Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 2
Efnis-ÍKINGURV 1. tbl. 2013 · 75. árgangur · Verð í lausasölu kr. 980 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð Gleðilega páska! Hann gerði ævinlega góðan „díl“. Jónas Haraldsson segir frá viðskiptum sínum við Óla Óskars. Hvað gerir MERGI? Slysavarnir á sjó og Alþingi 1959. Ólafur Grímur Björnsson bregður sér á Alþingi. Togar- inn Júlí er horfinn og Íslendingum er brugðið. Munið að sækja um sumarhús. Norðurlandaljósmyndakeppni sjómanna 2012. Í fyrsta sinnið. Rætt við Guðmund St. Valdi- marsson, sigurvegara í Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndum. Er eitthvað að finna merkilegt í Hvítarússlandi? Helgi Laxdal svarar þeirri spurningu. Hvalreki, ekki lengur jákvætt fyrirbrigði. Kristján Jóhannesson segir frá vandræðum Eyrbekk- inga sumarið 1972. Arnbjörn H. Ólafsson sækir í reynslubankann og missir stjórn á skapi sínu. Hvert er álit – raunverulegt álit – kvenna á körlum? Lesið fyrsta skapadóminn. Jón Þ. Þór siglir með Hamrafellinu, stærsta skipi íslenska flotans fyrr og síðar. Ragnar Franzson dæmdur í stóra sekt fyrir að kveikja í sjónum – já, og fleiru. Ólafur Björnsson fjallar um humarveiðar við Ísland: Davíð var þungur í taumi. Frívaktin; speki Íslendinga. Félag skipa- og bátaáhugamanna stofnað. Hilmar Snorrason fer um heiminn víðan! Raddir af sjónum. Lof og last um ritstjóra vorn. Hvað hefur skítur og hrossakjöt með sjómennsku að gera. Fyrirboðar og heilræði. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum „Raddir af sjónum“. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndina á Guðmundur St. Valdi- marsson. 4 8 10 15 20 22 32 24 36 37 Útgefandi: Völuspá útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 30 41 42 46 44 45 50 50 Jafnrétti kynjanna = réttlæti? Gildi – lífeyrissjóður var stofnaður 1. júní 2005 við sameiningu Lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs sjómanna. Á stofnfundinum voru mjög skiptar skoð- anir meðal fulltrúa sjómanna sem best sýndi sig í að sameiningin var samþykkt með einungis eins atkvæðis meirihluta. Þeir sem fylgjandi voru sameiningu vildu meina að með aukinni hagræðingu og tækniframförum við fiskveiðar myndi sjó- mönnum óumflýjanlega fækka og afleiðingin af því yrði til lengri tíma litið óhag- kvæm fyrir Lífeyrissjóð sjómanna þar sem hann, vegna smæðar sinnar næði ekki að gera sig gildandi þegar um vænleg, stærri fjárfestingatækifæri, væri að tefla auk þess sem færri og færri starfandi sjómenn yrðu til staðar til að standa undir lífeyri vaxandi fjölda lífeyrisþega. Aukið öryggi og traustari samtrygging fælist í margfalt fjölmennari sjóði. Rök andstæðinga sameiningar voru m.a. að áhrif fulltrúa sjómanna myndu ekki reynast mikil við stjórnarborð sameinaðs sjóðs þar sem sjómenn kæmu aldrei til með að eiga nema tvo stjórnarmenn af átta og jafnvel einungis einn í stað helmings stjórnarmanna LS. Ennfremur myndu sérákvæði fyrir sjómenn, um að hefja fyrr töku lífeyris, ekki verða langlíf í svo fjölmennum, blönduðum sjóði. Nú er ekki annað að sjá en að varnaðarorð þeirra sem andsnúnir voru sameiningu séu fram komin með lögum frá Alþingi. Ný lög um lágmarkshlutfall kynjanna Í haust taka að óbreyttu gildi lög sem kveða á um að lágmarkshlutfall karla eða kvenna megi aldrei vera undir 40% í stjórnum fyrirtækja og ýmissa stofnana s.s. lífeyrissjóða. Þessi lagasetning sem ætlað er að efla jafnrétti og réttlæti mun í flest- um tilvikum leiða til settra markmiða, en þó eru þar á ákveðnar undantekningar sem vekja spurningar um hvort ekki megi milda þann ósveigjanleika sem í laga- bókstafnum felst. Þannig blasir við að fjölmennar tekjuháar starfsstéttir eru nánast hreinar karlastéttir. Þar er sjómannastéttin trúlega skýrasta dæmið. Fjöldi skip- stjórnarmanna í fulltrúaráði sem og réttur til aðildar í stjórn Gildis lífeyrissjóðs ræðst af hlutfalli iðgjaldagreiðslna viðkomandi starfsstéttar til sjóðsins. Engin kona starfar sem skipstjórnarmaður á fiskiskipaflotanum en ein kona er stýrimað- ur á farskipi sem reyndar siglir undir erlendum fána. Svipaða sögu er að segja af vélstjórum, matsveinum og hásetum. Við blasir að stéttarfélög sjómanna verða að leita út fyrir eigin raðir ef uppfylla skal ákvæði nýrra laga. Ný lög koma í veg fyrir að sjómenn eigi sjómann sem sinn fulltrúa í stjórn sjóðsins þótt framlag þeirra samkvæmt gildandi reglum ætti að nægja til stjórnarsetu. Þannig verða iðgjöld þeirra ekki lengur jafnbær öðrum og áherslan á að ná réttu hlutfalli kvenna í stjórn talið mikilvægara en að sjómenn njóti réttar í hlutfalli við það sem þeir greiða til sjóðsins með sama hætti og aðrir sjóðfélagar. Engin sameining Fyrst var það sjómannaafslátturinn og nú lög í nafni jafnréttis kynjanna sem skerða sjálfsagðan rétt sjómanna til að hafa fulltrúa úr sínum röðum í stjórn sjóðsins. Ljóst er að ef þau lög sem lögfesta skal með haustinu hefðu legið fyrir árið 2005 þegar sameiningarferlið var í gangi, hefði aldrei orðið af þeirri samein- ingu sem þá átti sér stað. Árni Bjarnason.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.