Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41
Hér verður raunar ekki sagt frá atburði á hafinu heldur í
höfn og má því draga að minnsta kosti annað augað í
pung yfir greinarheitinu. Aðdragandinn er að Tómas Krist-
jánsson, sonur Kristjáns Jóhannessonar,
heimsótti Ragnar og þeir rifjuðu upp
túrinn fræga þegar kviknaði í sjónum
en Tómas var yngsti hásetinn í þeirri
ferð.
Sjórinn stóð í ljósum logum
Við vorum í Grimsby. Löndun var lokið
og Máninn hafði verið færður úr fiski-
dokkinni að bryggju framundan skrif-
stofu Þórarins Olgeirssonar. Rétt framan
við okkur, við sömu bryggju, lá breskur
togari, nýmálaður, og voru nokkrir
karlar að kalfatta dekkið og þétta með
stálbiki. Þá gerist það að kviknar í pottin-
um sem þeir voru að bræða stálbikið í.
Það kemur fát á þá og þeir fleygja pottin-
um í sjóinn. Og það er ekki að orðlengja
að sjórinn stendur samstundis í ljósum
logum allt í kringum togarann og læsir
sig í togarann sjálfan, nýja málningin var
svo eldfim.
Ástæðan fyrir því að kviknaði í sjónum
– sem er kannski ekki alveg rétt orðað en
skemmtilegra svona – var að olía hafði
runnið úr yfirfallsröri á Mánanum og
olíuflekkur náð að myndast á sjónum.
Vindur hafði blásið olíunni frá Mánanum
og að Bretanum.
Þegar olíunni var dælt um borð stóðu
einn vélstjóri og breskur vaktmaður að
verkinu, aðrir voru í landi. Ég var í mat
uppi á hóteli með Þórarni Olgeirssyni.
Nú hringdi síminn og var erindið að láta
Þórarinn vita um atvikið við höfnina.
Þegar við komum niður á bryggju gat
heldur betur að líta. Þar var heil hersveit
af slökkviliðsmönnum og voru þeir búnir
að slökkva alla elda en togarinn hafði log-
að stafna á milli meðan málningin entist.
Svo hafði líka kviknað í bryggjunni. Mán-
inn var horfinn. Hann hafði verið dreg-
inn í burt með dráttarbáti.
Það var ekkert gert í málinu áður en
við fórum heim en þegar heim kom var
vélstjórinn sendur út með flugi og þegar
ég kom næst til Grimsby varð ég að fara
yfir til Hull í réttarhald og seinna aftur til
Hull þar sem ég var dæmdur af nokkrum
parúk-hempuklæddum dómurum. Það
var dálítið skrýtið en ég lét það ekki pirra
mig. Ég var saklaus af verknaðinum þótt
ég væri dæmdur sekur og gert að greiða
háa sekt. Mig minnir að það hafi verið
23.000 sterlingspund sem var á við tvo
þolanlega sölutúra. Á þessu sést hvað ábyrgð skipstjóra er
mikil. En sjálfsagt hefur tryggingafélag skipsins þurft að blæða
fyrir kæruleysi vélstjórans.
Ragnar Franzson
Þorkell Máni. Mynd: Ragnar Franzson.
Máninn á karfaveiðum. Mynd: Ragnar Franzson.
Grimsby.