Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur illa þefjandi reykur sem gaus út úr pústinu um leið og sett var í gang, svo mikill að bílarnir þekktust úr verulegri fjarlægð, jafn- vel í þoku og náttmyrkri. Örlítill útúrdúr Það sem sé leyndi sér ekki hvort þessir bílar voru komnir í gang eður ei líkt og gerðist með drossíuna norður í Höfða- hverfi, einhvern tíman uppúr 1950, á liðinni öld. Þá keypti einn bóndinn í sveitinni sér fólksbíl til heimabrúks en þá voru ekki margir heimilisbílar í sveitinni. Þeir fáu voru jeppar, svokallaðir Willis jeppar, sem fengust ekki keyptir nýir a.m.k. nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem mig minnir að einhver ákveðin nefnd á vegum sveitarfélagsins hafi haft ákvörðunar- vald um. Fólksbíll til heimabrúks var því töluverð frétt þarna norður í fásinninu fyrir daga sjónvarpsins en sjónvarpið hefur dregið mjög úr þeirri íslensku hefð að segja sögur af náung- anum og því sem var efst á baugi á hverjum tíma. Eðlilega var mikið spjallað manna á meðal um þennan nýja farkost sem náttúrlega, a.m.k. að mati eiganda síns, var öðrum bílum fremri í alla staði. Í því sambandi má sérstaklega nefna að vélin í honum var svo þýðgeng að í hægagangi heyrðist ekkert í henni hvorki innan né utan dyra hans. Einhverju sinni var einn sona bóndans að lýsa þessu ein- staka tækniundri fyrir áhugasömum áheyrendum nema hvað þá dettur út úr einum þeirra. Hvernig veit þá pabbi þinn þegar hann er að starta hvenær bíllinn er kominn í gang. Ekki stóð á svarinu; hann pabbi hann fer bara inn startar smá stund síðan fer hann út, krýpur á kné fyrir aftan bílinn, og þefar út úr púst- inu. Hann pabbi er svo lyktnæmur að hann finnur það strax á lyktinni hvort vélin er gangi eða ekki. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að á þessum árum voru ekki snúningshraðamælar í bílum. Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Poclain þjónusta Sérhæft verkstæði fyrir vökvadælur og mótora Sala, varahlutir og viðgerðir Minsk heitir höfuðborg Hvítrússa og þar býr um það bil fimmtungur þjóðarinnar eða um tvær milljónir manna. Fáar borgir fóru jafn illa út úr seinni heimsstyrjöld og þessi borg og er þá langt til jafnað. Segja má að þar sem borgin stóð fyrir stríð hafi verið rústahrúga að loknum þeim hildarleik. Stjórnarráðið, aðalstöðvar Lúkasénkós, við Frelsistorgið er vaktað af sjálfum Lenín sem lætur engan bilbug á sér finna við þá varðstöðu ólíkt því sem gerist í öðrum austantjaldsríkjum. Í Hvítarússlandi eru fjöldi minnismerkja um hörmungar seinni heimsstyrjaldar. Hér er Sigurhæð, 35 metra manngerð hæð sem er minnisvarði um sovéska her- menn sem féllu í síðari heimstyrjöld. Hún var reist 1969 þegar 25 ár voru liðin frá frelsun Hvítarússlands í gríðarlegri orustu sem stóð frá 22. júní til 19. ágúst 1944. 178,507 sovéskir hermenn féllu. Minnisvarðanum var valinn staður þar sem fjórar sovéskar herdeildir mættust á leið sinni til Berlínar. Gerður úr jarð- vegi sem sóttur var til þeirra bæja, þorpa og borga sem nasistar lögðu í rúst.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.