Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Bátarnir sem voru að útbúa sig á humar voru Tjaldur, Kári, Ólafur og Þorsteinn. Þeir voru 24 til 30 tonn. Víðar voru menn að hugsa sér til hreyfings. Við lánuðum þessum útgerðum allt okkar dót og áhöfnin af Baldri skipti sér á þá. Það var vel þegið því allir voru óvanir þessum veiðum. Þessir bátar gátu byrjað smámsaman og öllum gekk vel um sumarið. Nokkuð dró þó úr aflanum þegar kom fram á sumarið. Humarveiðar voru búnar að sanna sig. Síldveiðar höfðu verið að bregðast meira og meira, margir útgerðarmenn við Faxaflóa hugðust nú reyna við humarinn. Fyrstir með skuttog Eins og ég segi um skuttog-byltinguna í 3. tölublaði Víkings 2012 komum við með Baldur KE 97 heim, þann 19. mars 1961. Hann var fyrsta skipið, hannað fyrir veiðar með skuttog, sem Íslendingar eignuðust. Árið 1961 vorum við á netaveiðum út vertíðina, en vorum tilbúnir á humar á undan öllum öðrum og fórum hinn 13. maí í fyrsta humarróðurinn það ár. Aflinn varð eins og áður, upp í 40 körfur af óslitnum humri í hali og tals- vert með af öðrum fiski, mest af langlúru. Það sýndi sig strax, hvað skuttog hafði mikla yfirburði samanborið við síðutogið. Hægt var að beygja á hvort borðið sem vildi og halda réttu togi, þótt straumur væri á annað borðið. Okkur gekk báta best. Bátum fjölgaði fljótt á miðunum, meðal annars lét Jón Gísla- son í Hafnarfirði nokkra Klettana sína á humar, 100 tonna báta. Það fór að þrengjast á miðunum þótt þó útvíkkuðust talsvert. Afli minnkaði nokkuð og farið var að draga lengur. Um miðjan júlí var Faxaflói opnaður fyrir veiðar með drag- nót fyrir báta allt að 40 tonn að stærð. Við, og fleiri, snerum okkur að henni. Enn sannaði skuttogið ágæti sitt, þá tókum við víra í stað tóga við dragnótina. Dregur úr Mörg næstu ár urðu humarveiðar helsta sumarverkefni báta allt að 100 tonnum að stærð. Árið 1962 byrjuðum við fyrstir allra að slíta um borð og setja halana í sjó og ís í tunnur. Löndun varð nú leikur einn, en fram að því hafði hún verið versta vinna. Við það gátu bátarnir verið lengur í róðri, því að þannig geymdist humarinn betur, og sjóferðirnar breyttust í þriggja til fjögurra daga túra. Fram undir 1980 var humarinn, alveg frá vertíðarlokum og fram eftir sumri, aðaluppistaðan í vinnslu margra frystihúsa á Suðurnesjum. Mikið dró úr aflanum á SV svæðinu þegar kom fram á 9. áratuginn. Hámarks heildarkvóti var settur á humar- inn og síðan kvóti á hvern bát og þeir í vaxandi mæli seldir burt með kvótanum. Um 1990 var komið svo að humar var ekki veiddur frá Suðurnesjum nema lítilsháttar frá Grindavík. Baldur KE 97 kom til landsins 19. mars 1961 en það gekk ekki þrautalaust fyr- ir Ólaf að fá þetta smíðalag samþykkt. Baldur kemur úr róðri er varð hans síðasti. Að þessu sinni skulum við hyggja að ýmsu spaklegu er landinn hefur látið sér um munn fara. „Oft hef ég beðið guð minn þess að hann léti mig ekki verða sjálfdauðan.“ Norðlenskur karl. * „Ég má ekki drekka kaffi, hjartað meltir það ekki.“ Ónefndur hjartasjúklingur sem lækn- arnir höfðu bannað kaffidrykkju. * „Vígðu nú ekki meira, Gvendur bisk- up; einhversstaðar verða vondir að vera.“ Rödd úr Drangeyjarbergi við Guð- mund biskup góða Arason þegar hann vígði bergið og hafði farið hringinn um eyna og átti aðeins þennan eina stað eft- ir. Kom þá stór og loðin loppa, í rauðri ermi, út úr berginu og brá stórri sveðju á sigstreng biskups en það varð honum til lífs að einn af þremur þáttum festarinnar var svo rækilega vígður að sveðjan beit ekki á. Baðst bergbúinn þá vægðar með framangreindum orðum. Sá Guðmundur aumur á honum, lét draga sig upp og vígði ekki meira. Heitir þar síðan Heiðnaberg og er varasamt sigmönnum. * „Hér á Íslandi er allt á eftir tímanum nema klukkan.“ Guðmundur Björnsson landlæknir. * „Hvert ljóðskáld, sem frjósamt á að vera, þarf að hafa talsvert af áhyggjulaus- um frístundum.“ Jón Ólafsson í formála að annarri út- gáfu Ljóðmæla sinna. * „Láttu allt eftir barninu þínu og full- vaxið mun það tala illa um þig.“ Jón Hjaltason sagnfræðingur. *

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.