Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur Stórtíðindi. Loksins kom að því að Íslendingur ynni Ljós- myndakeppni sjómanna á Norðurlöndum. Sigurvegarinn er okkur að góðu kunnur, Guðmundur St. Valdimarsson heitir hann og hefur oftsinnis leyft okkur að njóta snilli sinnar með myndavélina. Til að kynnast manninum örlítið nánar gerði Víkingur sér netferð til Guðmundar og bað hann að svara nokkrum laufléttum spurningum. Hvað ertu búinn að vera lengi hjá Gæslunni? Ég byrjaði sem messi, – vikapiltur – á varðskipinu Ægi 6. apríl 1982 og er því að nálgast 31. árið. Og hvað gerir þú þar? Ég starfa sem bátsmaður á varðskipum LHG í dag, en það er verkstjóri á dekki og stjórna vinnu hásetanna minna í samráði við mína yfirmenn. Hvenær upphófst ljósmyndaáhuginn? Ég eignaðist mína fyrstu myndavél að mig minnir 10 ára, en það var Kodak Instamadic, með flasskubb, þannig að síðan eru 37 ár. Varð eitthvað sérstakt atvik til að kveikja þennan áhuga? Faðir minn tók mikið af myndum og ætli ég hafi ekki fengið bakteríuna frá honum. Hvað gætir þú trúað að þú hafir tekið margar myndir á síðasta ári? Mér reiknast til að ég hafi tekið tæplega 8000 ramma á síð- asta ári. Er eitthvað sérstakt sem þú reynir að fanga á mynd öðru frem- ur? Mitt áhugamál í ljósmyndun eru skip og bátar, ströndin og landslag. Svo er svona eitt og annað að koma inn. Segðu okkur ögn frá verðlaunamyndinni? Hvar er hún tekin, hvenær, aðeins um myndefnið og hver voru tildrögin? Verðlaunamyndina tók ég á bátaæfingu í Berufirði í lítilli vík rétt utan við innsiglinguna inn á Djúpavog. Þetta var 9. febrúar 2012, kl 16:12. Þarna vorum við að æfa fjörulendingar á léttbát Ægis. Ég hafði vélina með mér eins og oftast og skaut þessa mynd ásamt fleirum með flassi, en það var byrjað að rökkva. Eftirvinnslan var svo smá fikt með ljós og skugga. Takk kærlega fyrir spjallið, Guðmundur, og hjartanlega til hamingju með sigurinn og ekki síst – þakka þér fyrir allar þínar frábæru myndir sem þú hefur leyft okkur Víkingslesendum að njóta. HDS 10/20-4 M 30-200 bör 500-1000 ltr/klst HDS 8/17-4 M 30-170 bör 400-800 ltr/klst HDS 5/11 U/UX 110 bör 450 ltr/klst 1x230 volt Gufudælur Aflmiklir vinnuþjarkar Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Sigurvegarinn, Guðmundur St. Valdimarsson. Guðmundur St. vann fyrstur Íslendinga

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.