Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur Sæhrímnir lengdur Stálvík HF. í Garðabæ sá um lenginguna, enda smíðuðu þeir bátinn. Þeir komu með algera nýjung hér á landi, þeir smíðuðu stykkið, sem átti að fara í bát- inn suður í Stálvík og komu með það á bíl í slippinn í Reykjavík. Báturinn var brenndur og dreginn í sundur í sleðan- um og miðjunni slakað á milli. Eftir fjóra daga var báturinn kominn út á garða, lengdur um fjóra metra. Vélaverkstæði Björns og Halldórs sá um vélaskiptin, en vélin, sem sett var í bátinn var hollensk Kromhout 600 ha. fjórgengis vél. Það gekk ekki alveg eins vel með véla skiptin. Þeir ætluðu að vera 6-8 vikur að skipta, en urðu 6 mánuði. Ég held að það hafi verið þeir lengstu 6 mánuðir, sem ég hef lifað, vertíðin og hluti af síldarvertíðinni farin til fjandans. Jæja eftir nokkur taugaáföll, komumst við loks af stað austur á síld um viku af júlí. Nú var Sæhrímnir orðinn 202 tonn brúttó, en var 176 tonn áður. Þetta var allt annað skip, hljóðlaus skrúfa og gekk okkur vel að ná síld, bæði eftir asdiki og á Rauða torginu. Þetta sumar og haust var að mig minnir, eitt besta árið á síld- veiðunum og margir af aflamönnum okkar veiddu sem aldrei fyrr. Til dæmis minnir mig að Eggert Gíslason hafi aflað yfir eitt hundrað þúsund mál og tunnur þetta ár. Það var einn galli við lenginguna, ef galla skyldi kalla, lengingin kom öll í lestina, svo að þegar hún var full, var hleðslan orðin allt of mikil, miðað við þá reglu að eftir 15. september mátti ekki hlaða báta meira en á skammdekk. Þetta átti bara við síldarhleðslu en loðnubáta mátti koma með drekkhlaðna og oft langa vegu um miðjan vetur, það var í lagi. Ég lenti í nokkrum útistöðum við eftirlitsmenn út af þessu, því að það fer enginn heilvita maður með borð á lest í land, ef hann á kost á að fylla hana. Það varð niðurstaða, eftir sjópróf að minnka yrði lestina með stálþili. Sem aldrei var gert. 1967; minnisstætt ár og erfið vertíð Vetrarvertíðin, já og allt árið 1967, verð- ur mörgum minnistætt, ekki síst mér. Þetta var árið, sem síldin hvarf og vetrar- vertíðin var sú erfiðasta, sem ég man eft- ir, hrikaleg ótíð alveg fram að páskum. Við vorum að þvælast um allan Faxa- flóann og fengum hvergi fisk. Nokkrir bátar voru komnir vestur á Breiðafjörð, þar á meðal Halldór Brynjólfsson á Lómnum, en það miðuðu sig flestir við hann, því Dóri var mikill aflamaður og hafði verið aflakóngur vertíðina 1966. Ég man að hann kom með yfir 40 tonna afla aðra vikuna í mars. Ég sé í dagbókinni að við vorum bún- ir að draga öll net þann 13. mars og vor- um nýbúnir að setja stefnuna fyrir Jökul, þegar veðurspáin kl. 16.10 kom og var ekki góð SA. Og síðan SV stormur, svo að kjarkurinn bilaði og byrjuðum við að leggja netin aftur á auðan sjó. Við vorum búnir að leggja helminginn, eða fimm trossur, þegar ég hætti og hugsaði með mér að það væri betra að hafa þær í bátnum, en að leggja á steindauðan sjó. Svo að við fórum með fimm trossur í land. Í hverri trossu voru 15 net. Það er svo ekki að orðlengja að það gerði fimm daga stórviðri af SV. Með miklu brimi. Mig minnir að ríkið hafi styrkt flotann með því sem svaraði sjö trossum á bát, því að það varð allt ónýtt, sem var í sjó, þessa óveðursdaga. Á sjötta degi fór að lygna seinni part dags og ég að hugsa mér til hreyfings, en það vantaði fjóra í áhöfnina. Samt fórum við af stað. Ég ákvað að fara út fyrir myrkrið og koma ljósum á trossurnar, sem voru í sjó. Það var ekkert vit í því að fara með netin, sem voru í bátnum, því að það var mikið brim og ég vissi að öll netin, sem voru í sjó voru ónýt. Svo að við losuðum okkur við þessar trossur, sem í bátnum voru, út af Helgu víkinni á gamalli bleyðu, sem gömlu mennirnir kölluðu Rifið. Ég gat nú reyndar ekki fundið neinn mun á botninum þarna, nema jú að hann var harðari á bletti. Strax og við vorum komnir út fyrir Skaga, fórum við að sjá kúluteinana af sumum trossunum á floti. Við komum ljósum á trossurnar okkar og fórum svo í land að sækja restina af mannskapnum. Við fórum strax af stað aftur og drógum öll netin gjörsamlega ónýt. Við vorum komnir í land með draslið um níu leytið um morguninn. Draumurinn Við vorum heppnir að vera svona snemma í því, vegna þess að það voru fleiri bátar hjá Jökli hf. á netum. Við fengum okkar fimm trossur. Þegar við vorum búnir að leggja niður netin og gera allt klárt, var farið af stað. Mig hafði dreymt skrítinn draum í landlegunni. Ég var að klifra upp bakka, sem heitir Millubakki og var einn hæsti bakkinn í Keflavíkinni. Mér fannst ég kominn með aðra hendina upp á bakkann en spyr þá sjálfan mig: Af hverju fer ég ekki heldur upp hjá Ungó, þar er bakkinn miklu lægri? Mér fannst ég gera þetta í draumnum, allur í mold og drullu. Svo gleymdi ég þessum draumi, í bili. Ég var ákveðinn að láta Breiðafjörðinn eiga sig og hélt út í VSV frá Garðskaga á mið sem kallast Hólar og eru um ellefu til sautján mílur VNV frá Eldey. Þetta var þann 20. mars. Það voru reglur um að ekki mætti leggja net sunnan við réttvísandi vestur frá Garðskaga fyrr en 20. mars. Þegar við komum á miðin, var einn bátur MB. Manni KE að draga línu, svo að ég talaði við skipstjórann Einar Daní- elsson og sagði honum að ég myndi bíða á meðan þeir drægu upp línuna. Það var komið myrkur þegar við komum í netin okkar við Helguvíkina en ég ætlaði að draga þau í bátinn og taka með á Hólana en viti menn, við fengum 12 tonn af sprellandi þorski í þessar fimm trossur, svo það var ekki annað að gera, en að leggja þær aftur á sama. Við lögðum af stað kl. 03.00 í næsta róður, ætluðum að vera snemma í því, en vorum rétt komnir út af Sandgerði, þegar Eggert Gíslason við asdikið en Eggert er einn mesti aflaskipstjóri sem Ísland hefur alið. Mynd: Þorsteinn Gíslason.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.