Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur
F
ít
o
n
/
S
ÍA
Á árunum 1972 – 1999 starfaði ég
sem lögfræðingur og skrifstofu-
stjóri hjá samtökum útvegsmanna, sem
voru til húsa á 2. hæð í Hafnarhvoli við
Tryggvagötu í Reykjavík. Herbergi mitt
var í norðurenda hússins og hafði ég
gott útsýni yfir allan Ægisgarðinn. Á
þessum árum kynntist maður mörgum
útvegsmönnum og öðrum, sem tengd-
ust sjávarútvegi með einum eða öðrum
hætti. Eins og gefur að skilja voru
persónuleikar þessara manna mismun-
andi, en þetta var á þeim tímum, þegar
menn þorðu að vera öðru vísi og bera
hver sín persónueinkenni.
Bjartsýnn og jákvæður
fram úr hófi
Einn af þeim útgerðarmönnum, sem
kom oft til mín að spjalla var Ólafur
Óskarsson, Óli Óskars, sem gerði út
nótaskipið Óskar Halldórsson RE – 157.
Frekar má þó segja að Óli hafi hugsað
upphátt og sagt mér frá því, hvað væri í
gangi hjá sér og útgerð sinni, heldur en
að hann ræddi málin almennt við mig.
Fór alltaf vel á með okkur Óla, enda var
hann indælismaður og léttur í lund, sem
sagði alltaf umbúðalaust það sem honum
bjó í brjósti, en stundum án þess að vera
búinn að hugsa málin alveg til enda
áður.
Óli var að eðlisfari bjartsýnn maður
og gat eiginlega alltaf séð einhvern já-
kvæðan flöt á máli, þótt það liti oft svart
út í augum annarra. Þetta var eiginleiki
sem maður í raun öfundaði Óla af, en
stundum fannst manni þó bjartsýnin
ganga úr hófi fram.
Eitt af því sem Óli talaði oft um við
mig og varð að hálfgerðu orðtaki hjá
honum var, að hann hefði núna verið að
gera góðan „díl“. Þá hafði hann til dæm-
is keypt einhvern notaðan hlut og selt
hann aftur með einhverjum hagnaði, það
hafði fiskast vel eða hann fengið góða af-
urðasölu eða eitthvað í þessum dúr. Óli
var sem sé alltaf að græða, þótt ekki
væru það alltaf stórar fjárhæðir. Reyndi
Óli alltaf að sjá eitthvað jákvætt koma út
úr hlutunum, þótt útgerðarreksturinn
væri oft mjög erfiður á þessum árum.
Maður var nú þó á endanum orðinn svo-
lítið þreyttur á sögunum af öllum þess-
um góðu „dílum“ hjá Óla.
Jónas Haraldsson
Óskar Halldórsson gekk í gegnum margvíslegar breytingar. Hér eru þrjár myndir af honum á mismunandi
tímaskeiðum. Á þeirri seinustu heitir hann aðeins Óskar RE 157 og er á leið til Belgíu í brotajárn.
Myndir: Tryggvi Bacon Sigurdsson/ http://batarogskip.123.is/