Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur V ið Gulahafið stendur borgin Rongcheng þaðan sem sér yfir til beggja Kóreuríkjanna þegar bjart er í veðri. Þar er er nú verið að smíða tvö gámaskip fyrir Eimskip. Leiðrétting! Eitt. Því annað þeirra, Lagarfoss, hefur þegar verið afhent nýjum eigendum sínum. Af því tilefni sló Víkingur á þráðinn til Guðmundar Haraldssonar skipstjóra og bað hann að segja ögn frá heimsiglingunni. Víkingur: Sæll og blessaður Guð- mundur. Velkominn heim og til hamingju með nýja skipið. Hvernig gekk svo heim- ferðin fyrir sig? Guðmundur: Við lögðum upp frá Rongcheng hinn 30. júní. Fyrsti leggur- inn varð raunar ekki langur því að í Qingdao, sem er ein af meiri hafnar- og iðnaðarborgum þeirra Kínverja, lestuð- um við frakt til Rotterdam og heilmikið af nýjum frystigámum sem eiga eftir að koma að góðum notum hjá okkur í framtíðinni. Hinn 2. júlí voru svo landfestar leyst- ar í Qingdao og Kínverjar kvaddir. Við tók átta daga sigling til Singapore þar sem við tókum olíu og vistir. Hinn 13. júlí, eftir þriggja daga stopp, fórum við frá Singapore. Fimm dögum síðar, eða 18. júlí, komum við til Sri Lanka og 28. júlí sigldum við inn á Súezskurð og 4. ágúst tókum við olíu og vistir í Gíbraltar. Þá voru tveir viðkomustaðir eftir, Rott- erdam og Immingham. Til Reykjavíkur komum við svo hinn 17. ágúst í afar fallegu veðri þar sem töluverður fjöldi fólks tók á móti okkur. Skipinu var þá formlega gefið nafn og blessað af presti. Afskaplega skemmtileg stund og minnis- stæð. Víkingur: Þetta var býsna löng sigling? Guðmundur: Já, 12.500 sjómílur eða liðlega 23.000 þúsund kílómetrar en til að setja þetta í eitthvert samhengi þá eru 20.001 kílómetri á milli pólanna. Víkingur: Nú fóruð þið um mörg höf. Er líkt að sigla um þau? Guðmundur: Það eru nú frekar róleg veður þarna út af Asíu. Vitaskuld getur hann þó blásið upp með hitabeltisstorm- um en þeir eru ekki jafn-víðáttumiklir og lægðirnar í Atlantshafinu. Hafið er líka kyrrara. Þarna gætir ekki undiröld- unnar sem alltaf er í Atlantshafi. Hitinn er hins vegar mikill Asíumegin við Súez. Bæði lofthiti og sjávarhiti sem er víða yfir 30 gráður. Til dæmis var sjórinn 33 gráður í Singaporesundi. En við þurftum ekki að kvarta. Skipið er vel loftkælt og við héldum okkur innandyra. Það var alltof heitt til að sitja í sólinni. Miðjarð- arhafið átti betur við okkur og þótt ég Með flugfiskum og vopnuðum vörðum Lagarfoss við Punta de Europa, syðsta tanga Gíbraltarhöfða. Þetta nýjasta skip Eimskips ber 12.200 tonn, er 140,7 metra langt og 23,2 metrar á breidd. Það er búið öfl ugum skut- og bógskrúfum en við smíðina voru sérstaklega hafðar í huga þær erfi ðu aðstæður er stundum verða á Norður-Atlantshafi , ís og norðan-garri. Þá eru tenglar fyrir 230 frystigáma um borð. Lagarfoss er hraðsigldari en Selfoss, hagkvæmari í rekstri og umhverfi svænni. Mynd: Daniel Ferro Frá smíði Lagarfoss í Rongcheng við Gulahafi ð. Yfi r 40 ár eru frá því Eimskip réðst síðast í að láta smíða fyrir sig skip. Myndir: Níels Eyjólfsson - Spjallað við skipstjórann á Lagarfossi, Guðmund Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.