Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur
veðurhæð aðeins einu sinni náð 11 vind-
stigum og frost sjaldan orðið meira en
–20 °C.
Í Nýfundnalandsveðrinu, 7.–10. febr-
úar 1959, mældist á Gander þann 7.
febrúar loftkuldi lægstur –22,8 °C og
veðurhæð mest 100 km/klst.; þann 8.
febrúar –23,9 °C og veðurhæð 106 km/
klst., þann 9. febrúar –23,3 °C og
veðurhæð 84 km/klst. og þann 10.
febrúar –21,1 °C og veðurhæð 56 km/
klst.
Oft hefur mælzt meiri loftkuldi en
þetta á þessum slóðum, –26,1 °C þann
17. febrúar 1938, –26,7 °C þann 6. febr-
úar 1950. Og í janúar 1957 mældist loft-
kuldi –27,2 °C þann 29. janúar, –25,6 °C
þann 30. janúar1957, en veðurhæðin var
þá ekki samtímis neitt viðlíka og var í
Nýfundnalandsveðrinu 1959.
Veðurhæð hefur þó mælzt meiri en í
því veðri eða 111 km/klst. þann 29.
janúar 1955, og í janúar 1957, sem áður
var nefndur, mældist veðurhæð 113 km/
klst. þann 11. janúar (frost –15,6 °C),
129 km/klst. þann 13. janúar (frost
–23,9 °C) og 161 km/klst. þann 14.
janúar 1957 (frost –15,0 °C). Þá mældist
veðurhæð 126 km/klst. þann 3. desem-
ber 1958 (frost –7,8 °C).14
Af þessu sést, að veðrið 11.–14. janú-
ar 1957 var slæmt líkt og Nýfundna-
landsveðrið. En togarar af þeirri gerð,
sem íslenzku togararnir voru á þessum
árum, gátu yfirísast á fáeinum klst. Sólar-
hringa þurfti ekki til.
Hefði ályktun Alþingis átt að beinast
að því, að sjódómur yrði haldinn og
skipuð rannsóknarnefnd, sem kynnti sér
veðurfar á þessum slóðum með aðstoð
kanadísku Veðurstofunnar? Sjóslysin
norður af Horni í janúar 1955 áttu að
rifjast upp, eftir að Benedikt Gröndal, al-
þingismaður, beindi athygli að þeim í
umræðu á þingi. Leiðin til þess að
tryggja öryggi áhafna togara var að
hindra, að skip lentu í ofviðri og ísingu
eins og hér er lýst. Engin björgunar-
tæki gátu með öryggi bjargað áhöfnum
skipa, sem lentu í slíkum náttúruham-
förum.
Þakkir.
Dr. Þór E. Jakobsson, veðurfærðingur,
aðstoðaði við öflun og túlkun veður-
fræðigagna frá Kanada, sem veðurstofan
þar lét fúslega af hendi. Dr. Björn S. Stef-
ánsson las próförk. Eru þeim öllum
fræðar beztu þakkir.
Hafísjaki framundan. Mynd: Stefan Söderholm.