Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 51
Sjómannablaðið Víkingur – 51 Peter Skram og hún fer ekki neitt. Að minnsta kosti ekki í bráð. Ég geng að miðasölunni við skipið, svolítið óviss. Ég hafði nefnilega tekið eftir skiltum við kafbátinn og tundur- skeytabátinn þar sem boðið var upp á skoðunarferðir á hálftíma fresti. Og nú var að koma hellirigning og ekki gott að standa úti bíðandi eftir leiðsögumanni. Mér til léttis var ekki um slíkt að ræða. – Nei, blessaður hoppaðu um borð, segir Daninn – held ég – og lætur mig hafa leiðsagnarpésa þar sem merkt eru inn sjö þilför skipsins – ég þori ekki að tala um hæðir, ekki í sjómannablaði. Ég læt ekki segja mér þetta tvisvar, set undir mig hausinn, hleyp upp landganginn og inn á aðalþilfarið. Daninn hrópar á eftir mér að sjálfsagt verði ég það sem eftir lifir dags að skoða skipið. Mér finnst að minnsta kosti sennilegt, þar sem skipið gnæfir yfir mér, að þetta hafi verið mein- ingin orðum hans. Freigáturnar þrjár Furðulegt nokk þá var Dönum gefið þetta mikla og stóra herskip. Og ekki nóg með það, þeir fengu tvö slík gefins. Ekki slorlegar gjafir það. Gefandinn var Bandaríkin og ástæðan – Sovétríkin. Þeg- ar skipið var sjósett 1966 logaði vel í kolum kalda stríðsins og því talið afar brýnt að vígbúa danska sjóherinn sem hafði allt frá lokum seinna stríðs treyst meira og minna á lánsdót frá Bandaríkj- unum og Bretlandi. Þetta breyttist 1966 með gjafaskipinu Peter Skram. Skipið heitir eftir dönskum aðmíráli er lifði allan sinn aldur á 16. öld og var kallaður „Danmarks Vovehals“ eða ofur- hugi Danmerkur. Þetta er ekki danskur húmor sjókapteins á vatnastrætó á 21. öld heldur rammasta alvara. Peter Skram aðmíráll var sannarlega enginn veifiskati. Í orrustum var hann jafnan að finna þar sem bardaginn var harðastur og hann hlaut mörg sár í þágu fósturjarðarinnar. Slíks manns bar að minnast og það gerðu landar hans með viðeigandi hætti þegar þeir 1864 nefndu flaggskip flotans eftir honum. Um var að ræða 3.380 tonna freigátu, járnklædda og gufu- knúna. Ein af hinum fjórum svokölluðu skrúfufreigátum þess tíma er Danir áttu. Seglin voru þó alls ekki fyrir bí og því ekki færri en þrjú siglutré á skipinu. Þau voru hins vegar úrelt árið 1908 þegar Peder Skram númer tvö tók að sigla um heimsins höf en það er viðtekin hefð innan danska sjóhersins að skipsnöfn gangi í endurnýjun lífdaga. Fyrir vikið áttu Danir eftir að eignast Peter Skram hinn þriðja, skipið sem nú liggur við Fílinn, næst við sjálft drottningarskipið – skipið sem ég þramma nú um eftir að hafa goldið 60 danskar krónur til félags- ins (eða sjóðsins) sem stendur vörð um Peder Skram hinn þriðja. Peder Skram Já, ég sagði sjö þilför. Þau eru að vísu misstór. Þrjú þeirra ná eftir endilöngu Peter Skram við bryggju. Vatnastrætóinn er gula skipið nær. Barinn um borð. Sehested P547, tekinn í gagnið í maí 1978. Þetta var afar gangmikill tundurskeytabátur, náði yfi r 40 hnúta hraða, og vel vopnum búinn. En líkt og fl est ef ekki allt sem framleitt var til hernaðar hérna megin við járn- tjaldið var P547 fyrst og fremst varnartæki – en ekki hvað? Á hálftíma fresti er boðið upp á skoðunarferðir um bátinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.