Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Page 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur hafi siglt þar töluvert verð ég að viður- kenna að það kemur mér eiginlega alltaf jafnmikið á óvart hvað þetta haf er ótrú- lega langt. Á milli Port Said og Gíbraltar eru 2000 sjómílur sem er lítið styttra en á milli Reykjavíkur og New York. En það get ég sagt þér að óskaplega varð ég feginn að sigla inn í Atlantshafið. Þó er það alltaf viss upplifun að fara í gegnum Gíbraltarsund með Spán á hægri hönd, Marokkó og Afríku á þá vinstri, Miðjarðarhafið að baki og Atlantshafið fram undan. Víkingur: Var siglingin þá áfallalítil? Guðmundur: Já, nema hvað í Suður- Kínahafi urðum við ansi áhyggjufullir. Mikið af flugfiski fældist þar upp frá skipinu. Súlur – eða fuglar líkir henni – hópuðust að okkur og svifu yfir stefninu þar sem þær gripu fiskana á flugi. Til að byrja með var skemmtilegt fylgjast með þessu en svo kárnaði gamanið. Fugla- mergðin var slík að innan skamms var skipið orðið útskitið að framanverðu. Þarna sáum við fram á mikla vinnu við þrif og skúringar og áttum okkur þá ósk heitasta að hann tæki að rigna. Og viti menn, eina nóttina gerði slíkt úrhelli að um morguninn var allur skítur á bak og burt. Og allar okkar áhyggjur og kvíði einnig. Ekkert bólaði lengur á flugfisk- inum og fuglinn hætti að drita á skipið. Víkingur: En þarna er um sjó- ræningjaslóðir að fara. Stóð ykkur engin hætta af sjóræningjum? Guðmundur: Við vorum við öllu bún- ir. Í Singaporesundi æfðum við rétt við- brögð en óttuðumst þó ekki svo mjög árás. Sjóræningjar þar eru að vísu býsna iðnir við kolann en þeir ræna aðallega lítil olíuflutningaskip sem þeir eiga auð- velt með að komast um borð í. En samt vorum við á tánum í sundinu – jú, eitt- hvað vegna sjóræningjanna en aðallega þó út af skipaumferðinni sem er gríðar- leg um sundið. Þarna eru jafnvel ör- smáar fleytur, fiskimenn á árabátum, og alveg ljóslausar. Maður sér kannski ekki annað en sígarettuglóð í myrkrinu. Og sundið er þröngt, ekki nema rúmlega 100 kílómetra langt og 16 kílómetrar á breidd. Og þarna var maður á stjórn- tökkunum eins og á bíl í miðborginni. Á Sri Lanka fengum við svo fjóra vopnaða verði um borð enda Arabíufló- inn skilgreindur sem „high risk“ svæði. Þetta voru Bretar sem hjálpuðu okkur að vígbúa skipið, girða það gaddavír og taka til sjóslöngur og tengja. Einn þeirra var alltaf á vakt með okkur. Víkingur: Voru þetta þá hermenn? Guðmundur: Já, fyrrverandi hermenn en það eru einkafyrirtæki sem bjóða upp á þessa þjónustu. Annars fengum við stífa suðvestan átt á Arabíuflóanum sem við grétum lítið. Ræningjarnir sátu heima á meðan. Bretarnir fóru svo frá borði þegar við komum í Súez. Ég hef ekki siglt skurðinn áður og það kom mér á óvart að engir lásar voru til endanna eins og eru til dæmis í Kielarskurðinum til að hemja strauminn í gegn. Það var straumlítið í Súez. Það vakti líka athygli mína hvað allt var sendið á hægri hönd, já þetta var bara eyðimörk. Á móti var hins vegar grænt og fallegt að sjá. Þá vantar víst vatnið að austanverðu. Það fór ekkert á milli mála. Víkingur: Og hvernig reyndist svo skipið? Guðmundur: Skipið er virkilega fínt. Góðar vistarverur og fín vinnuaðstaða. Við erum til dæmis með tvo 45 tonna krana sem koma sér vel á Grundartanga. Víkingur: Og hvað er svo framundan? Guðmundur: Lagarfoss yfirtekur gulu leiðina svokölluðu sem Selfoss sigldi áður. Þetta er tveggja vikna rúta: Reykja- vík-Grundartangi-Reykjavík-Vestmanna- eyjar-Færeyjar-Immingham-Hamborg- Rotterdam- Immingham-Reykjavík. Víkingur: Þakka þér kærlega fyrir spjallið, Guðmundur. Þú ert nú vís til að hóa í mig ef eitthvað ber til tíðinda sem væri gaman að deila með lesendum Víkings? Guðmundur: Þakka þér sömuleiðis og já, ég skal hafa það á bak við eyrað. Viðmælandi okkar, Guðmundur Haraldsson skipstjóri, er í miðið. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxafl óa- hafna, er til vinstri en hægra megin er Stefán Hallur Ellertsson, hafnsögumaður Faxafl óahafna. Mynd: Agnar Þór Urban Guðmundur leggur að bryggju í Reykjavík hinn 17. ágúst síðastliðinn. Lagarfoss er kominn heim. Að baki er 49 daga sigling og 23.000 þúsund kílómetrar. Mynd: Agnar Þór Urban

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.