Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Qupperneq 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Qupperneq 54
54 – Sjómannablaðið Víkingur HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX HD 10/25-4 S K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Háþrýstar Dælustöðvar Hönnum og smíðum háþrýst vökvakerfi, dælustöðvar og stjórnbúnað. Áratuga reynsla og þekking. Ragnar Elísson brást við bréfi Örnólfs Thorlacíusar í seinasta tölublaði og skrifaði: Sæll Jón, Las mér til ánægju skrif þín og bréfhluta Örnólfs Thorlacíus- ar í Víkingnum, takk fyrir þau. Það er nú svo að þegar ég les eða heyri gátu get ég ekki annað en brotið um hana heilann og hætti því ekki fyrr en svar er fundið með einum eða öðrum hætti. Orðagátur og nýsmíð Örnólfs finnst mér skemmtileg og mín tillaga að lausn er: Ráðstefna í neðra = áramót ; Gleðikona á íþróttamóti = kappmella Ég forðast orðafár og er fremur orðafár. Með góðri kveðju, Ragnar * Örnólfur sættir sig vel við þetta svar og sendir til baka sex ráðgátur sem ég er enn að baksa við að leysa, er byrjaður á þeirri sjöttu, að vísu án þess að hafa ráðið hinar á undan. Mig vantar hjálp. • Í bókaskáp standa saman I. og II. bindi sama verks (í hefð- bundinni röð: I vinstra megin við II), bæði jafnstór: Aftara og fremra bókarspjald eru ½ cm hvort að þykkt lesmáls þar á milli er 10 cm; hvort bindi sem sagt 11 cm þykkt. – Bóka- ormur er að gæða sér á verkinu, og étur göng gegnum bækurnar. Ef hann étur sér stystu leið frá fyrstu síðu í fyrra bindi aftur á síðustu síðu í hinu síðara, hve langt hefur hann þá farið? • Sveinn Björnsson var sem kunnugt er fyrsti forseti Íslands. Samtímis honum hélt Jósef Stalín um stjórntauma í Sovét- ríkjunum. Og nú er spurt. Hvað var þeim sameiginlegt, ann- að en þjóðhöfðingjatignin? [Til glöggvunar skal þess getið að svarið tengist þjóðerni annars en hjúskaparstöðu hins.] • Orðið bacalao sést oft á matseðli á Spáni (bacalhau í Portú- gal. Við spyrjum: Hver er íslensk þýðing orðsins? [Tekið skal fram að svarið er ekki „saltfiskur“ .] • Dauðadæmdur maður fær að velja hvort hann verði hengdur eða hálshöggvinn. Valið felst í því að maðurinn á setja fram ákveðna staðhæfingu, sem sannanlega er annað hvort sönn eða ósönn. Ef yrðingin er sönn, verður hann hálshöggvinn, annars hengdur. Maðurinn sér við þessu, enda mikið í húfi, og mælir nokkur orð, sem tryggja, að dómnum verður ekki framfylgt. Hvað sagði maðurinn? • Ýmis lög hafa á ýmsum tímum og stöðum bannað eða sett skorður við giftingu skyldra eða venslaðra einstaklinga. Nú spyrjum við samviskuspurningar: Er ástæða til að lög- festa bann við því að maður giftist systur ekkju sinnar? [Rökstuðnings er óskað.] • Þegar dvergarnir sjö komu að Mjallhvítu í baði verður við- brögðum þeirra vel lýst með heiti á gosdrykk. Hvaða gos- drykkur ætli það hafi verið?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.