Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur Þorkell máni hafði öfluga díselvél. Rétt hafðist að keyra hann upp aftur, þegar mistókst að venda honum. Skipið var fullt af fiski, mikil ballest. Veikari vél, eldra skip og tiltölulega lítinn afla í lest, um 100 tonn, sem kastazt gat til, þetta hefur valdið því, að Júlí fór yfir um þessa fyrstu nótt, þegar reynt var að venda. Ekki tekizt að keyra hann upp. Hann gæti einnig hafa lensazt niður. Þegar við sáum Júlí síðast, voru þeir að taka inn trollið. Einkennisstafir rúss- nesku togaranna voru stórir og læsilegir. Líklegast var ekkert samband haft við þá, því loftnetin slitnuðu niður á Mánanum; hafði samband við Marz í gengum neyð- arsendi. Hefði líklegast orðið að morsa yfir til þeirra um hjálp. Þegar það var ekki gert, fóru þeir bara. Í þessum öldu- gangi gat rússneski togarinn ekki veitt Mánanum skjól. Árni: Haft er eftir Birni á Hvalfellinu, að þeir hafi fengið lofttúðu af Júlí í troll- ið og fest trollið í flakinu. Björn var há- seti á Hvalfellinu. Gáfu mér ís og kæfudós Guðmundur: Móðir mín verkaði fisk hjá Defensor. Þar missti hún vatnið. Var sett upp á vörubílspall og ekið með hana á spítalann. Og hún fæddi mig. Hún var komin til vinnu hjá þeim tveimur dögum seinna. Amma passaði mig. Fékk pabbi fæðingarorlof út á þetta! Áður en ég fór á sjóinn 14 ára, þá var ég í sveit. Mér var komið í sveit 1942 á Draghálsi í Borgarfirði. Beinteinn gamli lét mig fara að taka upp kartöflur, en annar strákur var þarna, Ottó, og hann bað mig að koma á berjamó. Svo ég sveikst um að taka upp kartöflurnar. Beinteinn kom á hesti til okkar og fór að skamma mig fyrir að taka ekki upp. Ég sagðist vera farinn heim og fór. Gekk yfir Draghálsinn og alla leið í brezku herstöðina í Hvalfirði. Þar stopp- aði hermaður mig. Ég skildi ekkert, en Íslendingur kom og túlkaði. Þeir fóru að hlægja og fylgdu mér inn í stóran bragga. Þar var ísbar. Þeir gáfu mér ís og hlóðu á mig sælgæti og gáfu mér kæfudós. Svo birtist Beinteinn. Höfðu hringt í hann. Fór á hesti til baka, en ég hafði verið sex tíma að ganga þetta. Nú skammaði Beinteinn mig ekkert. Sveinbjörn, sonur hans, var þá 16 ára. Byrjaður að yrkja og strax dálítið sér- kennilegur, en vinsæll. Ottó var þarna fyrir, þegar ég kom. Faðir hans var opin- ber starfsmaður í Reykjavík. Svo til að gera fín fjölskylda. Búi bjó á Ferstiklu. Ekki veitingasala komin þá, en herskip á firðinum. Var sendill á Þjóðviljanum 1946. Gísli Halldórsson, leikari, útbjó fyrir okkur blaðabögglana, stjórnaði sendisveinun- um. Man eftir prenturunum, Guðjóni Sveinbjörnssyni, hann var þá að læra. Magnús Kjartansson var kominn. Hann varð ritstjóri. Var hræddur við hann. Jónas Árnason, blaðamaður, kallaði á mig. Sagðist ekkert vita, hvað hann ætti að skrifa. „Segðu mér eitthvað, Gvend- ur.“ „Það mætti setja mold í beð meðfram Skothúsveginum hjá brúnni og gera þar fallegt,“ sagði ég. Og hann skrifaði um það. Nokkru seinna var þetta gert. Af hverju, veit ég ekki. Varla hafa þeir farið að taka mark á Þjóðviljanum! Var löngu seinna á Borginni að drekka. Þá kemur Magnús Kjartansson þangað inn til að tala við menn. Svo fór hann, og þá sagði einn. „Þessi maður er skepna. Illa innrætt skepna.“ Svona var pólitíkin, þegar kalda stríðið var byrjað. Þegnskapur Guðmundur: Var að lesa grein eftir Þórð Pétursson, skipstjóra, sem hann birti í janúar 1943 í Sjómannablaðinu Víkingi undir heitinu Sannleikurinn er sagna bestur. Þórður skrifaði: „Háttvirtur utanríkisráðherra hélt mjög hjartnæma ræðu yfir okkur togara- sjómönnum í útvarpinu þann 3. jan.a) Hann sparaði alveg þessi hjartnæmu orð „hetjur hafsins, hermenn þjóðarinnar“, enda var það vel farið, því þau hæfa bezt sem hræsni í sambandi við minningar- athafnir og jarðarfarir. Slagorðið, sem hann notaði við þetta tækifæri var „þegnskapur“, en sá góði herra ætti alveg að sleppa því að minna okkur á þegn- skap, og hafa um leið í hótunum við okkur. Við togarasjómenn minnumst margs ranglætis, sem stjórnarvöldin og ýmsir pólitískir flokkar hafa sýnt okkur, og ekki hvað sízt ýmsir flokksbræður ráð- herrans. Hans háæruverðugheit sagði, að við ættum undir eins að hefja aftur sigl- ingar, og sigla þangað, sem ensku yfir- völdin fyrirskipuðu, og sýna með því þegnskap. En þeir, sem verða þess þegn- skapar aðnjótandi er fámenn fisksölu- klíka í Englandi. Hann stagaðist á því, að það þýddi ekki að sýna neinn mótþróa við því að sigla til austurstrandarinnar með fiskinn, og hefur í hótunum við út- gerðarmenn, að ef þeir sendi ekki skipin undir eins á veiðar og í siglingu, þá muni verða ráðist á þá. Við sem höfum stundað þessar sigl- ingar síðan stríðið brauzt út, vitum hvernig málum er háttað, að öllum lík- indum betur en háttvirtur ráðherra, ef fara á eftir þeim ummælum, sem hann við hafði, eða kannske hann hafi álitið það nóg, að segja ekki nema hálfan sann- leikann. Hafís á miðunum. Mynd: Ragnar Franzson a) Utanþingsstjórn dr. Björns Þórðarsonar hóf störf 16. desember 1942. Utanríkisráðherra þeirrar stjórnar var Vilhjálmur Þór. Þórður Pétursson var 2. stýrimaður á bv. Gylfa frá Patreksfirði 1942 til 1945. Skipstjórinn var Jóhann Pétursson. Jóhann sigldi ekki, og þá færðist röðin upp um einn, þegar siglt var til Bretlands, og Þórður var 1. stýrimaður í siglingum. Þannig hefur það verið, þegar þessi grein var skrifuð. Þórður flutti aftur til Reykjavíkur 1945. Var stýrimaður eða skipstjóri á togurum næstu árin, m.a. á nýsköpunartogaranum Geir. Árið 1952 varð hann skipstjóri á bv. Júlí GK 21 frá Hafnarfirði og var það, þar til yfir lauk, en togarinn fórst með allri áhöfn á Nýfundnalandsmiðum 8. eða 9. febrúar 1959.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.