Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur
Utan úr heimi
JEREMIAH O’BRIEN í San Francisco, JOHN W BROWN í Balti-
more og HELLAS LIBERTY í Píreus. Eitt skip, STURGIS, er enn í
varaflota Bandaríkjahers og liggur á James River ofan við Norfolk
í Virginíu. Þá er eitt skip í Alaska, ALBERT M BOE, notað sem
niðursuðuverksmiðja fyrir fiskafurðir. Tvö skip, JANE ADAMS
and RICHARD HENRY DANA, hafa verið notuð sem bryggjur í
Portlandi í Oregon. Síðasta skipið er ODESSA sem notað er sem
fiskvinnslustöð í Vladivostok. Ef einhver lesenda blaðsins á leið
um þar sem safnaskipin eru staðsett eru þeir hvattir til að fara um
borð og skoða skipin og kynnast þessum merkilegum skipum.
Pistlahöfundur hefur átt þess kost að skoða eitt þeirra.
Óvinur Íslands
Það voru óneitanlega ánægjulegar fréttir þegar óvinur Íslands
númer 1, Paul Watson, varð að segja af sér sem forseti Sea Shep-
herd US og Ástralíu samtakanna nýlega í kjölfar þess að hann og
samtökin fengu á sig lögbann í Bandaríkjunum um að þeim væri
óheimilt að koma nálægt japönskum hvalveiðiskipum. Því til við-
bótar var hann ákærður, af Ady Gil, fyrir að hafa átt sök á því að
bátur hans My Ady Gil sökk þegar Watson og samtökin sögðust
vera að koma í veg fyrir hvalveiðar Japana. Ady Gil ákærði Wat-
son fyrir að hafa notað skemmtibát sinn í áróðursskyni fyrir sig
og málstað samtakanna. Hann hafi sagt ósatt um aðstæður og að-
draganda að því hvernig tvíbytna hans hafi lent í árekstri og
sokkið. Allar hans aðgerðir hafi miðast við að búa til sögu um
árekstur vegna töku myndarinnar Whale Wars. Gil sagðist hafa
lánað Watson og Sea Shepherd samtökunum bátinn á þeim for-
sendum að þeir myndu hugsa vel um hann. Augljóslega hefðu
þeir ekki staðið við það þar sem bátur hans sökk, að því er þeir
segja, í kjölfar áreksturs. Engar myndir hafa verið sýndar af því
þegar báturinn sökk og heldur Gil því fram að þeir hafi sökkt
bátnum í kjölfarið en að hann hafi ekki sokkið af völdum
skemmda vegna árekstursins. Skemmdir hafi verið verið á stefni
bátsins og vel hefði verið hægt að gera við þær. Segir hann að
Watson hafi fyrirskipað að sökkva bátnum í skjóli nætur og skellt
sökinni á Japani. Gil krefst 5 milljón dollara bóta af hendi Wat-
sons fyrir bátinn.
Yfirlýstir sjóræningjar
Eins og fram kom hér á undan hafa bandarísk stjórnvöld lýst því
yfir að Sea Shepherd samtökin teljist til sjóræningja en Japanir
hafa lýst því yfir að samtökin ógni lífi á sjó. Þessu samsinnti
bandarískur dómstóll og benti á að aðferðir þeirra væru árásar-
gjarnar með tilvísun m.a. til árása á japönsk hvalveiðiskip er ógn-
uðu lífi og limum manna. Fyrirskipaði dómstóll að Sea Shepherd
hættu öllum sínum aðgerðum. Þrjú skip samtakanna hafa verið
að áreita japönsku hvalveiðiskipin í Suðurhöfum í margar vikur.
Hafa samtökin reynt meðal annars að koma í veg fyrir að hval-
veiðiskipin geti tekið eldsneyti frá birgðaskipi. Nú er skipum
samtakanna bannað að koma nær japönskum hvalveiðiskipum en
sem nemur 500 metrum en dómarinn Kozinski sagði í dómsorð-
um að þegar siglt væri á skip, kastað flöskum með sýru, stálvírar
dregnir í sjó til að skemma stýri og skrúfur skipa, og reyksprengj-
um og flugeldum skotið að hvalveiðiskipunum auk þess að nota
sterka laser geisla að öðrum skipum þá væru viðkomandi óyggj-
andi sjóræningjar. Hafa samtökin mótmælt þessu og benda á að
Japanir veiði ólöglega hvali í ástralskri landhelgi og að bandarísk-
ur dómstóll eigi ekki lögsögu í málinu. Japanski sjávarútvegsráð-
herrann, Yoshimasa Hayashi, segir hvalveiðar vera hluta af menn-
ingu Japans og að þeir muni aldrei hætta hvalveiðum.
Aðgerðir til olíusparnaðar
Margir útgerðarmenn hafa lagt í mikinn kostnað til að draga úr
eldsneytisnotkun skipa sinna. Það er til mikils að vinna enda hef-
ur eldsneytiskostnaður hækkað mikið á síðustu árum. Fimm
gámaskip Maersk Line eru nú í nefupplyftingu en skipt er um
perustefni skipanna og settar perur sem eiga að vera betri en þær
sem áður voru á þessum skipum. Perustefnin voru smíðuð í Asíu
en síðan flutt til Evrópu og að sjálfsögðu með gámaskipum þar
sem þau voru sett á skipin fimm. Árangurinn af þessum breyting-
um á að skila 8% olíusparnaði.
Nýsmíðasamningur
Þann 27. desember s.l. var undirritaður samningur milli skipa-
smíðastöðvarinnar STX France SA og Royal Caribbean Inter-
national um smíði á nýju skemmtiferðaskipi. Um er að ræða
þriðja skipið af svokallaðri OASIS gerð, sem eru stærstu skemmti-
ferðaskip sinnar gerðar í heimi, og á að afhendast útgerðinni um
mitt ár 2016. Þá var gerður samningur um möguleika á smíði
annars skips, sömu gerðar, sem yrði þá afhent um mitt ár 2018.
Skipin eru 361 metri að lengd og 66 á breidd með 16 þilförum,
með farþegagetu upp á 5.400 farþega í 2.700 klefum. Verður skip-
ið um 225 þúsund tonn að stærð. Tvö fyrri skip sömu gerðar,
Oasis of the Seas og Allure of the Seas, voru smíðuð í Turku í
Finnlandi. Var frægt hvernig þeim skipum var komið undir Stóra-
beltisbrúna þar sem lofthæð þeirra var meiri en hæðin upp í
brúna þrátt fyrir lægstu sjávarstöðu. Smíða þurfti sérstakan búnað
til að lækka skorstein skipanna fyrir þessa einu siglingu en verð-
miðinn á þeim búnaði mun hafa numið miljarði fyrir hvort skip.
Smíðakostnaður skipsins, og hugsanlega skipanna, ætti því að
vera eitthvað lægri en að fá þau smíðuð í Finnlandi þar sem enga
brú þarf að fara undir til að komast út úr höfninni í St Nazaire
Oasis of the Seas mun brátt eignast fleiri systurskip en nú frá Frakk-
landi.
Jerimiah O´Brian, í San Francisco, er eitt átta Liberty skipa sem mér
vitanlega eru enn á floti.