Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur
ferð skipsins þangað. Aðrir veltu því fyr-
ir sér hvað yrði um okkar góða skip.
Einhverjir höfðu á orði að nú yrði það
trúlega selt úr landi hið fyrsta, en aðrir
töldu að því yrði sennilega lagt við festar
uppi í Hvalfirði eða Kollafirði og látið
liggja þar uns úr rættist. Þegar lagst var
við festar í Reykjavík nokkru eftir miðj-
an nóvember grunaði hins vegar fæsta að
okkar biði mikil og viðburðarík langsigl-
ing og að við myndum eyða jólunum
sunnan miðbaugs.
Suður mitt Atlantshaf
Ekki mun hafa hvarflað að forráðamönn-
um Olíufélagsins eða Skipadeildar S.Í.S. í
nóvember 1964 að selja Hamrafell, enn
síður að leggja því á afviknum stað á Ís-
landi og bíða átekta. Þeir vissu vel að
töluverð eftirspurn var eftir olíuskipum
af þessari stærð til leigusiglinga úti í hin-
um stóra heimi. Á þeim markaði var að
sönnu sjaldan á vísan að róa, en þegar
vel tókst til gátu slíkir flutningar gefið
útgerðinni mun meira í aðra hönd en
siglingar með olíuvörur til Íslands. Ekk-
ert var hins vegar jafn óhagkvæmt og að
láta dýrt atvinnutæki á borð við Hamra-
fell liggja aðgerðalaust og þess vegna var
allt kapp lagt á að koma skipinu úr höfn
sem fyrst.
Losun á farmi frá Sovétríkjunum í ol-
íustöðvarnar þrjár í Reykjavík var tíma-
frek og tók yfirleitt um fjóra til fimm
daga ef veður hélst skaplegt. Þegar síð-
asti farmurinn frá Batúmi var kominn á
land, hafði enn ekki tekist að finna verk-
efni fyrir skipið, en það settu menn ekki
fyrir sig. Síðasta sunnudag í nóvember
var látið úr höfn og fékk skipstjórinn
fyrirmæli um að sigla sem næst suður
mitt Atlantshaf svo við yrðum nokkurn
veginn jafn fljótir til Evrópu eða Amer-
íku eftir því hvar verkefni fengist. Í upp-
hafi var þetta því hálfgerð óvissuferð.
Á Hamrafelli var fjörutíu manna áhöfn
og kenndi þar ýmissa grasa, eins og
vænta mátti. Allmargir skipverjar voru á
skipinu árum saman, aðrir skemur, og í
hvert skipti sem komið var til Íslands
urðu mannabreytingar. Sumir, einkum
yfirmenn, fóru í frí og aðrir leystu þá af
og alltaf fóru einhverjir af eftir hvern túr
og nýir menn komu í staðinn. Ríkharð
Jónsson, sem var fastráðinn skipstjóri á
skipinu, fór í frí fyrir þessa ferð og
Gunnar H. Sigurðsson 1. stýrimaður tók
við skipstjórninni. Gunnar var hörkusjó-
maður og einkar vel látinn yfirmaður.
Hann þekkti Hamrafellið öðrum mönn-
um betur, hafði verið þar stýrimaður frá
því Íslendingar eignuðust skipið árið
1956. Í þessari ferð reyndi oft á hæfni
hans og mannkosti og hann leysti hvern
vanda af réttsýni og skörungsskap. Má
þá geta þess lesendum til fróðleiks að
Gunnar var yngri bróðir hins þjóðkunna
sægarps Einars Sigurðssonar á Aðalbjörgu
RE.
Sigurður Hallgrímsson, sem
verið hafði 2. stýrimaður, varð 1. stýri-
maður og varð þessi ferð honum ærið
óvenjuleg og minnistæð. Allmargir und-
irmenn fóru af skipinu áður en lagt var
upp í „óvissuferðina“ og þegar siglt var
úr höfn var um það bil helmingur háset-
anna nýir. Sumir þeirra voru þó allreynd-
ir sjómenn en flestir hásetanna voru
ungir að árum. Man ég ekki betur en að
allir hafi þeir reynst ágætir félagar, eins
og reyndar aðrir skipverjar.
Til Kyrrahafs og
suður yfir miðbaug
Eftir nokkurra daga siglingu frá Reykja-
vík bárust boð frá Skipadeildinni um að
verkefni hefði fengist fyrir skipið. Við
áttum að sigla til Aruba á Karíbahafi,
lesta þar og halda síðan um Panama-
skurð til Callao í Perú. Þar myndi skip-
stjóri fá upplýsingar og fyrirmæli um
næsta verkefni. Þessar fréttir vöktu
ánægju okkar yngri mannanna um borð,
sem sáum fram á ævintýri í suðurhöfum,
en mig grunar að hinir eldri, og þá eink-
um fjölskyldumenn, hafi ekki allir orðið
jafn glaðir við.
Nú var stefnan sett í suðvestur og til
Aruba komum við eftir liðlega tveggja
vikna siglingu frá Reykjavík. Þar tók
tæpa tvo sólarhringa að lesta skipið og
síðan var látið í haf á ný og stefnt í vest-
urátt. Eftir rúmlega tveggja sólahringa
siglingu var komið til Colon sem er við
eystri enda Panamaskurðarins. Á leiðinni
undruðumst við oft hve mikil skipaum-
ferð var á þessum slóðum, miklu meiri,
að okkur fannst, en til að mynda á Mið-
jarðarhafi. Þarna var mikið um stór olíu-
skip á leið til og frá Venesúela og eftir
því sem nær dró Panama þéttist umferð
alls kyns skipa. Varð því að sigla með gát
og fylgjast vel með en mörg þeirra skipa
sem við mættum virtust okkur vera hrör-
leg og hálfgerðar manndrápskollur.
Þar sem skipið hafði ekki áður farið
um Panamaskurðinn tók það yfirvöld
nokkurn tíma að skoða og yfirfara mæl-
Helgafell við Torfunefsbryggju á Akureyri. Skipið var smíðað árið 1954 og var í þjónustu Sambandsins til
1979 að það var selt úr landi. Mynd: Minjasafnið á Akureyri.
Siglt um Panamaskurðinn.
Mynd: Benedikte Posthumus