Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Page 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur Borgarstjórinn talaði úr brúnni Guðmundur: Ekkert tog í gömlum vír- um lengur. Splæstum fótreipi og grand- ara úr þeim. Þegar komið var að vissri bauju hérna úti í Flóanum, var ónýta vírnum slakað út. Alltaf fleygt þarna á sama stað. Ryðgaði víst fljótt. Þórður Sigurðsson var með Aust- firðing SU 3, þegar ég var á honum eitt sumar, kannski 1955. Þórður var fínasti maður og fiskaði. Skipið var líkt Pétri Halldórssyni. Líkaði ekki veltingurinn á honum. Hann var bakkaskip. Þessir voru aðeins stærri (708 tonn) og komu seinna eða 1951. Blandaðir túrar, ísfiskur og salt. Vor- um á skrapi. Lönduðum kannski 50 tonnum, þegar tími var kominn á fisk- inn, ýsa, ufsi og einhverjir flækingar með. Þegar komnir voru 10 dagar, varð maður að fara í land. Fórum túr í Hvíta- hafið. Á heimleiðinni var versta veður, og sigldum við því innan skerja niður allan Noreg. Sonur Þórðar, skipstjóra, Jón Ársæll, var með mér á sjó, en ekki man ég á hvaða skipi það var. Var að hjálpa mér í lestinni við að ísa fiskinn. Ég var að tala við Jón Ársæl, en hann svaraði svo skýrt og fullorðinslega, að ég hætti því bara. Hefur komið frá góðu heimili. Var svo þrozkaður. Hægt var að „snapa sig“ í lestinni, stelast frá í vinnunni. Enginn sá það, en við bárum ábyrgð á aflanum. Nei, við Jón Ársæll gerðum það ekki. Djöfulsins fífl að varðveita ekki Ingólf Arnarson. Margir töluðu um það, en ekkert gert. Man eftir því, þegar hann kom. Var niðri á bryggju. Borgarstjórinn talaði úr brúnni. Öll svört Guðmundur: Ásgrímur Klemens kom til að snapa. Hann skrifaði svo fagra rit- hönd, að þeir báðu hann um að skrifa fallega nafnið sitt. Svo gáfu þeir honum sjúss á eftir. Fyrir að skrifa nafnið sitt. Fimmaura-Dísa var með honum. Nei, ekki Dísa Hope. Hún var með Badda. Þau voru að drekka upp á Hól, Arn- arhóli, með negra af True Knot eða Salmon Knot og voru búin með allt. Þá sagði Baddi við Dísu. „Heldurðu, að þú leyfir honum ekki að skreppa ... ?! ... þá gefur hann okkur kannski tvær viskí- flöskur.“ „Ertu vitlaus, maður! Þetta er negri!“ sagði hún. „Láttu ekki svona,“ sagði Baddi. „Við erum öll kolsvört í myrkr- inu.“ Upphaflega hét þetta skip Acorn Knot og var í þjónustu Eimskipafélagsins 1946–1947 ásamt systurskipum sínum, Salmon Knot, Star Knot og True Knot. Þau voru einnig systurskip Tröllafoss, ex Coastal Courser, en Tröllafoss eignað- ist Eimskipafélagið árið 1948. Þessi skip voru um 3.800 tonn, 103 metra löng og 15 metra breið og voru upphaflega smíðuð til strandflutninga, þar sem ekki var þörf á gangmiklum skipum. Gang- hraði þeirra var 10–11 sjómílur. Þau voru „byggð á 3 dögum“ eins og Libertyskipin, en miklu minni, kölluð „pocket liberty“ skip. Voru í flutningum fyrir herinn hjá Eimskip. Bróðir minn byrjaði í málaravinnunni Ólafur Grímur Björnsson Í myrkrinu erum við öll svört – Minningabrot – VII. Viðtal við Guðmund Heimi Pálmason, togarasjómann Aðrir þátttakendur: Árni Einarsson, Einar Jónsson, Guðlaugur Sveinsson, Guðmundur Hallgrímsson, Ludwik H. Gunnarsson, Stefán Finnbogi Siggeirsson og Stefán Þorvarðarson. Acorn Knot.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.