Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur
Af og til fáum við fréttir af hvalreka
við strendur landsins. Fyrr á öld-
um þótti hvalreki happafengur en á
seinni tímum flokkast hvalrekinn yfir-
leitt sem umhverfisvandamál. Laugar-
daginn 29. júlí 1972 var eftirfarandi
frétt á innsíðu í Morgunblaðinu, ásamt
mynd: „Í gær var hvalreki á fjörum Eyr-
bekkinga er 20 metra langur hvalur
renndi sér í fjöruna og strandaði þar.
Gaf hann þar upp öndina“.
Seljum hann til ágóða
fyrir sjóð hreppsins
Á vef Eyrbekkinga „Brim á Bakkanum“
má lesa nánari frásögn af þessu strandi.
Þar segir að stórhveli sé rekið á land á
Eyrarbakka vestan við Einarshöfn undan
Sundvörðum. Hér var á ferðinni dauður
sandreyður og lá hann með bringuna
upp og lafandi tungu, en að öðru leyti
mjög heill að sjá. Líklega var hann
meira en 8 metrar á lengd og þungur
eftir því svo honum varð vart mjakað í
heilu lagi. Næstu daga gerðu þorpsbúar,
sem og utanbæjarfólk, sér ferð vestur á
sand til að berja þetta risaspendýr aug-
um. Menn skröfuðu um hvað best væri
að gera við skepnuna. Sumir töldu skást
að brenna hana á staðnum enda nógur
eldsmatur í öllu lýsinu. Aðrir vildu grafa
hvalinn í sandinn. Sumir göntuðust með
að það mætti nú kannski skera hvalinn
og selja til að styrkja hreppssjóðinn.
Nokkrum dögum síðar barst sú fregn að
von væri á varðskipi til að draga skepn-
una á haf út þar sem henni yrði síðan
sökkt á sextugu sædýpi. Einn seinnipart
dags safnaðist nokkur hópur fólks á sjó-
garðinn því varðskipið Óðinn var á leið
inn sundið. Einhverjir töldu að það
kæmi inn í höfnina en aðrir voru vissir
um að þar væri of grunnt fyrir varðskip-
ið og að það myndi leggjast við ankeri
úti á sundinu, sem og varð. Varðskipið
lá svo hreyfingarlaust á sléttum sjónum
vestan við hafnargarðinn fram á næsta
morgun.
Svo kjafti ei frá
Þegar féll að var léttbáti skotið út frá
varðskipinu. Í honum voru nokkrir sjó-
liðar sem drógu línu á eftir sér upp í
fjöru. Þegar í fjöruna var komið drógu
þeir línuna af kappi þar til sver spilvír úr
varðskipinu var kominn í land. Þá var
hafist handa við að skera af sporðinum
og bora göt til að þræða vírinn í gegn og
læsa hann saman. Sýni voru einnig tek-
in úr hvalnum og tungan numin burt og
sögðu gárungarnir það vera til þess að
hann kjaftaði ekki frá neinu. Þegar þessu
var lokið var tekið að falla það mikið út
að framhaldi aðgerða var frestað þar til á
næsta flóði sem yrði þá um nóttina. Því
sáu fáir þegar hvalurinn var dreginn til
hafs á ný þar sem hann fékk votan leg-
stað einhversstaðar suður af Eyrarbakka-
baug. Lýkur hér með frásögn þessari en
málinu var ekki lokið.
Starfið var fjölbreytt
Þetta sumar var greinarhöfundur í hópi
10 nema um borð í varðskipinu Óðni,
jafn margir nemar voru um borð í Ægi
en þriðja stóra varðskipið, Þór, var þetta
sumar í breytingum í Danmörku. Flestir
nemarnir voru á aldrinum 15 til 16 ára,
þetta var hinn besti skóli, við gengum
vaktir í brú, á dekki, í vél og einn var til
aðstoðar í eldhúsi. Vikulega var skipt um
vinnusvæði. Við kynntumst ágætlega
störfum varðskipsmanna og komum
Myndir og texti: Kristján Jóhannesson
Sá stóri skorinn en flýtur samt.
Betur gekk að eiga við minni hvalinn. Takið eftir
að enginn bátsverja er með hjálm eða í björgunar-
vesti sem ekki yrði liðið í dag.