Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur
Veikur af völdum vinnu
Bandarískur dómstóll dæmdi nýlega fyrrum yfirstýrimanni af
gámaskipinu Sealand Pride, sem er í eigu Mærsk Line, bætur upp
á 590 þúsund dollara vegna heilsuleysis sem hann varð fyrir. Yfir-
stýrimaðurinn, William Skye, hafði greinst með hjartveiki sem
læknar töldu hafa skapast sökum mikillar vinnu. Fór stýrimaður-
inn því í mál og kom fram í málssókn hans að meðalvinnutími
hans hafi verið 15 tímar og 45 mínútur á hverjum degi í starfi
hans á gámaskipinu. Hann bar því við að skipafélagið hefði brotið
allar reglur um vinnu- og hvíldartíma en undir það tók dómurinn
ekki. Engu að síður var William dæmt í hag en dómurinn taldi
hann eiga 75% hluta af sökinni en hann hafði gert kröfu um 2,4
milljón dollara bætur. William hyggst áfría dómnum.
Ákærðir
Þrír menn hafa verið ákærðir um manndráp í kjölfar slyss þegar
ferjunni Skagit hvolfdi undan Zanzibar í júlí á síðastliðnu ári.
Meðal sakborninga er skipstjóri skipsins en talið er að 144 hafi
farist í slysinu. Var þetta annað ferjuslysið þar í landi með
skömmu millibili en í september 2011 sökk Spice Islander og
með því 800 manns.
Heppnasti maður í heimi
Hann var lánsamur skipverjinn á gámaskipinu Maersk Bintan
þegar honum var bjargað níu tímum eftir að hann féll fyrir borð.
Tanawoot Pratoom var einn úti á þilfari þegar hann fékk svima
með þeim afleiðingum að hann féll fyrir borð um 525 sjómílur
suðaustur af Bermúda þann 23. júní s.l. Tveimur tímum síðar
gerðu skipsfélagar hans sér grein fyrir að hann hefði að öllum
líkindum fallið fyrir borð. Var þegar sent út neyðarkall og skipinu
snúið við og haldið til leitar. Bandaríska strandgæslan tók við
stjórnun aðgerða og framkvæmdi meðal annars rekútreikninga
manns í sjó. Sendu þeir leitarflugvél á svæðið sem og að sex nær-
stöddum skipum var beint inn á svæðið til þátttöku í leitinni.
Skipverjar á kýpverska stórflutningaskipinu Stalo sáu Tanawoot
veifandi í sjónum rúmlega hálf fjögur í eftirmiðdaginn en hann
hafði fallið fyrir borð klukkan rúmlega sjö um morguninn. Það
liðu síðan 40 mínútur þar til honum var bjargað um borð í léttbát
eigin skips. Skipstjóri Maersk Bintan, M. E. Alahi, sagði Tanawoot
vera heppnasta mann í heimi.
Dómur
Breski hæstiréttur dæmdi nýlega skipafélagið BP Shipping til að
greiða 260 þúsund dollara í bætur til ekkju yfirvélstjórans Ren-
ford Braganza sem féll fyrir borð í Atlantshafinu árið 2009. Út-
gerðin hafði neitað að greiða bætur og báru því við að skipverjinn
hefði fyrirfarið sér. Þessu hafnaði dómurinn en sagði að sá mögu-
leiki væri aðeins einn af mörgum en engin sönnun þess eðlis
hefði komið fram. Búist er við að BP Shipping áfrýi dómnum.
Nýjar reglur í Bretlandi
Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt að sett verði ný lög í landinu sem
krefjast þess að sjómenn á skipum sem eru í strandsiglingum eða
á ám og fljótum þar í landi þurfi atvinnuleyfi til starfa. Kemur
þetta í kjölfar mótmæla frá stéttarfélaginu Nautilus International
eftir að fyrirtæki sem réði sér sjómenn utan Evrópska efnahags-
svæðisins bauð í ferjuflutningsleið milli Skotlands og Northern
Isles. Hafa stjórnvöld bent á að sjómenn skipa skráða utan Evr-
ópska efnahagssvæðisins geti enn sem komið er sótt um atvinnu-
leyfi en þó er búist við að því ákvæði verði breytt. Er þetta ekki
eitthvað sem íslensk stjórnvöld þurfa að taka til alvarlegrar skoð-
unar þegar erlend skip, sem tilheyra útgerðum utan efnahags-
svæðisins, taka að stunda strandsiglingar við Ísland?
Skip dauðans
Þegar kreppa dynur yfir draga margar útgerðir saman seglin og
þar sem ekki eru kaupendur í röðum eftir skipum fer fjöldi skipa
í brotajárn á slíkum tímum. Nýlega fór eitt stærsta gripaflutninga-
skip heims, Al-Kuwait, í brotajárn. Skipið, sem var komið á 46
árið, var smíðað sem olíuskip en breytt árið 1981 til gripaflutn-
inga. Skipið var þekkt undir nafninu „Skip dauðans“ af dýra-
verndunarsamtökum í Ástralíu og voru tíð mótmæli við skipið
þegar það lestaði í áströlskum höfnum. Það voru indverskir
brotajárnskaupmenn sem greiddu 356 dollara fyrir stáltonnið sem
þótti mjög lágt verð en stálþungi skipsins var 17.700 tonn. Telja
menn ljóst að Indverjarnir hafi gert sér grein fyrir að það yrði
frekar sóðalegt að rífa skipið.
Hverfur brátt
Fyrsta desember á síðasta ári lauk fyrsta kjarnorkuknúna flug-
móðurskip heims ferli sínum í flotastöðinni í Norfolk í Virginíu.
Flugmóðurskipið Enterprise lauk þar með 51 árs þjónustu fyrir
bandaríska flotann. Það mun þó taka nokkuð langan tíma að rífa
skipið og hafa menn áætlað að því muni ljúka á átta árum. Rífa
þarf 62.000 tonn af stáli og áli auk átta kjarnakljúfa sem í skipinu
eru. Fram á mitt þetta ár verður skipið í Norfolk þar sem unnið
er að því að fjarlægja allt eldsneyti úr skipinu. Þá verður farið
með það til Newport News þar sem haldið verður áfram að fjar-
lægja alla glussaolíu sem og innréttingar, varahluti, tæki og tól.
Allir tanka verða þrifnir og öll spilliefni tekin úr því. Er búist við
að þetta muni taka fjögur ár. Þá mun skrokkurinn verða dreginn
til Puget Sound Naval Shipyard í Washington fylki. Verður þá far-
Utan úr heimi
Hilmar Snorrason skipstjóri
Skip dauðans, eins og það var kallað, hefur lokið ferli sínum.
Átta ár mun taka að rífa flugmóðurskipið Enterprise.