Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
Eftir að það var ákveðið árið 1964,
að Jón Guðmundsson yrði seldur
og ekki yrði um frekari útgerð foreldra
minna að ræða, fór ég að líta í kring um
mig. Ég vildi helst ekki fara á báta utan
af landi. Var á þessu tímabili kominn
með konu og fimm börn, en kona mín
heitir Jóna Ólafsdóttir og er úr Grinda-
vík, úr sjómanns fjölskyldu eins og ég,
til dæmis var bróðir hennar Þórarinn
Ólafsson aflakóngur skipstjóri á Albert
GK 31. Svo það passaði illa að vera,
kannski með báta úr öðrum landsfjórð-
ungum.
Nýr Sæhrímnir – og þó gamall
Seint á vertíðinni 1964 hafði samband
við mig Ásgrímur Pálsson framkvæmda-
stjóri hraðfrystihússins Jökuls hf. Í Kefla-
vík, en þeir voru að láta byggja stálbát í
Stálvík hf. í Arnarvogi sem var jafnframt
fyrsta stálfiskiskipið, sem þeir smíðuðu.
Þannig var að Jökull hf. átti trébát Sæ-
hrímni KE 57, sem var dæmdur ónýtur,
en nýbúið var að skipta um vél og brú í
bátnum og byggðist nýsmíðin á því að
notað yrði allt, sem hægt var að nota úr
gamla bátnum, til allrar bölvunar, fyrir
alla. Þetta voru tvær GM. díselvélar á
einum skrúfu öxli 480 hö. Ljósavélin var
gömul og sáum við bræðurnir að það
gengi ekki, því að hún var aðeins 30 hö.
Og til stóð að hafa 220 volta jafnstraum
í nýsmíðinni.
Upphaflega ætlaði útgerðin að láta
smíða lipran vertíðar bát, en þegar síldin
fór að veiðast aftur, fengu þeir æði, eins
og fleiri. Við bræðurnir bentum þeim á
ýmislegt, sem nauðsynlegt var að breyta.
Nema eftir miklar vangaveltur, ákváðum
við að slá til og taka bátinn, því ég vildi
hafa bróður minn Hörð með mér. Hann
hafði verið 1. vélstjóri á gamla Sæhrímni
1959 með þessum vélum. Strax eftir ver-
tíðina, sem var sú besta, sem ég hafði
fengið, enda með topp mannskap og
fínan útbúnað, fórum við bræðurnir,
stýrimaðurinn Stefán Sigurðsson og Guð-
laugur Þórðarson, en þeir voru báðir
með mér á Jóni Guðmundssyni, að vinna
hjá Stálvík HF. við að gera bátinn kláran
ofandekks, því að þetta var fyrsti fiski-
báturinn, sem Stálvík smíðaði og þá
vantaði vana menn við reiðabúnað og
fleira.
Vélaverkstæði Björns og Halldórs við
Síðumúla, sá um niðursetningu véla,
Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar,
sem var staðsett við hliðina á Stálvík, sá
um niðursetningu á spilum, enda Sigurð-
ur hluthafi í Stálvík. Landsíminn sá um
fjarskiptatækin. Þeir voru með nýja tal-
stöð, sem þeir framleiddu sjálfir 50 w
minnir mig og heyrðist mjög vel í.
Reynsluferðin;
ég missi stjórn á skapi mínu
Báturinn var ekki orðinn gangfær, þegar
hann var settur á flot, í byrjun júní og
var honum slefað til Reykjavíkur og lagt
vestur við Granda. Fiskileitartækin voru
úr gamla bátnum, nýleg tæki frá Simrad,
góð tæki. Mig minnir að við færum í
fyrstu reynsluferðina í endaðan júní og
þá byrjuðu fyrstu vandræðin. Eftirlits-
menn frá Skipaskoðun Ríkisins, seinna
Siglingastofnun, voru ekki sáttir við tím-
ann er það tók mig að skipta vélinni úr
fullu áfram og í fullt aftur á bak. En af
því að þetta voru tvær vélar á sama öxli,
þá þurfti maður að bíða augnablik á
meðan gírinn var að slíta áfram takið og
skipta svo aftur á bak. Þeir gleymdu að
taka tímann, sem tók að stöðva ferð báts-
ins. Eftirlitsmaðurinn með vélunum
heimtaði að ég skipti viðstöðulaust úr
fullu áfram í fullt aftur á bak. Og ég
gerði það. Það skipti engum togum að
báðir koplings diskarnir brotnuðu og
urðum við að fá aðstoð frá hafnarbát til
að komast í höfn.
Þetta kostaði níu daga bið eftir nýjum
diskum frá Bandaríkjunum og heilmikla
rekistefnu hjá Tryggingamiðstöðinni, þar
sem báturinn var tryggður. Ég lenti á
einum tveim fundum hjá þeim. Á öðr-
um þeirra hitti ég tæknifræðing, sem var
nýkominn af ráðstefnu, þar sem meðal
annars var rætt um hvernig væri fljótleg-
ast að stöðva ferð skips.
Með þennan lærdóm fór ég í seinni
reynsluferðina. Það var sama sagan,
þegar ég var búinn að stöðva bátinn,
gleymdu þeir að taka tímann, sem það
tók að stöðva ferð bátsins og vildi véla-
eftirlitsmaðurinn að ég endurtæki gjörn-
inginn, en ég sagði að þetta mætti bara
gera í neyðartilfellum og rétti honum
prentað plagg frá tryggingum bátsins og
sagðist vera farinn í land og sneri bátn-
um, en við vorum komnir út fyrir Akur-
ey. Við vorum að karpa um þetta og vor-
um komnir inn fyrir Engey, þegar
Halldór, verkstjóri við vélaniðursetning-
una, stakk upp á því að ég stöðvaði ferð-
ina á bátnum, eins og ég hefði fengið
kunnáttu til og að þeir myndu nú eftir
að mæla hvað það tæki langan tíma. Og
það varð að samkomulagi. Þá vildi ekki
betur til en svo að það drapst á báðum
vélum.
Arnbjörn H. Ólafsson
Þriðji hluti
Sæhrímnir fyrir lengingu.