Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur Á Alþingi var brugðizt við sjóslysun- um í ársbyrjun 1959, þegar meðal annars togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst. Þann 25. febrúar 1959 var lögð fram tillaga til þingsályktunar um at- hugun á nýjum björgunartækjum. Stóðu 4 þingmenn að tillögunni, Bjarni Bene- diktsson frá Sjálfstæðisflokki, fram- sögumaður, Eggert Þorsteinsson, Al- þýðuflokki, Einar Olgeirsson, Sósía- listaflokki og Steingrímur Steinþórsson, Framsóknarflokki. Í þingsályktunartil- lögunni var skorað á ríkisstjórnina að láta í samráði við Slysavarnafélag Ís- lands fara fram athugun á möguleikum til öflunar nýrra björgunartækja og full- komnari útbúnaðar skipa til sköpunar aukins öryggis íslenzkra sjómanna og sjófarenda eins og flutningsmennirnir orðuðu það. Á Alþingi Í greinargerð var bent á fjögur nýleg sjó- slys. Farþega- og flutningaskipið Hans Hedtoft sökk suður af Hvarfi á Græn- landi, vitaskipið Hermóður fórst út af Reykjanesskaga, og togarinn Júlí frá Hafnarfirði og kanadískur togari (Blue Wave) fórust við Nýfundnaland og fleiri skip. Með þessum 4 skipum, sem nefnd voru, var sagt, að farizt hefðu 143 menn á örfáum dögum (rétt 153). Slysin vöktu upp þá spurningu, hvort enn væru ekki möguleikar á bættri björgunartækni, betri björgunartækjum. Neyðarsenditæki björgunarbáta væru lítt nothæf í storm- um og stórsjó, betri gúmmíbjörgunarbáta væri hægt að framleiða, og yfirhitun skipa til varnar ísingu var mjög ábóta- vant. Skjótrar athugunar væri þörf, og skyldi ríkisstjórnin hafa samráð við Slysavarnafélagið um úrbætur.1 Í ályktuninni var einblínt á björgun, eftir að slys höfðu orðið, en ekki vikið að rannsóknum á orsökum slysa og hvað gæti komið í veg fyrir þau. Sjóslysin, sem voru nefnd, atvikuðust með ólíkum hætti. Farþegaskipið sökk eftir árekstur við ísjaka, vitaskipið fórst líklegast þar sem sjólag gerir mjög vont vegna þver- hnýpis í sjávarbotni og misdýpis, og tog- ararnir yfirísuðust í ofsaveðri. Í máli flutningsmanns tillögunnar, Bjarna Benediktssonar, er minnt á fram- farir í björgunartækjagerð, og að með til- lögunni sé Alþingi að sýna vilja sinn til þess, að allt verði þó gert, sem í mann- legu valdi standi, til að slys verði hindr- uð og úr bætt eftir föngum. Benedikt Gröndal, 5. landskjörinn þingmaður, tók til máls viðvíkjandi til- lögunni og benti á, að ráðlegt væri að at- huga fleira en björgunartækin eingöngu. Benedikt hafði þá nýlega lesið í Fishing News, að eftir að Bretar misstu tvo togara norður af Íslandi fáeinum árum áður og af sömu orsökum og talið var, að hefðu grandað togurunum við Ný- fundnaland, gerðu þeir ítarlega rannsókn á byggingu skipanna. Beindi Benedikt því til nefndarinnar, er fengi málið til umfjöllunar, að athuga auk björgunar- tækjanna sjálfra einnig framtíðarbygg- ingu skipa, sem send væru á þessar veið- ar, svo að draga mætti úr hættu á því, að til slíkra harmleikja kæmi aftur eins og orðið hafði þá um veturinn. Málinu var vísað samhljóða til allsherjarnefndar. Allsherjarnefnd leitaði álits Skipa- skoðunar ríkisins og Slysavarnafélags Ís- lands og mælti síðan með samþykkt þingsályktunartillögunnar á fundi sam- einaðs Alþingis 5. maí 1959. Einskis mátti láta ófreistað við að hagnýta full- komnustu björgunartæki fyrir farmenn og fiskimenn, voru orð Benedikts Grön- dals, formanns allsherjarnefndar og jafn- framt talsmanns nefndarinnar. Alfreð Gíslason, 1. landskjörinn þingmaður og einn nefndarmanna í allsherjarnefnd, samþykkti með þeim fyrirvara, að tryggja yrði eftirlit með öryggisbúnaðinum og kennslu í notkun tækjanna, en á þetta hefði skort.2 Farmannasambandið á móti Ekki er að sjá, að tilmæli Benedikts Gröndals hafi haft áhrif á allsherjar- nefnd, um að láta sér ekki nægja að hyggja að björgunarbúnaði heldur einnig byggingu skipanna. Benedikt minntist ekki á þetta atriði aftur, þegar hann mælti fyrir álitinu 5. maí. Engin efnis- breyting hafði orðið á þingsályktunartil- lögunni í nefnd, aðeins smávegis orða- lagsbreyting. Hefði nefndin fylgt því eftir, sem Benedikt Gröndal benti á, hefði hún líklegast rekizt á áðurnefnda rannsóknar- skýrslu, sem gerð var, þegar brezku tog- ararnir Lorella og Roderigo fórust NA af Horni í óveðri og ísingu.3 Þann 9. marz 1960 spurðist 4. þing- maður Reykjaneskjördæmis, Jón Skafta- son, fyrir í sameinuðu þingi um afdrif málsins. Jón Skaftason sat í heilbrigðis- og félagssmálanefnd neðri deildar. Sjáv- arútvegsráðherra, Emil Jónsson, varð fyrir svörum. Ráðherrann sagðist strax og þingsályktunartillagan barst honum, hafa sent tillöguna til skipaskoðunar- stjóra til þess að hann léti fara fram at- hugun á því, sem í ályktuninni væri ósk- að eftir. Skipaskoðunarstjóri svaraði með bréfi, sem prentað er í Alþingistíðindum, enda las ráðherrann bréfið upp.4 Í bréfinu segir, að fljótlega eftir sam- þykkt þingsályktunartillögunnar hefði skipaskoðunarstjóri átt viðtal við ráð- herra og skýrt honum frá nýjungum á Ólafur Grímur Björnsson Í kjölfar sjóslysanna í ársbyrjun 1959 var á Alþingi fjallað um öryggismál sjómanna.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.