Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Síða 8
Þ að er viðburður ef minnst er á sjómannskonuna, en nú ætla ég að gera því einhver skil með því að segja mína sögu. Ég er fædd sjómannsdóttir í Grindavík 23. ágúst 1928. Í Grindavík snerist lífið um sjósókn. Þegar bátarnir voru á sjó og gerði vont veður svo ekki var lendandi vegna brims var flaggað með rauðu flaggi á Einarsbúð og þá urðu bátarnir að fara eitthvað annað þar sem þeir gátu lent. Það voru ekki komnar talstöðvar í bátana á þessum árum, maður getur rétt ímyndað sér hvernig sjómannskonum og börnunum leið þegar ekkert fréttist af bátunum fyrr en seint og síðarmeir þegar hringt var frá Höfnum eða öðrum stað að bát- arnir væru lentir. Meðan ég átti heima í Grindavík, en ég flutti þaðan til Reykjavíkur þegar ég var 8 ára gömul, fórst enginn bátur í Járn- gerðarstaðarsundi en mér eru minnisstæð tvö atvik. Það fyrra er þegar líkið af Guðmundi Erlendssyni var borið í teppi upp vör- ina en hann var formaður á báti sem var á netum. Guðmundur flæktist í netunum og var drukknaður þegar hann náðist inn. Hitt var nóttin 11. apríl 1933 þegar ég vaknaði við það að pabbi minn var vakinn til þess að fara með slysavarnasveitinni til þess að bjarga mönnunum á Skúla fógeta sem strandaði rétt vestan við Staðarhverfi. Þeim tókst að bjarga 24 mönnum en 13 fórust. Grindvíkingur sá þrítugasti Í Grindavík eru tveir lendingarstaðir, Þórkötlustaðar- og Járn- gerðarstaðavör. Varir þessar eru kenndar við landnámskonurn- ar, Þórkötlu og Þorgerði. Sagan segir að þær hafi báðar átt skip sem reru úr vörum þeirra. Eitt sinn þegar bátar þeirra voru á sjó gerði vonsku veður. Fórst þá bátur Járngerðar og með hon- um maður hennar og synir. Járngerður lagði þá á og mælti svo um að 30 bátar myndu farast á Járngerðarsundi og er mér sagt að Grindvíkingur, sem fórst 18. janúar 1952, hafi verið sá þrítugasti. Nóttina sem hann fórst svaf ég ekki neitt. Ég sat uppi og prjónaði. Maðurinn minn var þá 1. stýrimaður á togar- anum Jóni Baldvinssyni R. E. 209 en þeir áttu að koma að kvöldi 18. en komu ekki fyrr en um hádegi þann 19. Þeim hafði þá seinkað við að leiðbeina Grindavíkur bátunum við landtöku í Sandgerði. Því miður tók Grindvíkingur sig út úr hópnum og því fór sem fór en um borð í honum var heimilis- vinur okkar, Sigfús Bergmann Árnason. Áður en ég skil við Grindavík langar mig að það komi fram að mikill menningarbragur var yfir fólkinu í Grindavík. Ég á mjög góðar minningar þaðan. Þá hefði verið gott að hafa hann heima Það má segja að ég hafi verið samtvinnuð sjómennskunni frá fæðingu, fyrst sem dóttir sjómanns og síðan eiginkona sjó- manns frá 19 ára aldri. Maðurinn minn var togarasjómaður í 40 ár og oft langtímum saman að heiman, til dæmis þegar stunduð var veiði í salt á fjarlægum miðum, í Barentshafi og við Vestur-Grænland. Togar- arnir voru jafnvel tvo mánuði að veiðum, síðan var stoppað í 6 Sjómannskonan Ragnar Franzson skráði eftir frásögn konu sinnar, Lofthildar Kristínar Loftsdóttur Hjónin Lofthildur Kristín Loftsdóttir og Ragnar Franzson með syni sína. Talið frá vinstri, Bergþór, sem missti augað, Ragnar í faðmi móður sinnar – hann var sá er veiktist tveggja mánaða – Eiríkur er á milli foreldra sinna og á endanum hægra megin er Hannes. 8 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.