Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Síða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Síða 42
„Við snúum við. Stefna þrír- einn-fimm,“ sagði skipherrann stuttlega. Skipunin var fram- kvæmd án hiks. U47 beygði snöggt á stjórnborða og sneri við. Brátt var kafbáturinn kom- inn á norðvesturstefnu, aftur inn á skipalægið. Nú ætlaði Prien ekki að láta skeika að sköpuðu á neinn hátt. Hann var búinn að ákveða að ráðast í þessari atlögu eingöngu á það skip sem var nær og hann var viss um að væri Royal Oak. Kafbáturinn nálgaðist orrustu- skipið og þrjú tundurskeyti voru tilbúin í stefni hans. Prien lét hleypa þeim öllum af í enn meira dauðafæri en þegar hann gerði fyrri atlöguna. Þjóðverjarnir á stjórnpalli U47 horfðu á dökkan skugga þessa mikla herskips sem lá þarna 180 metra langt í öllu sínu veldi. Kafbátsmennirnir héldu nánast niðri í sér and- anum á meðan tundurskeytin æddu að marki. Þeir mundu vel hvaða tortímingarmáttur bjó í þessum vopnum frá því þegar þeir horfðu á eitt tundurskeyti nánast rífa Bosniu í tvennt á Bisk-ajaflóa réttum fimm vikum fyrr. Þjóðverjarnir þurftu ekki að bíða lengi. Ógurlegar sprengingar kváðu við þegar að minnsta kosti tvö tundurskeytanna hæfðu risann stjórnborðs- megin rétt framan við miðju. Annað þeirra sprakk undir fremra mastrinu og yfirbyggingunni á meðan hitt hæfði undir næst- fremsta fallbyssuturninum framan við brú skipsins. Tundurskeytið, sem hæfði undir yfirbyggingunni, reif gat á einn af helstu olíutönkum Royal Oak. Svartolían streymdi út og breiddist yfir hafflötinn. Sjór fossaði inn í vélarrúm orrustu- skipsins. Eldhaf kviknaði í skotfærageymslu. Sprenging þeytti braki hátt til lofts. Margir af þeim mönnum sem höfðu nú lagst aftur til svefns eftir að fyrsta tundurskeytið hafnaði á stafni skipsins fórust á nokkrum andartökum í sprengingum og eldunum sem kviknuðu í kjölfar þess að tundurskeytin hæfðu og rifu skipið á hol. Öllu rafmagni sló út í Royal Oak. Ljós slokknuðu og vígdrekinn myrkvaðist. Þar með varð hvorki hægt að koma skilaboðum um kallkerfi skipsins né senda ljósmerki í land. Risinn var lamaður. Konungseikin riðaði til falls. Stöndum vörð um þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur í íslenskum sjávarútvegi á liðnum árum og áratugum. Nýtum tækifærin til enn frekari uppbyggingar og leyfum greininni að þróast á eigin forsendum til hagsbóta fyrir land og þjóð. Nýtum tækifærin í sjávarútvegi! Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - fmis@fmis.is Orrustuskipið Royal Oak (Konungseikin). Á árunum milli stríða var Royal Oak eitt helsta orrustuskip breska heimsveldisins og bar gælunafnið The Mighty Oak (Eikin volduga). Royal Oak var enda mikið skip, alls 189 metra langt, 27 metra breitt og mældist 31.000 tonn. Því var sökkt í september 1939. Alls féllu á níunda hundrað manns. Vígamaðurinn Günther Prien (16. janúar 1908 – líklega 7. mars 1941) hlaut að lokum vota gröf með sínum mönnum djúpt suður af Íslandi. Það var á þeim slóðum þar sem íslensk skip stunda nú kolmunnaveiðar á vorin. Hér er hann á stjórnpalli kafbátsins U47 sem varð líkkista hans.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.