Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur
litið er sáust hvergi. Hjá okkur eru gangstéttarnar útbíaðar í
þessum úrgangi mennsku jórturdýranna og eftir því sem þær
eru fjölfarnari er styttra á milli klessanna. Svo langt ganga
mennsku jórturdýrin í að þjóna þessari fýsn sinni að komið
hefur fyrir að vænar tyggjó slummur hafa fundist við hliðina á
heitu pottunum í höfuðsundlaug okkar Kópavogsbúa við Borg-
arholtsbrautina sem jaðrar auðvitað við guðlast. En fátt er svo
með öllu illt að eigi boði nokkuð gott það á einnig við um
tyggjóklessurnar því hugsanlega verður fjöldi þeirra pr. flatar-
einingu notaður til þess að mæla fjölda gangandi á tímaeiningu
á gangstígum borga og bæja í næstu framtíð. Síðan verða til sér-
fræðingar í þessum mælingum sem gæti leitt til sérnáms við
einhvern háskóla landsins í þessari margslungnu fræðigrein.
Við heimsóttum nokkur þorp úti á landi þar sem landslag
einkennist af skógivöxnum hæðum og grænum ökrum í bland
við ár og stöðuvötn. Í sveitum er bragurinn annar en inni í
borgunum, húsin flest úr timbri og máluð í skærum litum regn-
bogans. Þar voru vegirnir, a.m.k. sumstaðar, malarvegir líkir og
þeir sem eru að víkja hjá okkur fyrir bundna slitlaginu.
Í heildina var þessi fyrsta skipulagða hópferð til Hvítarúss-
lands mjög ánægjuleg í alla staði, margt að sjá sem bæði fræddi
og gladdi augað og þrátt fyrir að Rússar séu þekktir fyrir mikla
vodkadrykkju var enginn útúrdrukkinn þarlendur á minni leið
né hinn hvimleiði útigangsmaður stórborganna. Hótelin sem
við gistum á voru óaðfinnanleg og maturinn hvorki verri eða
betri en almennt gerist í ferðum af þessu tagi. Á því fyrra sem
við gistum var þjónustuframboðið meira en ég hef a.m.k. heyrt
um áður en hringt var í þá sem voru einir á herbergi og þeim
boðið bætt rúm af undur mjúkri konurödd og ekki skemmdi
nú prísinn sem var um 2300 kr. Einum af okkar okkar ágætu
ferðafélögum var svo brugðið þegar hann kom í morgunverðinn
fyrsta morguninn að hann gleymdi að bjóða okkur góðan dag-
inn þess í stað snérist allt hans tal um hringinguna og mjúku
og ástríðufullu röddina sem talaði í trektina. Að loknum þess-
um formála lygnd´ann aftur augum og horfði dreymin út í ei-
lífðina og sagði: „Þetta var sko alvöru kona engin mjaltavél“.
Fólkið sem við áttum samskipti við var vinalegt og vildi
hvers manns vanda leysa og skipulag ferðarinnar af hálfu Sögu-
ferða var til mikillar fyrirmyndar í alla staði.
Hér kemur skýringin á því af hverju göturnar í Minsk vor jafn snyrtilegar og
raun bar vitni. En víða mátti sjá hóp kvenna að sópa götur og gangstéttar vopn-
aðar tækjum og tólum af sömu gerð og sú á myndinni sem var æði fasmikil að
sjá og greinilega stolt af hlutverki sínu.
Af hreinni tilviljun gengum við fram á hóp innfæddra í útilegu. Eins og sjá má
var fólkið búið að koma sér fyrir og var svona að kíkja í vodkaflösku, þegar við
komum þótt miður dagur væri. Eins og sjá má á myndinni var okkur boðið
uppá hressingu svo ríkulega að hafa varð bæði í bjórkönnu og snapsaglasi. Far-
artæki þessa hóps voru ekki af verri endanum eða bensar og BMV-ar.
Það var algeng sjón í Minsk að sjá konur við að sópa göturnar. Þessar tvær
sællegu dömur voru að sópa og tensa Frelsistorgið sem var alveg einstaklega
snyrtilegt eins og þegar hefur komið fram; þær munduðu sópinn af þvílíkri
leikni að íslenskar golfdömur gætu verið stoltar ef þær næðu líkri leiki með
golfkylfurnar.