Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur O p t i m a r - I c e l a n d | S t a n g a r h y l 6 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 8 7 1 3 0 0 | F a x 5 8 7 1 3 0 1 | o p t i m a r @ o p t i m a r . i s | w w w . o p t i m a r . i s Mjög mikilvægt er að kæla aflann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega. Notkun ísþykknis frá Optimar Ísland er góð aðferð til að ná fram hámarks kælihraða því flotmikið og fínkristallað ísþykknið umlykur allt hráefnið og orkuyfirfærslan er því gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuyfirfærsla hamlar bakteríu- og örveruvexti og hámarks gæði aflans eru tryggð. Hröð niðurkæling er það sem Optim-Ice® ísþykknið snýst um. Tryggir gæðin alla leið! 16 14 12 10 8 6 4 2 0 -2 0 1 2 3 4 5 6 Tími (klst) H ita st ig (° C ) Hefðbundinn ís Ísþykkni NIÐURKÆLING Á ÝSU Heimild: Seafish Scotland Sjáumst á bás B 20 Gísli Jónsson Eyland (1886-1972) tók við þessari þriggja mastra skonnortu hinn 1. ágúst 1917 og var skipstjóri um borð til ársins 1923. Skipið var í eigu Kveldúlfs en Gísli starfaði fyrir það fyrirtæki til ársins 1933. Á þeim árum varð ættarnafnið Eyland til er átti sér þessa sögu. Árið 1908 fór Gísli utan sem var sama ár og hann lauk farmanna- prófi. Hann réði sig á enskan togara. Var þar skipstjóri en eigandinn, sem einnig var um borð, heimtaði að ráða öllu. Gísli var því svokallað- ur „flaggskipstjóri“. Svo gerðist það að togarinn var tekinn í landhelgi. Skipstjórinn var auðvitað ábyrgur en eigandinn blásaklaus sem hafði þó ráðið öllu um ferðir skipsins og veiðar. Á pappírunum var hann undirmaður en Gísli æðsta yfirvald um borð. Við Gísla blasti því fangavist um lengri eða skemmri tíma. Þá var það sem ónefndur velgjörðamaður hvíslaði í eyra hans að norskt skip væri í þann veginn að leggja í haf. Gísli greip tækifærið og lét sig hverfa með Norsurunum yfir hafið og heim. Adam var þó ekki lengi í Paradís. Útgerðarmaðurinn Thor Jensen hafði augastað á Gísla og vildi endilega að hann færi út fyrir sig að ná í togara. Nei, það gengur ekki, svaraði Gísli, og útskýrði fyrir reiðaranum hvernig í pottinn væri búið. Hann ætti yfir höfði sér fangelsisdóm í Englandi sem hann hefði engan hug á að heyra upplesin, hvað þá að sitja af sér refsingu fyrir brot sem annar maður bæri í raun ábyrgð á. Thor velti þessu fyrir sér eitt augnablik og hjó svo á hnútinn. Þú tekur þér ættarnafn, var lausnin sem hann stakk upp á. Kannski ekki svo galið, hugsaði Gísli, sem skömmu síðar var orðinn Eyland og undir því nafni sigldi hann til Englands og náði í togarann fyrir Thor Jensen. Muninn og Eyland GAMLA MYNDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.