Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Síða 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur Dýrasta skipið Það hafa eflaust margir horft á glæsileg skemmtiferðaskip sigla inn á hafnir landsins og látið ímyndunaraflið leiða sig um glæsta sali þessa skipa. Þá koma hugleiðingar um hversu mikið það kostaði að smíða þessi glæsiskip og að þetta hlytu að vera dýrustu skip heims. En svo er nú ekki. Dýrasta skip sem smíðað hefur verið heitir Zarga en það kost- aði hvorki meira né minna en 221,8 milljónir dollara eða um 26 millj- arða íslenskra króna. Zarga er tankskip af gerðinni Q-Max-LNG og er ætlað til flutninga á fljótandi gasi. Skipið er í eigu Qatar Gas Transport en ef við leikum okkur aðeins með verðmæti skipsins þá kemur í ljós að fyrir þessa upphæð má kaupa 49 Lamborghini Veneno Roadsters bifreiðar. Hafi menn frekar áhuga á að bera þetta saman við verðmæti gimsteina þá má kaupa 13 bleika 12 karata demanta enda kostar hver þeirra 17 milljónir dollara. En þar sem margir sjómenn hafa áhuga á fótbolta þá má nota þessa upphæð til að kaupa hálfan annan Gareth Bale leikmann Real Madrid. Hann er sem sagt að verðmæti álíka eins og tankskip. Þyngri og þyngri Fólk um allan heim er hvatt til að halda sér í normal þyngd allt lífið en það er ekki öllum gefið að ná þeim árangri. Alþjóðaheilbrigðisstofn- un sjófarenda (International Maritime Health Association - IMHA) framkvæmdi könnun á vaxandi þyngd mannkyns og komst að þeirri niðurstöðu að sjómenn og þá sérstaklega fiskimenn væru í meiri hættu en aðrir með að bæta á sig aukakílóum. Meira en 70% stéttarinnar þjást af yfirþyngd. Eins og flestum er ljóst hefur líf í of mikilli þyngd margskonar afleiðingar á almennt heilsufar. Tvöfaldar til dæmis líkur á hjarta- og kransæðasjúkdómum og tífaldar áhættuna á að fá annars stigs sykursýki. Vaxandi þyngd fólks hefur hin síðustu ár haft veruleg áhrif á lýðheilsu og má líkja þessu við offitufarald. IMHA framkvæmdi könnun á offitu árið 2001 og endurtók síðan 10 árum síðar. Niður- stöður voru uggvænlegar. Besta svörun við rannsóknunum var frá aldurshópnum 45 til 66 ára. Árið 2001 voru 24,5% af þessum hóp í eðlilegri þyngd en tíu árum síðar aðeins 18,5%. Offita mældist hjá 81,5% sem sannarlega er skelfilegt. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að sjómenn eru í meiri hættu á að bæta á sig þyngd en aðrir þjóðfélagshópar og að nauðsynlegt sé að líta þennan vanda alvarlegum augum. Hörmungar Maímánuður verður eflaust minnst lengi sem svartasta mánaðar ástralska flotans. Í raun hefði mánuðurinn átt að vera þeirra besti í langan tíma. Verið var að ljúka smíði á nýja þyrluskipinu Canberra, sem er 27.000 tonn að stærð, sem kostaði 1,5 milljarð ástralíudollara. Ráðin hafði verið áhöfn óbreyttra til að taka skipið í prufusiglingu en hún gerði alvarleg mistök þar sem skemmdir urðu á bol skipsins sem og að rafkerfi brann yfir. Meðan á prufusiglingu stóð frá Melbourne til Sydney var mikill víbringur í skipinu. Var ferðin kölluð hristingstúrinn en titringurinn varð vegna þess að azimút skrúfur skipsins voru ekki samstilltar. Það sem áhöfnin hins vegar vissi ekki var að azimút skrúf- urnar verða að vera samstilltar þegar siglt er yfir átta hnúta hraða en þeir höfðu siglt skipinu með skrúfurnar sjálfstæðar á miklum hraða sem olli þessum titring. Titringurinn, sem hristi skipið stafna á milli, olli því að málning fyrir ofan skrúfurnar losnaði öll frá. Canberra varð að fara inn til hafn- ar í Port Phillip Bay en þegar þangað var komið þurfti að láta akkeri falla og var legið fyrir þeim í fjóra tíma eftir að skipið missti stýri í kjölfar rafmagnsbilunar. Skipverjarnir gleymdu að aftengja neyðarraf- magn til búnaðarins og þegar þeir settu aftur inn rafmagn bráðnuðu vör í töflum. Til viðbótar þessum mistökum skipverjanna kom í ljós alvarleg tæring í boltum þeim sem festu skrúfublöðin við skrúfuhaus- ana. Þá komu í ljós sprungur á bol skipsins sem rakið var til þess að bolurinn, sem smíðaður var á Spáni og fluttur þaðan á pramma til Ástralíu, hafi ekki þolað þann flutning. Til stóð að Canberra færi aftur í prufusiglingu í júlí en til stendur að afhenda skipið ástralska flotan- um síðar á þessu ári. Gámar tapast Í nýlegri rannsókn sem World Shipping Council framkvæmdi kom í ljós að á árabilinu frá 2008 til 2013 töpuðust árlega að meðaltali 1.679 gámar frá gámaskipum. Skipta má þessum gámum í tvo flokka þ.e. þeir sem falla fyrir borð og hins vegar þeir sem fara niður með skipum sem sökkva. Af þessum tæplega 1.700 gámum eru að meðaltali 546 gámar sem falla fyrir borð á siglingu skipa en afgangurinn 1.133 fara niður með skipum. Til að átta sig á hversu mikið magn þetta er miðað við flutta gáma þá voru 120 milljónir gámar fluttir um heimshöfin á árinu 2013 og telst þetta gámatap því vera 0,001% af fluttum gámum. Að vísu er hér um meðaltal að ræða en tvö stór slys urðu á viðmiðun- arárunum. Það stærra varð árið 2013 þegar gámaskipið MOL Comfort brotnaði og sökk með 4.293 gáma um borð en hitt var þegar Rena strandaði við Nýja Sjáland árið 2011 og 900 gámar töpuðust. Mútur Bandaríkjafloti hefur tengilið við kaupskipaflotann í gegnum US Navy Maritime Liaison Office eða MARLO eins og það er kallað. Þar koma ýmsar ráðleggingar til sjómanna. Nýlega vöktu þeir athygli á að skip hafa orðið fyrir skemmdum og eða hótunum þegar þau hafa farið í gegnum Súezskurðinn sem hefnd hafi starfsmenn hafnaryfirvalda skurðsins ekki fengið tóbak frá áhöfn skipsins. Súezskurðurinn er í daglegu tali kallaður Marlboro skurðurinn því sú sígarettutegund er besti gjaldmiðillinn sem greiða þarf öllum þeim sem koma nálægt skipi meðan það siglir í gegnum skurðinn. Heyrst hefur að allt að 100 karton kosti skipið að komast í gegn svo allir séu kátir. Nýlega hafa þó einhverjir skipstjórar neitað þessum mönnum um mútur með þeim af- leiðingum að þeim og skipverjum er hótað sem og að skemmdir hafa Dýrasta skip heims Zarga. Mynd: Ian Thomas Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Þyrluskipið Canberra fór heldur illa í prufusiglingunni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.