Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2014, Blaðsíða 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur Í haust kemur út ný og spennandi bók eftir Magnús Þór Hafsteinsson. Hann hefur áður sent frá sér stórvirkin Dauðinn í Dumbshafi (2011) og Návígi á norðurslóðum (2012) sem báðar hlutu afar góðar viðtökur og eru í dag uppseld- ar frá forlagi og úr verslunum. Hin nýja bók Magnúsar, „Tuddinn frá Skalpaflóa – Saga kafbátakappa í seinni heimsstyrjöld”, er ævisaga þýska kafbátaforingjans Günther Prien. Hún er gefin út af Bóka- útgáfunni Hólum, er tæpar 250 síður og prýdd fjölda mynda. Hér er gripið niður í 9. kafla hennar sem ber heitið Fall Konungseikar. Þar er lýst einni frægustu kafbátaárás sögunnar. Prien er kominn inn á Skalpaflóa, búinn að skjóta og hæfa Royal Oak. Bresku sjóliðunum kemur samt ekki til hugar að kafbátaárás sé hafin. Fall Konungseikar Engum datt í hug að skipið hefði orðið fyrir tundurskeyti. Það var einfaldlega óhugsandi hér inni á sjálfu skipalægi flot- ans á Skalpaflóa. Menn ályktuðu að senni- legasta skýringin á þessu öllu væri einhvers konar bilun. Merkjaflugeldar, málning og ýmis annar eldfimur varningur var meðal þess sem var geymt frammi í stafni. Ef þetta var ekki rör eða einhver tækjabúnaður hefði kannski eitthvað slíkt sprung- ið. Þó voru engin teikn um að eldur hefði kviknað. Skipherra Royal Oak fór sjálfur fram í skipið til að grennslast fyrir um hvað hefði gerst. Honum var sagt að loft streymdi út um ventla á eldvarinni málningargeymslu sem benti til þess að sjór væri að flæða inn í rýmið. Þetta væri þó ekki alvarlegt því að skipið hélt stöðugleika sínum. Sjóliðar og foringjar, sem fóru um framskipið, gáfu til kynna að þeir yrðu varir við smáleka í nokkrum rýmum. Ekkert gaf þó enn tilefni til að ætla að alvar- legt hættuástand væri komið upp. Menn töldu að auðveldlega mætti ná tökum á lekanum. Engin fyrirmæli voru því gefin um að loka vatnsþéttum skilrúmum orrustuskipsins eins og gera átti skilyrðislaust ef hætta væri á ferðum. Slík skilrúm myndu hindra sjó í að flæða um og fylla allan skrokk skipsins ef gat kæmi á hann undir sjávarmáli. Eftir nokkra stund töldu yfirmenn Royal Oak sig hafa þokkalega yfirsýn varðandi tjón á skipinu. Upplýsingar, sem bárust frá stafni skipsins, sannfærðu skipherra Royal Oak æ betur um það að þetta hlyti að hafa verið einhvers konar minni háttar óhapp. Sennilega hefði gaskútur með koltvísýr- ingi sprungið. Slíkir kútar voru við kæli- rými frammi í stafni. Skipverjar á vakt leituðu áfram að einhverjum vísbendingum sem gætu staðfest hvað hefði gerst. Á meðan reyndu félagar þeirra, sem áttu frívakt, að festa svefn á ný. Hinir varfærnari á meðal þeirra vildu þó ekki treysta því að ekki hefði verið um flugvélasprengju að ræða. Þeir sáu fyrir sér að þýsk sprengjuflugvél hefði getað svifið yfir skipið með slökkt á mót- orunum, sleppt sprengjum að Royal Oak og síðan svifið áfram í næturmyrkrinu áður en hreyflarnir voru ræstir á ný og áhöfn flugvélarinnar forðaði sér. Væri þetta rétt gat allt eins mátt búast við fleiri árásum af þessu tagi síðar um nóttina. Þeir menn sem lögðu trúnað á þessa kenningu voru sömuleiðis varfærnir og ákváðu að allur væri varinn góður. Margir þeirra fluttu sig um set niður í iður her- skipsins til að fá vernd af brynvörðu þil- fari þess. Þar ætluðu þeir að vera í öruggu skjóli gegn hugsanlegum sprengjum sem féllu af himnum ofan. Þannig yrðu þeir líka óhultir fyrir sprengjubrotum og braki ofan þilja. Skipverjum Royal Oak hafði verið kennt að gera þetta ef hætta væri á loftárásum. Með því að færa næturstaði sína svona um set innsigluðu margir þó örlög sín við þær aðstæður sem nú voru að skapast. Innan stundar myndu þeir hverfa til heljar. Á meðan áhöfn Royal Oak reyndi að komast að niðurstöðu um hvað hafði hent skip þeirra, héldu Prien og menn hans áfram ráðstöfunum til að skjóta fleiri tundurskeytum. Prien stóð á stjórnpalli og horfði enn gegnum sjónauka sinn í átt að bresku skipunum. Hann var bæði ráðvilltur og hissa. Skipherrann undraðist mjög að engin viðbrögð voru sjáanleg um borð í þeim eða í landi við því að tundurskeyti hefði hæft annað skipið. Hann hafði búist við miklu uppnámi eftir sprenginguna en allt var með kyrrum kjörum. Engir varðbát- ar eða tundurspillar sáust. Ekkert benti til að Breta grunaði að óvinakafbátur léki nú lausum hala inni á skipalæginu. Prien velti fyrir sér skamma stund hvort rétt væri að láta sig hverfa nú á meðan allt væri enn rólegt. Það var freist- andi að nota tækifærið og fara aftur út sömu leið og þeir hefðu komið. U47 hafði verið stefnt í áttina að Kirkjusundi eftir að tundurskeytunum var hleypt af. Þeir voru að hörfa frá vettvangi því að áhöfnin bjóst við að Bretar hæfu strax kafbáta- leit. Þeir fengju því ekki annað tækifæri til að skjóta tundurskeytum. Þegar Prien varð ekki var við nein viðbrögð Breta ýtti hann þeirri hugsun frá sér að draga kafbát sinn í hlé. Fyrst þeir væru komnir inn á sjálfan Skalpaflóa bæri þeim skylda til að reka smiðshöggið á það sem þeir hefðu þegar hafist handa við. Niðri í kafbátnum höfðu menn unnið hratt og fumlaust þrátt fyrir alla óvissuna sem ríkti uppi á stjórnpalli. Þaðan barst nú tilkynning um að ný tundurskeyti væru tilbúin í rörunum. Ekkert væri því til fyrirstöðu að skjóta þeim. Prien tók ákvörðun. tuddinn frÁ skalpafÓa - Ný bók um kafbátahernaðinn Magnús Þór Hafsteinsson: „Ég ákvað að skrifa þessa frásögn af Günther Prien vegna þess að mig langaði til að varpa ljósi á þessa menn sem störfuðu á þýsku kafbátunum í seinni heims- styrjöldinni.“ Kápa bókarinnar sem kemur út nú í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.