Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 37
Sjómannablaðið Víkingur – 37 Olíuskipið Hamrafell er stærsta skip, sem Íslendingar hafa átt, 11.488 brúttórúmlestir (16.700 þungalestir) að stærð. Það var smíðað í Hamborg árið 1952 og hlaut nafnið Lagos við sjósetn- ingu. Nokkru seinna komst það í eigu útgerðarfélags í Noregi og var þá nefnt Mostank. Það nafn bar skipið uns það var afhent nýjum eigendum, Olíufélag- inu hf. og Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga, í Nynäshamn í Svíþjóð í september 1956. Þá var því gefið nafnið Hamrafell, sem það bar næsta áratug- inn, á meðan það var í íslenskri eigu og sigldi undir íslenskum fána. Rússadaður Stórhuga samvinnumenn hafði um skeið dreymt um að eignast stórt olíuflutninga- skip. Þeir töldu að Íslendingar yrðu sjálf- ir að geta annast flutninga á olíuvörum til landsins á eigin skipi (eða skipum), rétt eins og íslensk kaupskip fluttu á þessum tíma flestan annan varning til landsins. Þetta var í raun eini tilgangur- inn með kaupunum á Hamrafelli og fyrstu átta árin eftir að það var afhent ís- lenskum eigendum í Nynäshamn var skipið í olíuflutningum til Íslands. Þá sigldi það næsta reglubundið til Batúmi við Svartahaf og sótti þangað olíu (gasol- íu og bensín) sem keypt var af Sovét- mönnum samkvæmt vöruskiptasamning- um. Batúmi, sem er við austanvert Svartahafið, tilheyrði þá Sovétríkjunum en er nú helsta hafnarborg lýðveldisins Georgíu og stundum kölluð önnur höf- uðborg landsins. Auk ferðanna til Batúmi sigldi Hamrafell frá og með sumrinu 1959 yfirleitt eina til tvær ferðir á ári suður í Karíbahaf, oftast til hollensku eyjarinnar Aruba. Þar var stór olíuhreinsunarstöð í hafnarborginni San Nicolas og þangað sótti skipið olíu- vörur, einkum flugvélabensín fyrir bandaríska varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. Á Íslandi var það losað í Hafnar- firði. Olían frá Sovétríkjunum var á hinn bóginn losuð í geyma íslensku olíufélag- anna þriggja, B.P., ESSO og Skeljungs, í Laugarnesi, Örfirisey og Skerjafirði. Þá var jafnan „legið út á“, sem kallað var, við baujur og akkeri og var töluvert óhagræði að því að þurfa að flytja skipið á milli stöðvanna. Við því var hins vegar ekkert að gera. Engin olíubryggja var þá í Reykjavík fyrir stór olíuflutningaskip og gat Hamrafell hvergi lagst að bryggju nema í Hafnarfirði. Fór þá vel á því að skipið átti einmitt heimahöfn í Hafnar- firði. Fyrstu árin gekk útgerð Hamrafells mjög vel og ef marka má blaðaskrif á þessum árum, ekki síst í Morgunblaðinu, sáu ýmsir keppinautar og fjandvinir sam- vinnumanna ofsjónum yfir velgengninni og ekki var örgrannt um að einhverjir nöguðu sig í handarbökin yfir að hafa ekki orðið fyrri til. Haustið 1964 var grundvellinum hins vegar skyndilega kippt undan útgerðinni. Þá sat viðreisn- arstjórnin svonefnda að völdum á Íslandi og varð síst af öllu sökuð um neins kon- ar „Rússadaður“. Af þeim sökum kom það flestum í opna skjöldu er fréttir bár- ust af því í nóvember 1964 að samningar hefðu tekist á milli íslenskra og sovéskra stjórnvalda um að Sovétmenn myndu eftirleiðis annast á eigin skipum alla flutninga á olíuvörum frá Sovétríkjunum til Íslands. Síðar var frá því skýrt að Sov- étmenn hefðu undirboðið flutningana svo hressilega að íslenska ríkisstjórnin hefði ekki talið sér stætt á öðru en að taka tilboði þeirra. Sá, sem þessar línur ritar, var háseti á Hamrafelli þegar þetta gerðist og man vel hve illa flestum eða öllum skipverjum varð við þessar fréttir. Við vorum á leið til Íslands frá Batúmi og sumir höfðu á orði að þetta yrði að líkindum síðasta Jón Þ. Þór – Með m/t Hamrafelli til suðurhafa og víðar veturinn 1964-1965 Hamrafellið í auglýsingu fyrir Samvinnuskip. Og hvar skyldi auglýsingin hafa birst annars staðar en í Vík- ingnum 1965. Gunnar H. Sigurðsson var skipstjóri í túrnum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.