Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur
Að kvöldi 7. ágúst sl. lagði 17 manna
hópur Íslendinga upp í 7 daga ferð
til Hvítarússlands á vegum ferðaskrif-
stofunnar Söguferða í Kópavogi sem er í
eigu Þorleifs Friðrikssonar, sagnfræð-
ings, sem einnig var fararstjóri í ferð-
inni. Hugmyndin var að heimsækja fyrst
og fremst höfuðborgina Minsk en fara
síðan í skoðunarferðir út frá borginni.
Að sögn þarlendra mun þetta hafa verið
fyrsta skipulagða ferð íslenskrar ferða-
skrifstofu til Hvítarússlands.
Almennur fróðleikur um landið
• Landið er tæplega helmingi stærra en
Ísland 207.000 km².
• Íbúafjöldi er tæpar 10 milljónir.
• Um 90% íbúa teljast Hvítrússar en þar
af tala aðeins um 12% málið heima hjá
sér. Rússneskan er helsta samskiptamál
landsmanna. Sjálfstætt hvítrússneskt
ríki hefur eiginlega aldrei verið til fyrr
en eftir fall Sovétríkjanna 1991. Fram
til þess höfðu herrar þjóðarinnar, fyrir utan þann eina stóra,
verið nágrannar þeirra fyrir austan og vestan.
• Landið er flatlent hæsta fjallið er 345 metrar. Grjóthnullung-
ar eru svo sjaldséðir að þeir fáu sem sjást á yfirborði jarðar
eru hjúpaðir vættatrú og þykja undur og stórmerki.
• Um fimmtungur svæðisins er akurlendi og 40% landsins eru
þakin skógi og þar munu vera um 11 þúsund stöðuvötn.
• Í suðaustur hluti landsins eru svæði sem hafa verið nánast
óbyggileg síðan 1986 þegar kjarnorkuverið í Chernobil, sem
er í Úkraínu skammt frá landamærunum að Hvítarússlandi,
gaf sig. Þar er enn verið að vinna að því að takmarka skað-
ann m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna.
• Atvinnuvegir landsmanna eru fjölbreyttir. Þar er landbúnað-
ur stundaður grimmt og ýmiskonar trjáiðnaður. Þar er enn
nokkur bílaframleiðsla sem þeir voru þekktir fyrir á tímum
Sovétríkjanna, og framleiðsla rafeindatækja er þar enn mikil.
Helstu kaupendur framleiðslunnar eru vinir þeirra og frænd-
ur austan við landamærin. Ein helsta tekjulindin er ódýr olía
sem þeir fá hjá Rússum á verði sem er langt undir heims-
markaðsverði. Olíuna selja þeir svo áfram á heimsmarkaðs-
verði. Þessi greiðasemi Rússa er ein ástæðna þess að lítill
áhugi er á því, meðal landsmanna Hvítarússlands, að slíta á
tengslin við nágranna sína í austri. Þvert á móti eru sterk öfl
sem vilja tengja ríkin enn fastari böndum. Þeirra á meðal er
fyrrum samyrkjubústjóri og núverandi ,,landsstjóri“ Alex-
ander Lukashenko. Opinbert atvinnuleysi er varla mælanlegt
enda eru atvinnuleysisbætur þeirrar gerðar að af þeim getur
enginn lifað og því tilgangslaust fyrir atvinnulaust fólk, sé
það til, að kalla yfir sig frekari vandræði með því að skrá sig
sem slíkt.
• Reyndar virðist afkoma landsmanna vera góð ef marka má
hvunndagsfólkið sem sjá má á götum og strætum. Fólkið er
greiðasamt og gestrisið, stolt af sögu þjóðarinnar og menn-
ingu, virðist ágætlega haldið og húsin fjarri því að húka á
horrimum. Borgir eru flestar nýbyggðar að mestu enda skildi
seinni heimsstyrjöld við landið í einni rjúkandi rúst. Þar sem
áður höfðu staðið borgir voru dufthrúgur. Höfuðborgin,
Minsk, með sínar tvær milljónir íbúa, er ein þessara borga
sem var reist úr rústum. Stíll stórhýsanna er sérstakur, eigin-
lega ekki líkur neinum öðrum. Stundum er hann kenndur
við Stalín og einkennist af stórum byggingum við breiðstræti
og miklum torgum. Í hjarta borgarinnar stendur risavaxið
Frelsistorgið hvar enn má sjá Lenín á stalli, ekki vaxborinn
líkt og í grafhýsinu á Rauðatorginu í Moskvu. Á Frelsistorg-
inu í Minsk stendur hann stóískur á svip og boðar byltingu
morgundagsins, en fáir gefa gaum að orðum hans þar sem
hann stendur steyptur í brons. Stórar byggingar þar sem þeir
hafa verið ófeimnir að fara óhefðbundnar leiðir í formum og
litum. Þegar myrkur leggst yfir Minsk eru mörg þessara stór-
hýsa böðuð litföróttum ljósum. Litbrigði stórhýsa borganna
eru áberandi og sama má segja um þorpin. Kyrrlát sveita-
þorp sem ekkert hafa breyst í aldir. Einu breytingarnar sem
hafa sennilega orðið á síðustu fimm hundruð árum eru að á
þök þeirra eru komin sjónvarpsloftnet og sennilega eru þau
máluð í fleiri litum í dag en þau voru á tímum Jóns Ara-
sonar.
Af hverju Hvítarússland
Eftir að við hjónin höfðum ákveðið að fara í þessa ferð vorum
við gjarnan spurð hvað við ætluðum eiginlega að gera til Hvíta-
rússlands eða hvað þangað væri að sækja. Mín svör voru á einn
veg: Að okkur langaði að kynnast menningu og sögu lands sem
væri a.m.k. 20 - 40 árum á eftir okkar samfélagi að flestu leyti.
Húsin gömul og úr sér gengin, göturnar gamlar, þröngar, hol-
óttar og illa hirtar. Á götum Minsk og á þjóðvegunum væru
örugglega skröltandi afgamlar Lödur, Volgubílar og gamlir og
góðir Rússajeppar sem mikið var flutt af til landsins um miðbik
síðustu aldar og reyndust vel við erfiðar íslenskar aðstæður.
Þessum bílum til viðbótar reiknaði ég með að sjá stolt vinaþjóð-
anna svo sem austurþýska Trabanta og Vartburg bíla, en bílar af
þessum tegundum voru fluttir hingað til lands og reyndust vel
að mati rétttrúaðra. Þeirra helsta einkenni var mikill blásvartur
Helgi Laxdal
Ferðin hófst með því að við sváfum úr okkur ferðaþreytuna í þorpinu Trakai, skammt fyrir vestan Vilníus,
höfuðborg Litháa. Samnefndur kastali sem þar er stendur í sínum forna glæsileika og minnir á að hér var
vagga litháíska ríkisins. Í samnefndu þorpi er fámennt samfélag af þjóð Karaíta, í sínum litaglöðu litlu hús-
um eins og þeir hafa gert um aldir. Karaítar, hinir hreinu, eru strangtrúaðir gyðingar af tyrkneskum upp-
runa.