað við leggjum okkur til munns. Skortur á yfirmönnum Bankakreppan hefur víst lítið farið framhjá okkur landanum og margir sjómenn hafa hugsað sér til hreyfingar og vilja freista þess að fara út í heim að sigla. Það ætti alla vega ekki að vera vandamál fyrir skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þar sem mikill hörgull er á slíkum mönnum. Á heimsvísu er nú þegar skortur upp á 34.000 yfirmenn og eru spár um að á tímabilinu 2008 til 2012 muni yfirmannaþörfin aukast 26 þúsund fyrir stórflutn- ingaskip (dry bulk), 16 þúsund fyrir gámaskipin, 9 þúsund fyrir efnaflutningaskipin og 8 þúsund á olíuskip. Árið 2012 er því búist við að yfirmannaskorturinn verði um 90 þúsund manns. Þá er búist við að yfirmannaþörf í Norðursjávarolíunni aukist um 50% á næstu árum. Launin eru farin að verða nokkuð góð og sem dæmi þá hefur fillippínskur skipstjóri um 11.000 $ í mánaðarlaun og víða eru þeir orðnir yfirborgaðir um 2.000 $ til viðbótar. Ljóst má því vera að nú sé gott að manna skip með íslenskum yfirmönnum sem fá greitt í verðlausum íslenskum krónum. Ég efast um að margir íslenskir skipstjórar nái meira en 4.500 $ í mánaðarkaup samkvæmt íslenskum samningum á nýju gengi krónunnar (24/11/08). Það er þó ótrúlega margt sem leggst á eitt um að gera ungum mönnum erfitt um vik að

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.