Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27
Allt önnur sýn
Skemmst er frá að segja að ekkert í þessa áttina blasti við mín-
um sjónum þegar við komum til landsins. Á götunum var mik-
ið af bílum af öllum stærðum og gerðum; stórir jeppar af sömu
tegundum og hér prýða göturnar og fólksbílar og vörubílar frá
flestum heimshornum. Einn Rússajeppa sá ég að vísu, sá var af
seinni gerðinni sem flutt var hingað til lands; ögn yngri í útliti
þótt ættareinkennin leyndu sér ekki. Þessi bíll þjónaði réttvís-
inni í Minsk, var lögreglubíll með bílstjóra þakinn axlaskúfum,
orðum og með margar sírenur á þakinu.
Hvað varðar byggingarnar inni í borgunum almennt, þá voru
þær úr steini, reisulegar og vel við haldið að sjá og málaðar í
öllum regnbogans litum eins og fram kemur á meðfylgjandi
myndum.
Aðaltorgið í Minsk, Frelsistorgið er eitt stærsta torg í Evrópu
og við það standa margar þekktustu byggingar Hvítrússa, svo
sem háskólinn og stjórnarráðið. Undir því miðju er trúlega
stærsta verslunarmiðstöð borgarinnar á fimm hæðum. Hæðum
sem ekki standa uppúr torginu eins og algengast er, þess í stað
er byggingin öll neðanjarðar. Það eina sem er sjáanlegt eru inn-
gangarnir ásamt hringlaga hvolfþaki úr gleri sem er yfir sameig-
inlegu miðrými miðstöðvarinnar sem tengir álmurnar saman.
Í þeim verslunum sem við hjónin kíktum inn í var á boðstól-
um svipað vöruúrval og almennt er boðið uppá í þeim verslun-
um sem við höfum heimsótt annarsstaðar, nema að verðið er
mun lægra en almennt gerist. Greinilega í takt við launin sem
eru fremur lág jafnvel í samanburði við þau íslensku.
Þrifnaður og snyrtimennska í hávegum.
Þeim götum sem við áttum leið um, bæði akandi og gangandi,
var bæði vel við haldið og þær vel þrifnar. Við fórum töluvert
um Frelsistorgið fótgangandi og það sem vakti verulega athygli
okkar var hvað allt var snyrtilegt, vel sópað og þrifið. Hinar
hvimleiðu tyggjóklessur sem tröllríða öllu hjá okkur hvar sem
Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi
Sími 580 5800 • www.landvelar.is
Litlu risarnir í rafsuðunni
Léttar, sterkar og fjölhæfar (150-200 Amper)
Kemppi Minarc EVO
Augustow skipaskurður liggur á milli Litháens og Hvítarússlands. Hann er ríflega 100 km. að lengd á heimsminjaskrá UNESCO. Við sigldum eftir skurðinum í um
tvo tíma, Þótt gamlir sjómenn fari ekki til Hvítarússlands gagngert til þess að skoða hafnir eða skip skyldi enginn segja aldrei þegar því er að skipta. Það sennilega
ekki mörgum ljóst að það er hægt að sigla um alla Evrópu frá Eystrasalti til Svartahafs og jafnvel svo langt sem til Kaspíahafs. Slík ferð liggur ekki um úfin höf held-
ur um lygn vötn, fljót og skipgenga skurði. Einn þessara skurða er Augustow skipaskurðurinn sem liggur, um Pólland og til Litháen og þaðan til Eystrasalts. Mánu-
daginn 13. ágúst hélt hópurinn í siglingu á Ágústar skurði, ríflega 100 km. löngu mannvirki frá 19. öld sem fyrir all nokkru var settur á lista UNESCO yfir ómetan-
leg menningarverðmæti. Reyndum sjómönnum finnst kannski ekki mikið koma til pramma á evrópskum skipaskurði, jafnvel þótt skurðurinn sé langur og merkilegur.
Þegar skipið nálgast reynist þó ýmislegt kunnuglegt hverjum þeim sem hefur verið verið á sjó. Skipið er reyndar tæpast hægt að kalla skip en gæti sæmilega vel stað-
ið undir því að vera prammi. Þegar hann leggst að bakka lýsir myndugleikinn af karlinum í brúnni sem gefur undirmanni á dekki skipun um að kasta framspringn-
um í land. Að þessu sinni var enginn á bakkanum til þess að grípa springinn svo hásetinn hoppaði með hann vandræðalaust og gerði klárt. Þá keyrði karlinn í
springinn og pramminn lagðist að bakka.
Áður en við lögðum upp í siglinguna mætti okkur hópur sjónvarpsfólks sem
vildi forvitnast um þennan hóp íslenskra ferðalanga. Að þeirra sögn var þetta í
fyrsta sinn sem þangað kom skipulagður hópur ferðamanna frá Íslandi. Af hálfu
Söguferða var skipaður fjölmiðlafulltrúi, ekki af verri endanum, sjálfur Freyr
Bjartmarz. Hann með sinn flotta hatt var sjálfvalinn fjölmiðlafulltrúi okkar.