Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur
Föstudaginn 8. febrúar sl. var haldin
ljósmyndakeppni sjómanna á Norð-
urlöndum og fór hún fram í Ryvarden
vitanum sem er rétt utan við Hauga-
sund í Noregi. Það var fallegur morgun
þegar fulltrúar allra Norðurlandanna
hittust í aðalstöðvum norsku Siglinga-
málastofnunarinnar í Haugasundi til-
búnir til að leggja fram 15 ljósmyndir
sjómanna frá hverju landi til að berjast
um fimm vinninga keppninnar. Búið var
að ákveða að keppnin færi fram við
Ryvardenvita, sem er um 20 km fyrir
norðan Haugasund, sem lagðist afar
vel í mig sem fulltrúa Íslands.
Það var einmitt á þessum slóðum,
sem sagan segir, að Flóki Vilgerðarson
hafi haldið frá Noregi með fjölskyldu
sína og frændlið til að setjast að í nýju
landi. Með Flóka fóru meðal annars þeir
Herjólfur, Þórólfur og Faxi en talið er að
Faxaflói sé nefndur eftir þeim síðast-
nefnda. Flóki hélt þó ekki beint til Ís-
lands heldur kom hann við á Hjaltlandi
og Færeyjum áður en hann komst til
fyrirheitna landsins og notaðist við þrjá
hrafna til að vísa sér leiðina. Hrafna-
Flóki átti síðan eftir að nefna landið Ís-
land sem síðan hefur fest sér rækilega
sess í heimssögunni.
Við Ryvardenvita eru bæði gallerí og
veitingastaður þar sem keppnin fór fram.
Dómarar keppninnar að þessu sinni voru
mættir en fengu ekki að vera viðstaddir
meðan myndum var stillt upp. Eins og
siður er koma dómararnir frá því landi
sem keppnina heldur. Að þessu sinni
voru þetta þeir Magnus Jonas Fjell nátt-
úruljósmyndari og Alfred Aase ljósmynd-
ari hjá Haugesunds Avis. Meðan dómar-
arnir voru við störf fengum við,
umsjónarmenn keppninnar, fræðslu um
staðinn auk þess sem farið var að minn-
ismerki um þá sem fórust með ferjunni
Sleipni skammt undan vitanum árið
1999.
Það tók dómarana um klukkustund
að komast að niðurstöðu um hvaða
myndir ársins 2012 væru bestu myndir
keppninnar. Það var ekki laust við að
titrings gætti þegar inn var komið og
fimm ljósmyndir lágu á borðinu og þar á
meðal ein íslensk. Dómararnir kynntu þá
myndirnar sem unnu til verðlauna og
þegar þeir kynntu fyrstu verðlaun með
því að taka upp ljósmynd Guðmundar
St. Valdimarssonar bátsmanns á varð-
skipinu Ægi varð gleði mín ómæld.
Loksins kom að því að íslensk ljósmynd
sigraði í ljósmyndakeppninni. Það var
mat dómaranna að myndin væri góð
blanda af fólki við störf, náttúru og að
lýsingin væri fönguð á réttu augnabliki. Í
verðlaun hlýtur Guðmundur ljósmynda-
búnað fyrir 5.000 danskar krónur sem
gefin er af Walport í Kaupmannahöfn.
Önnur verðlaun komu í hlut sænska
hásetans Daniel Möllerstrøm á þjónustu-
skipinu Tor Viking II. Ljósmyndarinn
hefði náð að gera myndina listræna með
svart hvítu. Andstæðurnar magna mynd-
ina að mati dómaranna. Í verðlaun hlaut
Daniel ljósmyndabúnað fyrir 5.000
norskar krónur sem Norska siglinga-
málastofnunin gefur.
Þriðju verðlaun komu í hlut margfalds
sigurvegara Norðurlandakeppninnar,
Verðlaunamynd Guðmundar St. Valdimarssonar er hann nefnir, Ýtt úr vör.