Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Síða 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur halda mönnum vel hvíldum með þessu vaktafyrirkomulagi. Þá er að velta því fyrir sér hvernig vaktakerfin séu á okkar skipum. Nóg er komið Það voru fleiri rannsóknaraðilar sem komust að álíkri niðurstöðu en MAIB breska sjóslysarannsóknarnefndin ályktaði í strandi flutninga- skipsins Danio að líklegast hefði vakthafandi stýrimaður þjáðst af of- þreytu. Stýrimaðurinn hafði unnið samfellt í 17 tíma og síðustu þrjá tímana fyrir strandið hafði stýrimaðurinn sofið á vaktinni. Lagði rann- sóknarnefndin til við bresk siglingayfirvöld (Maritime Coastguard Agency) að þau hæfu vinnu með Evrópusambandinu og aðildarríkum sambandsins í að koma með tillögur til Alþjóðasiglingamálastofnunar- innar IMO um að skip sem sigldu á styttri leiðum (Shortsea trades) væri gert að hafa tvo stýrimenn auk skipstjóra. Reyndar hafa bresk stjórnvöld áður reynt að koma slíkri tillögu áfram hjá IMO en það var árið 2004 en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði í það sinn. Hinsvegar hafa breskir dómstólar dæmt eiganda Danio, Cux Ship Management í Þýskalandi, til að borga 14 milljónir króna í sekt og kostnað þar sem ekki var haldinn dyggilegur útvörður á skipi þeirra. Hakkarar Skipaiðnaðurinn er talinn afar viðkvæmur gagnvart skemmdarverkum af völdum tölvuhakkara. Telja menn að hugsanlega verði það næsti leikvöllur hakkaranna. Sérfræðingar benda á að með aukinni tölvu- tækni og internetsvæðingunni séu fleiri og fleiri tæki bundin netteng- ingum sem eru viðkvæm gagnvart árásum. Ekki fyrir alls löngu tókst hökkurum að stöðva vinnslu á fljótandi olíuvinnslupalli með því að ná tengingu við dælukerfi pallsins og dæla slagsíðu á hann. Í öðru tilfelli tókst hökkurum að rústa tölvukerfi palls sem varð í kjölfarið óstarf- hæfur í 19 daga meðan verið var að koma tölvukerfunum aftur í gang. Þá tókst hökkurum að komast inn í tölvukerfi Antwerpen hafnar þar sem þeim tókst að finna ákveðinn gám sem var fullur af eiturlyfjum og þurrkuðu síðan gáminn út úr kerfum hafnaryfirvalda. Sjóránin Sómalskir sjóræningjar hafa verið ógnvaldar sjómanna um langt skeið og hefur orðið mikil breyting á aðferðum þeirra í gegnum tíðina. Hefur löngum verið talið að þeim sé stjórnað jafnvel frá internetkaffihúsum í London eða Dubai. Einhverjir auðgast óhemju á þessum sjóránum þar sem lausnargjald fyrir skip og áhöfn hefur stöðugt farið hækkandi en því til viðbótar þá hefur einnig ofbeldið aukist. Árlega gefur Lloyd‘s List út lista yfir 100 áhrifamesta fólkið í skipaiðnaðinum og árið 2010 var aðeins ein kona á listanum. Hinsvegar vakti það athygli að fjórði maður á lista hét Garaad en hann er einn af þremur alræmdustu sjó- ræningjum Sómalíu. Horfi nn hafnarstjóri Vikulega hafa að minnsta kosti tvö skip íslensku kaupskipaútgerðanna viðkomu í Immingham í Englandi. Immingham var lítil höfn í skiln- ingi flutningsmagns þegar íslensku skipafélögin hófu að sigla þangað en hefur síðan orðið ein stærsta umskipunarhöfn í Bretlandi. Í septem- ber 1998 hvarf 46 ára aðstoðarhafnarstjórinn, Graham Cardwell, dag einn og það eina sem fannst var björgunarvestið hans og hjálmur í fjörunni skammt frá innsiglingunni. Taldi lögreglan að líklegast hefði hann fallið í sjóinn og var því hafin mikil leit að líkinu – en ekki fannst Graham. Graham var giftur og þriggja barna faðir þegar þetta gerðist. Átta mánuðum eftir að Graham hvarf varð skipstjóra dráttar- báts á Humber litið inn á pub í Midlands um 400 kílómetra frá Imm- ingham. Heyrði hann þá rödd sem hann kannaðist við. Rödd barþjóns- ins var rödd sem hann hafði oft heyrt í talstöð og lét hann því lög- regluna vita. Í ljós kom að hér var Graham fundinn og viðurkenndi hann að hafa sviðsett dauða sinn. Han gaf lögreglunni þá skýringu að hann hafi þjáðst af þunglyndi og miklum ótta um að hann væri að deyja af völdum krabbameins. Vildi hann ekki að fjölskylda sín þyrfti að horfa upp á hann dauðveikan. Lögreglan ákvað að ákæra hann ekki en því var við að bæta að eiginkonan og börnin vildu ekki hitta hann aftur enda höfðu þau syrgt kallinn í átta mánuði. Hvalreki Þann 12. nóvember 1970 synti 14 metra langur búrhvalur á land í Florence í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hvalurinn sem var rúm 7 tonn að þyngd drapst í fjörunni og þetta heljar mikla hræ tók nú að rotna. Allar strendur í Oregon fylki eru undir stjórn Oregon Parks and Recreation Department en voru jafnframt tæknilega skráðar sem ríkis- þjóðvegir. Það þýddi að Þjóðvegaeftirlit fylkisins bar ábyrgð á því að hreinsa rusl af ströndinni. Eftir að hafa leitað ráða hjá flotanum var það niðurstaða Þjóðvegaeftirlitsins að best yrði að fjarlægja hvalhræið með sama hætti og þeir fjarlægðu risagrjót. Það var mat þeirra að ef þeir myndu grafa hræið þá myndi það ekki ná tilætluðum árangri þar sem rotnunin yrði áfram til staðar í holunni sem hvalhræið væri grafið í. Með því að sprengja hræið í tætlur myndu hin ýmsu meindýr hreinsa hræið upp. Verkfræðingurinn sem fenginn var til að framkvæma verkið, George Thornton, sagði í sjónvarpsviðtali (sem hægt er að skoða á YouTube) að hann væri ekki alveg viss hversu mikið dína-mít þyrfti til að ná þessum árangri. Fyrir tilviljun var fyrrum hermaður sem þjálfaður hafði verið í notkun sprengiefnis, Walter Umenhofer, á staðnum til að skoða svæðið fyrir vinnuveitanda sinn sem hugðist byggja þarna verk- smiðju. Walter átti tal við George og sagði honum að það magn sem hann hyggðist nota til að sprengja hvalinn væri allt of mikið þegar hann heyrði að sá síðarnefndi ætlaði að nota 20 kassa af dínamiti til verksins. Nægjanlegt væri að setja 20 túbur í hræið en George hinsvegar vildi ekki hlusta á hann. Fjöldi manns voru á staðnum að fylgjast með þegar hræið yrði sprengt í tætlur. Þegar loks sprengingin varð áttu áhorfendur fótum fjör að launa þar sem stór stykki úr hræinu flugu nú í loft upp og rigndi síðan yfir svæði í allt að 250 metra fjarlægð. Megin hluti hval- hræsins var þó enn í fjörunni þar sem allt dínamitið hafði sprungið niður og tætt stór stykki úr hvalnum sem nú höfðu dreifst víða um. Enginn slasaðist en splunkunýr Oldsmobile bifreið eyðilagðist þegar stórt stykki lenti á þaki hennar aftan við bílstjórasætið. Eigandi bílsins var enginn annar en Walter Umenhofer! Á endanum varð að grafa restina af hræinu því meðal annars fuglarnir sem væntingar höfðu ver- ið um að myndu gæða sér á tættu hræinu höfðu horfið á braut í kjölfar sprengingarinnar dauðhræddir. George sagði síðar sama dag að sprengingin hefði tekist alveg á rétt- an hátt. Því er við að bæta að George var nokkrum mánuðum síðar færður til í starfi og hækkaður í tign. Hann sagði í viðtali við frétta- mann þegar hann 25 árum síðar fór á eftirlaun að þetta hafi verið mjög árangursrík aðgerð en það hefðu verið fjölmiðlar sem afskræmdu mál- ið og gerðu það að hörmungarmáli. Þegar 41 búrhvalur syntu á land á nálægri strönd árið 1979 var ákveðið að brenna og grafa hræin. Skipstjórnarmennirnir á Katre voru orðnir þreyttir þar sem þeir fengu ekki þá hvíld sem þeim bar. Mynd: Ron van de Velde

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.