Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur sviði björgunartækja á sjó og ráðstefnum um þessi mál. Þá þegar hafði ráðherrann ákveðið, að skipaskoðunarstjóri sækti ráðstefnu í Ósló dagana 25.–30. maí 1959 um skipaöryggismál (ráðstefna Kaupmannahafnarsamþykktarlanda; nefnt svo í Alþingistíðindum). Að lokinni ráðstefnunni og framhalds- fundum og viðræðum við skipstjóra og aðra sjómenn hér heima, gerði skipa- skoðunarstjóri tillögu um breytingu á auglýsingu nr. 3 1957 um breytingu á reglum nr. 11 frá 1953 um eftirlit með skipum og öryggi þeirra. Umsagna var leitað um breytinguna, og bárust um- sagnir frá Slysavarnafélagi Íslands, Fiski- félagi Íslands, Alþýðusambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Ís- lands, Sjómannafélagi Reykjavíkur og Landssambandi íslenzkra útvegsmanna. Öll voru þessi samtök í meginatriðum andvíg aukinni gúmmíbátanotkun og þá um leið fækkun hefðbundinna trébjörg- unarbáta. Taldi skipaskoðunarstjóri þessi sjónarmið vera í ósamræmi við almenna framvindu björgunartækjamála bæði hér- lendis og erlendis. Skipaskoðunarstjóri ákvað þá að bíða átekta, þar til fréttir bærust frá alþjóðaráðstefnu um öryggi mannslífa á hafinu, sem haldin yrði í London þá í maí 1960 og skipaskoðunar- stjóri sækti. Gúmmíbjörgunarbátar samþykktir Ísland hafði verið aðili alþjóðasamþykkt- ar um öryggi mannslífa á hafinu frá 1948 og þátttakandi í störfum Kaupmanna- hafnarsamþykktarlandanna, en þar voru öll Norðurlöndin auk Hollands. Samtök- in héldu fund einu sinni á ári og stund- um oft á ári, og hafði skipaskoðunar- stjóri mætt á flesta fundina. Þar mættu sérfræðingar, framleiðendur og uppfinn- ingamenn, og sótzt var eftir að sýna helztu nýjungar. Allir óskuðu að bæta sem bezt þann búnað, sem til aukins öryggis mætti verða. Fundargerðir voru oft hundruð blaðsíðna. Kaupmannahafnarsamþykktarlanda- fundur var haldinn í London í febrúar- marz 1957 um gúmmíbjörgunarbáta og þeir viðurkenndir þar sem björgunar- tæki. Skipaskoðun ríkisins stóð í bréfa- skriftum við samtökin um nýjungar, og varla væri hægt að fylgjast betur með. En ef nánari athugun á öflun nýrra björgun- artækja og fullkomnari útbúnaðar skipa ætti að verða, yrði að ráða fastan starfs- mann til Skipaskoðunar ríkisins. Að koma upp innlendri rannsóknarstarfsemi yrði of dýrt, skynsamlegra væri að full- reyna heldur þau tæki hér, sem komið hafa fram á alþjóðavettvangi. Gúmmíbjörgunarbáturinn var mesta framförin, og taldi skipaskoðunarstjóri, að notkun hans væri nú nokkurn veginn komin í fullkomið horf, hvað snerti skoðun og viðhald, en sérstakir skoðun- ar- og viðgerðarmenn, viðurkenndir af Skipaskoðun ríkisins, væru til þeirra starfa. Örugg notkun bátanna fólst í því, að þeir væru alltaf í fullkomnu lagi, og að áhöfn hvers skips þaulþekkti tækið, meðferð þess og hvernig það kæmi bezt að gagni, þegar það væri uppblásið. Til- laga skipaskoðunarstjóra var, að ráðinn yrði fastur starfsmaður við Skipaskoðun ríkisins, sem hefði með höndum yfir- stjórn með öllum gúmmíbátum og gúmmíviðgerðarstöðvum á landinu. Sæi hann um, að ávallt væru fyrir hendi nauðsynlegir varahlutir til viðgerða. Sami maður ferðaðist um landið og héldi sýni- kennslu í notkun gúmmíbjörgunarbát- anna. Hann yrði einnig að sækja nám- skeið hjá framleiðendum. Þá yrði Skipa- Ísinn, hinn mikli óvinur. Mynd: Jermund Skår. Titilsíða af brezku skýrslunni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.