Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45 Þriðjudaginn 5. febrúar sl. voru stofnuð ný samtök áhugamanna um skip og báta í Sjóminjasafninu Vík- inni í Reykjavík. Á fundinn mættu 50 manns en um 170 höfðu skráð sig sem stofnfélaga á samfélagssíðunni Face- book fyrir fundinn. Það var fyrir tilstilli Hilmars Snorrason, skipstjóra og skóla- stjóra, að ráðist var í stofnun félags- skapar áhugamanna um skip og báta en undirbúningshópur hafði undirbúið stofnunina og fundinn en auk Hilmars voru þau Anna Kristjánsdóttir vélfræð- ingur og Sverrir Konráðsson, stýrimað- ur og þýðandi, í undirbúningshópnum. Við upphaf fundarins var Helgi Laxdal, vélfræðingur og fyrrum formaður VM, kosinn fundarstjóri. Hilmar lýsti tildrögum að stofnun samtakanna. Að því loknu voru lögð fyr- ir fundinn drög að stofnskrá samtak- anna. Var samþykkt að samtökin skyldu heita Félag skipa- og bátaáhugamanna og var stofnskráin samþykkt samhljóða. Stjórn var kosin og var Hilmar kjörinn formaður en auk hans var Anna Krist- jánsdóttir kjörin ritari og Sverrir Kon- ráðsson gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kjörnir Helgi Laxdal og Steinar Magnús- son skipstjóri. Skoðunarmaður reikninga var einnig kjörinn en það var Eiríkur Aðalsteinsson vélfræðingur. Ákveðið var að haldnir skyldu fundir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar að und- anskyldum júní, júlí og ágústmánuðum. Tilgangur félagsins var samþykktur og er að fjalla um skip af öllum stærðum og gerðum, skipatengd málefni, flytja kynn- ingar, fræðsluerindi og stunda sögulegar rannsóknir um skip og siglingar í víðu samhengi. Þá var ákveðið að innheimt yrðu félagsgjöld, 2.000 krónur, en lífeyr- isþegar greiddu 1.000 kr. Víkin styrkti stofnun félagsins með því að leggja til fundaraðstöðu undir stofnfundinn að kostnaðarlausu og á safnið miklar og góðar þakkir fyrir. Að loknu kaffihléi flutti Hilmar fyrirlestur sem bar yfir- skriftina, Eyja háð siglingum, þar sem stikklað var á sögu íslenskra kaupskipa á síðustu öld og til dagsins í dag, auk þróunar skipagerða og áhrif þeirra hér á landi. Annar fundur samtakanna var haldinn 5. mars og á þeim fundi var Hilmar með erindi um gömul íslensk skip í Namibíu og Suður-Afríku. Á þann fund komu 35 manns og að erindi loknu settust fundarmenn að kaffidrykkju og skeggræddu um gömul skip og eftir- minnilegar stundir á sjó. Þeir sem hafa áhuga að ganga í sam- tökin geta sent tölvupóst til formanns iceship@heimsnet.is eða til ritara annakk@simnet.is eða mætt á næstu fundi og skráð sig þá til leiks. Næsti fundur verður haldinn 2. apríl. Helgi Laxdal stjórnar stofnfundinum. „Nei, nei, góði, við fórum ævinlega úr sokkunum.“ Olgeir Júlíusson, bakari og faðir Ein- ars Olgeirssonar, þegar bakarastéttin var sökuð um sóðaskap við deighnoðun er bakararnir framkvæmdu með fótunum. * „Þeir vara sig sem sjónina hafa.“ Jón Halldórsson, er bjó í Gerðum í Stokkseyrarhverfi, á fyrri hluta 19. aldar. Hann var blindur og hrækti jafnan þar sem hann var staddur með framan- greindum orðum. * „Maður verður að treysta guði og lukkunni, og er það ekki beysið.“ Gömul kona sem hafði verið falin fjár- hirðing á meðan karlarnir voru við sjó- róðra. * „Það er mikið betra að byggja úr steinsteypu því að það er hægt að brúka kvenfólk og krakka í steypuna.“ Ónefndur ræðumaður þegar deilt var um hvaða efnivið ætti að nota í nýju kirkjuna í þorpinu. * „Felið ykkur drottni, piltar mínir. Ég reiði mig á stjórann.“ Andrés Guðmundsson, formaður á hákarlaskipi, þegar hásetum hans hafði fallist hugur þar sem skipið lá bundið við stjóra í hinu versta veðri og nátt- myrkri og hafið bænakvak. Andrés var frá Gautsdal í Geiradal en skipið var gert út frá Gjögri á Ströndum. Þetta var á fyrri hluta 19. aldar. * Það var harðæri í landinu, líklega 1859. Tveir menn höfðu róið í Dyrhólaós og aflað vel. Á leiðinni heim ganga þeir fram á bjargarlaus hjón og fimm börn þeirra þar sem þau eru að grafa upp ræt- ur og muru sér til matar. Hjónin biðja hina fengsælu fiskimenn ásjár. Annar neitar með þeim orðum að hann geti ómögulega verið að gefa af því sem guð hafi gefið sér. Frá þessu segir Eyjólfur Guðmunds- son í bók sinni, Pabbi og mamma, Reykjavík 1944. Þar segir líka frá bóndanum sem hrekkvísir menn sögðu „að þorskalýsi hefði rignt í Reykjavík og grásleppuveiði væri í Öxará. Á þeirri veiði hefðu forn- menn lifað alþingistímann.“ Eitthvað þótti bóndanum kyndugt við þetta en spurði: „Hafið þið séð þetta prentað í Þjóðólfi?“ En þess má geta að Þjóðólfur var sem Morgunblaðið fyrir íslensku þjóðina áður en hrunið varð og Davíðs-átrúendur eftir hrun.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.