Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur
skoðun ríkisins gert kleift að kaupa eða
taka á leigu ný tæki, sem gerðar yrðu til-
raunir með hérlendis, áður en þess yrði
krafizt, að þau væru notuð á íslenzkum
skipum.
Efasemdir um
gúmmíbjörgunarbáta
Emil Jónsson, sjávarútvegsráðherra, taldi
sýnt af bréfi skipaskoðunarstjóra, að
fylgzt væri grannt með nýjungum. Ísland
væri í alþjóðasamtökum um þessi mál og
hefði nýlega gengið í alþjóðasamtökin
IMCO, sem væru á vegum Sameinuðu
þjóðanna, og á fund þeirra í London
héldi skipaskoðunarstjóri í maí næst-
komandi (1960). Nú væri að bíða frétta
af þeirri ráðstefnu.
Jón Skaftason sagði svör ráðherra
greinargóð og skoraði á hæstvirta ríkis-
stjórn að taka tillögur skipaskoðunar-
stjóra mjög til athugunar og veita fé til
þess, að hægt yrði að sinna þeim mál-
efnum eins og hann orðaði það. Þannig
lauk afgreiðslu Alþingis á þessu máli,
sem upp kom eftir sjóslysin í janúar og
febrúar 1959. Allir virtust sáttir. En hvað
hafði áunnizt?
Rétt fjögur ár voru þá liðin, frá því að
togararnir Lorella H455 og Roderigo
H135 frá Hull fórust NA af Horni, nánar
sagt 26. janúar 1955. Roderigo hafði inn-
anborðs „nýtízku gúmmíbát“ eins og
bent er á í dagblaðinu Vísi frá þessum
tíma. Talið var hugsanlegt, að einhverjir
af áhöfninni hefðu komizt í bátinn, áður
en skipið sökk.5 En 29. janúar fann tog-
arinn Hallveig Fróðadóttir gúmmíbátinn
uppblásinn og tóman alldjúpt út af Ísa-
fjarðardjúpi.6 Það var það eina, sem
nokkurn tíma fannst frá þessum tveimur
togurum.7 Hvað skeði? Skeytasamband
var við togarana allt til hins síðasta, þeg-
ar þeim hvolfdi með 2½ klst. millibili
síðdegis miðvikudaginn 26. janúar.8 Þótt
ekki komi fram í skeytasendingunum, að
skipverjar á Roderigo hafi sjósett gúmmí-
bátinn, og að hann hefði slitnað frá skip-
inu, áður en nokkur komst í hann, eru
aðrar skýringar ekki líklegri, úr því að
báturinn fannst útblásinn en mannlaus á
reki.
Hvað taldi Alþingi og Skipaskoðun
ríkisins, að áhöfnin á Júlí GK 21 hefði
átt að eiga kost á að gera, þegar óveðrið
skall á síðdegis laugardaginn 7. febrúar
1959? Veðurhæðin náði 106 km/klst. í
vindhviðum, 11 vindstig, ofsaveður, frost
fór niður í –23,9 gráður; sjávarhiti var
undir frostmarki í Labradorstraumnum.
Við þessar aðstæður er ísing mjög mikil.9
Átti áhöfnin þá að eiga þess kost að fara
í gúmmíbjörgunarbát af fullkomnustu
gerð og bjarga sér þannig frá sökkvandi
skipinu?
Þremur árum eftir að bv. Júlí fórst,
eða 10. febrúar 1962, sökk togarinn
Elliði SI 1 frá Siglufirði út af Öndverðar-
nesi. Togarinn hafði 3 gúmmíbjörgunar-
báta. Tveir þeirra (12 manna bátar) slitn-
uðu strax frá, eftir að þeir höfðu verið
sjósettir, og þeir höfðu blásið sig upp,
annar var með 2 mönnum, en hinn slitn-
aði frá mannlaus. Þriðji gúmmíbátur
skipsins (20 manna) blés sig ekki upp
nema að hálfu leyti og var því skipverj-
um gagnslaus.
Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður
Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220
GSM: 896 4964 ·898 2773
Kt.: 621297-2529
Júlí GK-21.
Lorella H-455.
Roderigo H-135 (hét áður Princess Elizabeth).